Færsluflokkur: Jarðefni

Stafar mesta hættan af brennisteinsgasinu?

brennisteinsgas SO2

Brennisteinsgas er eitt af aðal gastegundunum, sem streymir út við eldgos. Í Skaftáreldum árið 1783 streymdi út í andrúmsloftið um 150 milljón tonn af SO2 eða brennisteinstvíoxíði, ásamt miklu magni af flúórgasi og orsakaði það Móðuharðindin.  Þá féll um 75% af öllum búpening á Íslandi og þjóðinni fækkaði um 24%.  Sauðfé og nautgripir átu gras, sem var mengað af flúórefnum úr gosinu og olli það dauða þeirra.  Gosið og Móðuharðindin  eru mestu náttúruhamfarir, sem Íslendingar hafa orðið fyrir. EKKERT annað land hefur tapað svo stórum hluta  þjóðarinnar.  Einnig verður útblástur af gastegundinni H2S eða brennisteinsvetni við eldgos, en það er eiturgas ef það er fyrir hendi í miklum mæli.  Stöðug virkni gíganna í Holuhrauni dælir nú út miklu magni af brennisteinsgasi í dag. Nú er hægt að fylgjast með útblæstrinum á  vefsíðu NASA hér: http://so2.gsfc.nasa.gov/index.html

Myndin fyrir ofan er frá Aura gervihnettinum, en hún sýnir SO2 eða brennisteins oxíð magn í lofthjúpnum umhverfis Ísland hinn 4. september 2014.  Aura mælir mökkinn einu sinni á degi hverjum.  Magnið er mælt í Dobson units (DU).  Brennisteinsgasið er sennilega mest fyrir neðan veðrahvörf, eða undir 10 km hæð yfir jörðu og rignir því út  þegar gasið gengur í efnasambönd við raka í andrúmsloftinu.  Vonandi fellur það súra regn að mestu yfir hafið, en eitthvað af því getur haft áhrif á landi.  Aura brennisteinnEf það berst hærra, yfir veðrahvörf, þá er það komið upp í heiðhvolf (stratosferuna) og getur haft áhrif á loftslag (kólnun).  En yfirleitt berst brennisteinsgas ekki upp í heiðhvolf nema í kröftugum sprengigosum, sem bera gjóskumökk uppfyrir um 15 km hæð.  NASA hefur mælt heildarmagn af brennisteinsgasi SO2 í mökknum frá útblæstrinum í Holuhrauni með Aura gervihnettinum  og er það sýnt á annari myndinni. Rauða línan sýnir magn brennisteinsgassins í kílótonnum (1 kílótonn = 1 þúsund tonn).  Hinn 5. september var magnið í mekkinum því um 12 þúsund tonn.  Þetta er enn bara upp í nös á ketti, en ef gosið heldur áfram með þessum krafti, mánuðum eða árum saman, þá er brennisteinsgas og móðan mjög mikið umhverfisvandamál fyrir Ísland og nágrannalöndin. 


Úran námugröftur í nágrenni okkar á Grænlandi

IlimaussaqSést Grænland frá Íslandi? Jón Dúason (1947) taldi að svo sé, en sumir stærðfræðingar eru ekki á sama máli. Stysta vegalengdin milli landanna er aðeins um 280 km, frá fjöllunum við mynni Ísafjarðardjúps (Rytur, Deild, Göltur) og til austurstrandar Grænlands.  Nálægasta austurströndin er Blossevilleströnd, fyrir norðan Kangerlussuaq. Þetta er mikið hálendi, en þar fyrir ofan er Gunnbjarnarfjall, sem er hæsta fjall Grænlands, hvorki meira né minna en 3694 m á hæð.  Gnípurnar við Ísafjarðardjúp eru um 500 m á hæð,  svo ef maður tyllir sér á tá þar í björtu veðri, þá má vel vera að sjáist milli landanna yfir Grænlandssund.  Á landnámsöld rak Gunnbjörn af leið vestan Íslands.  Langt í vestri sá hann það sem hann taldi eyjar í fjarska, er hann nefndi Gunnbjarnarsker og telja má að hér hafi hann séð hæstu toppa austurstrandar Grænlands.  Sennilega varð sögnin um Gunnbjarnarsker til þess, að Eiríkur rauði leitaði lands langt vestan Íslands um 982.  Þótt stutt sé á landakortinu milli Íslands of Grænlands, þá virðist Grænland vera alveg hinu megin á hnettinum í huga flestra íslendinga.  Samskifti þjóðanna eru undarlega lítil, þótt grænlendingar séu okkar næstu nágrannar.  Það eru ýmsar ástæður fyrir því að við ættum að fylgjast betur með þessum nágrönnum okkar.  Ein þeirra er fyrirhugaður námugröftur grænlendinga á úran og öðrum geislavirkum efnum í suður Grænlandi.  Í október árið 2013 kom Hammond forsætisráðherra Grænlands í gegnum þingið nýjum lögum, sem veita heimilt að hefja námugröft á geislavirkum efnum, þar á meðal úran.  tugtupite-lujavrite.jpgAðal ástæðan fyrir þessum nýju lögum er þó ekki úran, heldur fylgiefnin, hin svokölluðu “rare earth elements” lanthanum, yttrium, europium, samarum og þrettán önnur), en þau eru ómissandi í rafeindaiðnaðinum. Kínverjar eru mjög ákafir í að grafa þessi efni úr jörðu á Grænlandi.   En ráða grænlendingar við geislavirk efni?  Getur það valdið mengun, sem jafnvel gæti haft áhrif á Íslandi?  Það er námufyrirtæki í Ástralíu, sem rekur á eftir: Greenland Minerals and Energy Limited.  Þeir vilja hefja úran námugröft í Kvanefjeld, en þar fá þeir einnig þóríum, rare earths of flúoríð.  Bergið er fagurt en hættulegt vegna geislavirkni.  Kvanefjeld er um 1200 km frá Íslandi. Þar er stórt berginnskot af sjaldgæfu tegundinni lujavrite, nálægt bænum Narssaq.  Í Kvanefjeld er úran aðallega í kristöllum af tegundinni steenstrupine, sem inniheldur um 0,5% af úran og mikið magn af þóríum.  En  námugröftur á þessu svæði veldur því að mikið magn af radon gasi losnar út í andrúmsloftið.  Radon er geislavirkt gas og hættulegt á stóru svæði umhverfis.  Hollendingurinn Jan Willem Storm van Leeuwen er einn að þeim fáu, sem hafa fjallað að viti um þær hættur, sem stafa af slíkum úran námum á Grænlandi.  Ég hef ekki enn séð minnst einu orði á grænlensku úrannámurnar í íslenskum fjölmiðlum.  Eigum við eftir að vakna upp við vondan draum einn daginn, þegar það er orðið of seint? 


Olíudraumurinn við Grænland fjarlægist meir og meir

Leiv EirikssonSkoska olíufélagið Cairn Energy er fyrsta og eina félagið, sem hefur gert alvarlega olíuleit umhverfis Grænland. Eftir miklar mælingar á hafsbotninum í nokkur ár, þá tóku þeir það afdrifaríka og kostnaðarsama skref að hefja djúpborun árið 2010 og héldu áfram 2011. Við borun notuðu þeir risaborpallinn Leiv Eiriksson, sem sést á myndinni hér.  Kostnaðurinn er mikill, þegar slík stór tæki  eru tekin á leigu.  Áður en varir var kostnaður við borun kominn upp í $1,9 milljarða.  En engin olía fannst í 5 holum, sem boraðar voru í Baffinflóa, vestan Grænlands.  Nú hefur Cairn tilkynnt að þeir séu hættir í bili.  Nú segjast þeir vera of uppteknir annarstaðar í heiminum.  Sumir halda að Cairn, eins og mörg önnur félög með áhuga á Grænlandi, séu að bíða og sjá hvað setur með þróun stjórnmála á Grænlandi.   Stjórnarandstaðan hefur lýst vantrausti á stjórnina og sumir erlendir fjárfestar telja að nú sé ekki gott ástand innanlands fyrir miklar erlendar fjárfestingar.  En hvað sem stjórnmálunum líður, þá er greinilegt að olíuleit við Grænland hefur ekki heppnast. Hugsanlega er Grænlandssvæðið, eins og Drekasvæðið, dottið út úr olíuglugganum, eins og ég hef áður bloggað um hér:

http://vulkan.blog.is/blog/vulkan/entry/1286368/

og einnig hér:

http://vulkan.blog.is/blog/vulkan/entry/1285658/


Þergar kýrnar valda sprengingu

Hlaðan springurSíðastliðin janúar varð dálítið sérstæð sprenging í fjósi í Rasdorf í Þýskalandi. Níutíu kýr fórust, en orsök sprengingarnar var að það kviknaði í metan gasi í fjósinu.  Loftræsting var lítil eða engin og metan sem kýrnar gáfu frá sér í báða enda safnaðist fyrir, þar til einhver rafmagnsneisti kveikti í  og þakið fauk af.    Myndin sýnir fjósið í ljósum logum.  Já, nautgripir gefa frá sér mikið metan gas, bæði þegar þeir ropa og reka við. Það er talið að venjuleg kýr gefi frá sér milli 100 og 500 lítra af metan á dag, eða sambærilegt við magnið af mengun frá einum bíl.  Útlosun á metan gasi er alvarlegt mál, því þessi gas tegund hefur 21 sinnum meiri áhrif á hlýnun heldur en sambærilegt magn af koltvíoxíði.  Öll dýr, sem eta gras (kýr, sauðfé, geitur, úlfaldar ofl.) hafa fjóra maga, þar sem melting fóðurs fer fram.  Það eru bakteríur eða örverur (methanogens) í maganum, sem stuðla að rotnun.  Afleiðing þess er að mikið magn af metan og koltvíoxíð gasi myndast í maganum, sem kýrnar losa sig við úr báðum endum metlingarvegsins.  Þetta er oft nefnt biogas.  Taflan sýnir efnagreiningu þess.  BiogasÞað er heilmikið gas, sem myndast.  Til dæmis í Ástralíu er talið að nautgripir og skyld húsdýr gefi frá sér rúmlega 13% af öllu gasi, sem berst út í andrúmsloftið. Þar við bætist mikið magn af metan gasi, sem myndast í mykjuhaugum.  Þetta er ekkert grín lengur, þegar við höfum í hug að það eru yfir 1,5 milljarður nautgripa á jörðu.  Sennilega gefur kýrin frá sér um 70 til 120 kg af metan á ári.  Það jafngildir loftslagsáhrifum frá 2300 kg af koltvíoxíði á ári.  Það er jafn mikið magn af koltvíoxíði og það sem losnar úr læðingi við að brenna 1000 lítrum af bensíni.  Ef bíllinn eyðir um 8 lítrum á 100 km, þá samsvara það 12500 km á ári.   Það eru ekki til nákvæmar tölur um biogas, en FAO stofnun Sameinuðu Þjóðanna segir að nautgripir og landbúnaður yfirleitt losi um 18% af öllum gróðurhúsagösum á ári.  Málið er orðið svo alvarlegt, að Hvíta Húsið gaf út skipan í júní um að nú beri að draga úr metan útblæstri frá landbúnaði um 25% fyrir árið 2020.


Holurnar í Síberíu

Hola SíberFyrir nokkrum dögum fann þyrla dularfulla holu í auðnum Síberíu, eins og myndin s öllu norðurr enginn tgna myndunar eiri etan gas birgðir tseina. Slhlaup.  að oft gert. , styrki það.ýnir. Nú hafa hreindýrahjarðmenn fundið tvær holur í viðbót á Yamal skaga, sem eru um 15 metra víðar.  Fyrsta holan er um 30 metrar í þvermál og meir en 80 m djúp. Fast við brún holunar er uppkast af leir, ís og jarðvegi.  Veggir hennar eru nær lóðréttir og sléttir.  Sennilega eru þessar holur ekki vegna loftsteina. Slíkar holur eru fremur gígar, grunnir og með miklu jarðefni sem dreifist víða umhverfis.  Starfsmenn rússnesku vísindaakademíunnar telja hins vegar að holan sé vegna losunar  á metan gasi úr sífreranum.  Eða er það metan gas, sem kemur dýpra úr jörðu?  Stóra holan er um 40 km frá Bovanenkovo, en þar er að finna mestu metan gas birgðir rússa djúpt í jörðu.  Ef gasið er úr sífreranum, þá kann það að benda til áhrifa hnattrænnar hlýnunar.  Þegar sífrerinn bráðnar, þá leysist metan gas úr jarðvegi í og undir ísnum og streymir upp á yfirborð. Metan í andrúmslofti hefur verið að aukast ár frá ári. Metan AlaskaFyrra línuritið sýnir  metan í Alaska, og þar kemur vel fram að það hækkar gífurlega í ár.  Seinna línuritið er frá mælingarstöðinni Tiksi í Síberíu.  Ekki eru til nýjustu mælingar þar, en takið eftir mjög háum tölum í fyrra (rauður hringur).  Ef til vill var það vegna myndunar á gasholu, sem enginn tók eftir og er ófundin.  Metan gas hefur um tuttugu sinnum meiri áhrif á hnattræna hlýnun en koltvíoxíð. TiksiMenn hafa óttast að það losni úr sífreranum á öllum norðurslóðum og þá er voðinn vís. 


Steinblómin í Drápuhlíðarfjalli

dendrítÞegar ég var að alast upp í Stykkishólmi gafst mér stundum tækifæri til að sjá stein, sem átti hug minn allan. Þetta var nokkuð stór steinn úr Drápuhlíðarfjalli, sem stillt var upp í stofu þeirra hjóna Sigurðar Ágústssonar og Ingibjargar Helgadóttur í Clausenshúsi.  Yfirborð steinsins var eins og heill blómagarður, þar sem brúnar greinar kvíslast og breiðast út.  Allir sem skoðuðu steininn voru á einu máli um að hér væru steingerðar plöntur.  Að vísu finnast plöntusteingervingar í Drápuhlíðarfjalli, og jafnvel steinrunnin tré, 4 milljón ára gömul.  En steinblómin þeirra Sigurðar og Ingibjargar eru ekki steingervingar, heldur kristallar af mángan oxíði.  dendrítSteinninn er alveg jafn fagur og merkilegur fyrir það, en skreytingin er ekki af lífrænum uppruna.  Steinninn mun hafa fundist þegar gullleitin var gerð í Drápuhlíðarfjalli árið 1939.  Síðan hef ég rekist á nokkra steina af svipaðri gerð í fjallinu, en þó engan jafn stóran og fagran. Hér með fylgja nokkrar myndir af þeim.  Mángan oxíð kristallar með þetta form eru nefndir dendrítar vegna þess að þeir skifta sér sífellt í ýmsar greinar í vexti.  Með því myndar kristallinn einskonar blað, sem líkist helst margskiftu laufblaði af burkna.  dendrítSennilega berst mángan oxíð upp í sprungur í berginu með jarðhita og við vissar aðstæður fellur vökvinn út MnO2 og myndar kristalla af ýmsum tegundum af mangan oxíði, eins og hollandít, romanechit, cryptomelan og todorokít. 


Flug M17: Af hverju Evrópa gerir ekki neitt

Rúsneski björninnNú er talið sannað að farþegaþotan Malaysian flug 17 hafi verið skotin niður með rússneskri eldflaug sem rússneskir aðskilnaðasinnar í Úkraníu sendu á loft.  Lík 193 fórnarlamba eru nú loks komin til Hollands. Reiðin er mikil í Hollandi og Evrópu allri, enda er ekki farið með líkamsleifar af þeirri virðingu sem talin er nauðsynleg í siðuðu þjóðfélagi.  En allt bendir til að Evrópa geri ekkert í málinu annað en nokkrar harðar orðsendingar til Putins.  Ástæðan fyrir aðgerðarleysi er sú, að rússar hafa efnahagslegt tangarhald á Evrópu, jafnvel á Þýskalandi.  Tökum Holland sem dæmi um efnahagstengslin við rússa.  Holland er háð rússum hvað varðar olíu og jarðgas.  Hollenska olíufélagið Shell hefur gert miklar fjárfestingar í gas og olíulindum í Síberíu. Shell er stærsta fyrirtækið í Hollandi og flestir lífeyrissjóðir þar í landi hafa keypt í Shell. Ef Shell tapar, þá lækka eftirlaun allra kennara og iðnaðarmanna í Hollandi.   Tengslin milli Shell og hollenska ríkisins eru mikil og flókin. Shell mun gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir þvinganir eða hömlur á verslun og viðskipti við rússa.

Árið 2012 fluttu hollendingar inn  vörur frá Rússlandi fyrir $27.3 milljarða, mest jarðgas.  Síðan seldu þeir 95% af þessu gasi til annara Evrópuríkja.  Rússland flutti inn $9.7 milljarða það ár af vörum frá Hollandi: mest blóm, matvöru og skrifstofuvörur.  Putin getur að sjáfsögðu lokað á strauminn af þungum vopnum og fjármagni til byltingasinna í Úkraníu.  En Pútin er harður nagli. Hann er afkvæmi KGB, leyniþjónustu Sovíetríkjanna. Evrópa þorir ekki að gera neitt á meðan meginlandið er algjörlega háð Rússlandi hvað varðar olíu og gas.


Olíuleit í Atlantshafi hefst aftur

Seismic surveyÁ föstudag tilkynnti Bandaríkjastjórn að hún mun nú á ný veita leyfi til olíuleitar í Atlantshafi.  Reyndar verður leyfi aðeins veitt til jarðeðlisfræðilegra rannsókna á hafsbotninum, en ekki borunnar fyrst um sinn.  Þessar rannsóknir fela í sér olíuleit, þar sem tíðar sprengingar eru gerðar í hafinu. Við það kastast hljóðbylgjan niður í hafsbotninn  og sendir til baka upplýsingar um gerð og lögun setlaga undir hafsbotninum.  Fysta mynd sýnir slíkar mælingar, sem eru gerðar frá skipshlið.  Höggbylgjurnar gegnumlýsa hafsbotninn og gera sneiðmynd líkt og þeim sem eru gerðar á sjúkrahúsum.  seismic stratigraphyDæmi um slíka sneiðmynd af hafsbotnssetinu er á annari mynd, en með þessari aðferð er hægt að kanna setið niður á nokkra kílómetra dýpi. Slíkar mælingar eru nauðsynlegar til að fara á næsta stig við olíuleit:  borun.  Sprengingar af þessu tagi hafa verið bannaðar í nokkur ár vegna þess að þær eru skaðlegar lífríki í hafinu, einkum hvölum.  Það er fullsannað að spendýr eins og hvalir þola ekki höggið frá sprengingunum, sem gerast á nokkra sekúndna fresti.  Höggbylgjan getur sprengt hljóðhimnu í eyrum spendýra og valdið öðrum meinum.  En Obama hefur brotið hér blað og fer ámóti umhverfisverndarsinnum í Bandaríkjunum með þessari ákvörðun.   Svæðin eru undan austur strönd Bandaríkjanna, í Mexíkóflóa og í hafinu norðan Alaska, eins og myndin sýnir.  Svæði í olíuleitÞað má svo búast við að leyfi til borana á botni Atlantshafsins verði síðan veitt í kringum 2020.  Á þessu svæði er mjög þykk og gömul setmyndun, sem nær alla leið aftur til tímabils fyrir um 180 milljón árum síðan.  Þá byrjaði Norður Ameríka að klofna frá vestur Afríku og Evrópu og Atlantshaf byrjar að myndast. 


SILICOR þýðir meiri mengun á Grundartanga

Silikon tetraklóríðVið lesum í fréttum að amerískt fyrirtæki hyggst reisa verksmiðju á Grundartanga til að framleiða sólarsellur.  Sólarsellur eru að sjálfsögðu ágæt aðferð til að beisla endurnýjanlega orku, en það fylgir mikill böggull skammrifi.  Framleiðsla á sólarsellum og efninu polysilicon er mjög sóðalegt og mengandi verk og fylgir því mikil losun af eiturefninu sílikon tetraklóríð  -  SiCl4.  Það er talið að við framleiðslu af einu tonni af polysílikon verði til úrgangur sem er fjögur tonn af sílikon tetraklóríð.   En það eru fleiri hliðar á þessu máli, sem nauðsynlegt er að athuga náið.  Þar á meðal er saga og ferill fyrirtækisins Silicor.  Það þarf gífurlega raforku til að framleiða sólarsellur.  Kísilsandur  er innfluttur og  bræddur við mjög háan hita, allt að 2000 oC og við það er reynt að losna við mest af súrefninu sem er bundið í sandinn, en eftir er tiltölulega hreint sílikon.  Slíkar versmiðjur eru því reistar þar sem ódýr orka er fyrir hendi – eins og væntanlega á Íslandi.

Síðan er vökvinn sílikon tetraklóríð notað í miklu magni til að gera sílikon enn hreinna.    Framleiðsla á polysílikon er talin svo mengandi að Bandaríkin vilja helst ekki leyfa slíkan iðnað þar í landi og hafa hingað til látið Kínverja um sóðaskapinn heima hjá sér.  Nú er röðin komin að Íslandi.  Silicor vill svína landið okkar út og kaupa hér ódýra orku.   Hvar ætla þeir að loasa sig við allt þetta magn af eiturefninu sílikon tetraklóríð?  Hvað um klór gasið sem berst út í andrúmsloftið?  Er ef til vill búið að afskrifa Hvalfjörð og Akranes, og dæma þetta svæði sem iðnaðarhverfi, þar sem mengun er leyfileg?  Silicor hét áður Calisolar og breytti um nafn til að fela sinn fyrri feril í viðskiptaheiminum vestra.  Calisolar rak um tíma verksmiðju í Toronto, Kanada.  Það fóru ljótar sögur af þeim rekstri, eins og sagt er frá í dagblaðinu Columbus Dispatch.   Fyrirtækið var í Kaliforníu en reyndi svo fyrir sér fyrst í Ohio fylki og síðar í Mississippi og leitaði þar fyrir sér með lán til að reisa verksmiðju.    Þeir urðu að hverfa frá Mississippi vegna þess að fyrirtækið gat ekki einu sinni lagt fram $150,000 sem stofnfé.  Nú er forstjórum Silicor fagnað af fyrirmönnum Faxaflóahafna og þeir í Silicor ræða við Arion banka um lán til að reisa verksmiðju hér.  Hvað viljum við leggjast lágt til að fá iðnað inn í landið?


Mengun í Kína

KínaÞegar ég var lítill snáði og tregur til að borða hafragrautinn, þá var oft sagt við mig:  “Vertu nú duglegur og borðaðu fyrir fátæku börnin í Kína, sem eru að þjást úr hungri.”  Nú er hungursneyð ekki lengur stóra vandamálið í Kína, heldur mengun af ýmsu tagi.   Árið 2005 fór Kína fram úr Bandaríkjunum hvað snertir útblástur af koltvíoxíði, eins og myndin sýnir. Þetta ár er útblástur Kína af þessu mengunarefni orðinn helmingi meiri en í Ameríku.  Kína er mesti mengunarvaldurinn í heiminum, en um einn fjórði af  þeirri mengun er vegna framleiðslu á vörum, sem eru fluttar út frá Kína.  Frá árinu 2000 hefur Kína orsakað útblástur á um 30% af öllu koltvíoxíði í heiminum.  Á meðan Ameríka og Evrópa draga úr útblæstri sem nemur um 60 milljón tonnum á ári, þá hefur útblástur á koltvíoxíði í Kína aukist um 500 milljón tonn.  Með því ógnar mengun frá Kína öllum heiminum.  Áhrif mengunar í Kína eru margvísleg, bæði í lofti og á landi. Víða er það komið svo, að ekki er hægt að drekka vatn úr ánum og sumstaðar má ekki einu sinni SNERTA vatnið, svo mengað er það.  Í fyrra náði mengun í lofti í Beijing nýjum hæðum. Svifryk komst upp í  40 sinnum meira magn en talið er leyfilegt.  Nú var mælirinn fullur og yfirvöld tóku ákvörðun um að berjast gegn menguninni á allan hátt.   En mengunin er allstaðar og einkum í landbúnaði. Það kom í ljós í könnun árið 2006 að um 10% af öllu landbúnaðarlandi í Kína er mengað af hættulegum þungmálmum eins og kadmíum.  Þegar hátt kadmíum fannst í kínverskum hrísgrjónum þá reyndu flestir kínverjar að útvega sér hrísgrjón frá Taílandi. Síðan hafa yfirvöld ekki viljað gefa út upplýsingar um þungmálmamengun af ótta við uppþot meðal neytenda.    En vatnsskortur og mengun vatns kann samt að vera stærsta vandamálið.   Á Beijing svæðinu er búið að dæla svo miklu vatni upp úr jörðu, að vatnsborð í berginu undir hefur fallið um 300 metra.  Gula Áin er líka menguð, og nú er svo komið að ekki má einu sinni nota vatn úr henni til áveitu á akrana.  Eyðimerkur breiðast út, akrar þorna upp og uppskera stendur í stað eða minnkar. En Kínverjar gera nú margt til að reyna að draga úr útblastri og mengun. Vatnsaflsorka er nú komin yfir 15% af heildar orkuframleiðslu,  og mikil áhersla er nú lögð á sólar og vindorku. Stærsta vonin er tengd kjarnorku, og þá einkum þóríum orku, eins og ég hef bloggað um hér áður.  En það eru áratugir þar til nýju þóríum kjarnorkuverin koma inn á orkunetið.   Á meðan halda kínverjar áfram að kafna í mengunarþokunni.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband