Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Ævintýraferð til Indónesíu

SeaSafari8 fyrir slysÉg var allan júlí mánuð í Indónesíu.  Í þeta sinn ferðaðist ég um austur eyjarnar, ásamt 25 áhugamönnum, og konum um jarðfræði og náttúru og menningu eyjanna. Ferðin hófst í Balí, en síðan var siglt í austur átt til Lombok, Satonda, Sumbawa, Komodo, Rinca, Flores og víðar. Fararkostur okkar var 45 metra langur seglbátur, Sea Safari 8, hefðbundinn tveggja mastra kútter,  rammbyggður úr stórum og digrum harðviðarplönkum, sem kom sér vel.  Eina nóttina sigldi hann á bjarg við suður strönd Flores eyjar, en sterkir straumar, undiraldan og vindur á Indlandshafi hafði borið okkur út af leið, og á klettana.Brotið bugspjót  Við höggið brotnaði baugspjótið af, reiðingin skekktist, og allir köstuðust fram úr kojunum. En enginn leki kom á bátinn, og við héldum ótrauðir áfram til næstu eyjar.  Reyndar er Flores eyja mjög sérstök. Þar höfðu portúgalir mikil áhrif lengi vel, og flestir eyjaskeggjar eru kaþólskir og sumir tala jafnvel portúgölsku.  Við komum í eitt af askekktustu þorpum Flores, sem er Bena. Þar er eiginlega einn steinaldarmenning, við rætur eldfjallsins Inerie.  Hér er svokölluð megalithic menning, eða dýrkun þar sem stórir steinar skifta miklu máli. Íbúar hafa flutt risastór björg frá eldfjallinu og inn í þorpið, þar sem þeim er komið fyrir til að mynda altari til fórna og trúariðkana. Þetta eru stórir stuðlar af basalti og andesíti, þaktir skófum og mosagróðri. Steinaldarmenning í Bena þorpi  Á Flores eru að minnsta kosti 15 virk eldfjöll, en í gígum þeirra eru nokkur fögur og litrík stöðuvötn.  Auðvitað komum við víð á Komodo eyjunum og heimsóttum Komodo drekana.  Einnig var dvalið nokkra daga á Balí, til að njóta hins besta sem Indónesía hefur uppá að bjóða.  Er farinn að hugsa til næstu ferðar þarna austur á bóginn, en þarf endilega að finna annan bát,  eða að minnsta kosti betri skipstjóra…


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband