Færsluflokkur: Santóríni

Er Santorini að rumska?

GPS SantoriniEldstöðin Santórini í austur hluta Miðjarðarhafsins er ein sú stærsta sem um getur. Á Bronzöld varð hér stærsta eldgos Evrópu, þegar um 60 rúmkílómetrar af kviku komu upp á yfirborðið í mjög stóru sprengigosi. Ég hef bloggað um það hér: http://vulkan.blog.is/blog/vulkan/entry/957294/   Ekki hefur gosið á Santorini síðan árið 1950, en þá rann hraun á eynni Nea Kameni, sem er önnur eyjan sem er að fylla neðansjávar öskju eldfjallsins. Jaðrskjálftar hafa verið tíðir á svæðinu, en allir fyrir utan öskjuna og því ekki tengdir Santorini.  Í dag bárust mér fyrstu fregnir af nýjum óróa undir Santórini, og er þetta fyrsti órói hér í marga áratugi.  Fylgst hefur verið með Santorini í nokkur ár með GPS mælitækjum. Niðurstöður sýna, að breyting hefur orðið á lögun fjallsins nú fyrstu sex mánuði ársins 2011, eins og fyrsta mynd sýnir.   Jarðskjálftar undir SantoriniAskjan hefur breikkað um 5 cm það sem af er árinu 2011.  Allar GPS stöðvar hafa færst út frá miðju eldfjallsins og brúnir öskjunnar hafa risið um 5 cm.  Það eru vísindamenn við Þessaloniki og Patras háskóla í Grikklandi sem gera þessar mælingar, ásamt hóp áhugamanna sem rekur stofnunina Institute for the Study and Monitoring of the Santorini Volcano (ISMOSAV). Önnur mynd sýnir dreifingu jarðskjálfta undir öskjunni þeta árið. Þeir mynda þyrpingu af sjálftum undir miðju eldfjallinu, þar sem við teljum að gígurinn sem gaus á Bronzöldhafi verið staðsettur.  Santorini er einn vinsælasti ferðamannastaður Grikklands og landið hefur miklar tekjur af þeim straum af erlendum gjaldeyri. Enginn hefur enn spáð eldgosi, en nú er líklegt að yfirvöld fari að athuga hvort ekki sé rétt að setja hættuástand á eldeyjarnar tvær, sem eru í miðri öskjunni. Ég tel sennilegast að gos verði á eynni Nea Kameni, svipað og gosið árið 1950, en þá var lítill gjallgígur virkur, og þáðan rann lítið hraun. 

 


Hvað er ég að gera á eynni Santóríni?

Thera caldearÞessa vikuna, í lok september mánaðar 2009 er ég staddur á einum fegursta stað jarðar, til að taka upp sjónvarpsefni með BBC TV, fyrir heimildakvikmynd um þjóðsögnina um týnda landið Atlantis og um sprengigosið á Santóríni á Bronzöld.  Hér til vinstri er mynd frá Santóríni, sem sýnir hamravegginn sem umlykur eldfjallsöskjuna.    Hvað eiga þjóðsögnin og sprengigosið nú sameiginlegt?Eitt þekktasta eldgos mannkynssögunnar varð á Bronzöld, um 1627 árum fyrir Krist, þegar eyjan Santóríni eða Þera gaus í miklu sprengigosi í Eyjahafi, fyrir sunnan Grikkland. Þá var ríkjandi mjög blómleg og sérstök menning á Krít og í Eyjahafi sem er kennd við Mínóana. Í fornum þjóðsögum Grikkja er talað um Mínos, konung á Krít og hirð hans. Þegar Arthur Evans uppgötvaði höllina Knossos á Krít um aldamótin 1900, þá benti hann á samræmi milli fornminjanna þar og þjóðsagnarinnar um Mínos og hefur Bronzaldarmenningin á Krít og í Eyjahafi síðan verið kennd við Mínos konung. Mínóska menningin er einstök, listræn með afbrigðum, rík og Mínóar voru frábærir sjómenn sem ráku verzlun og siglingar um allan eystri hluta Miðjarðarhafsins. Á seinni hluta Bronzaldar varð skyndilega mikil hnignun á mínósku menningunni og hún leið undir lok. Þá tók við menning á meginlandi Grikklands sem kennd er við Miceneum, og síðar kemur hin klassíska forn-gríska menning um 500 fyrir Krist. En hvað veldur hini hröðu hnignun mínósku menningarinnar? Var það vegna náttúruhamfara? Var það eitthvað líkt því og lýst er í þjóðsögninni um hið horfna land Atlantis? Á fjórðu öld fyrir Krist skráir gríski heimspekingurinn Plató fyrst þjóðsögnina um eynna eða landið Atlantis sem hvarf í hafið, en hann byggir söguna á frásögn Sólons frá um 600 fyrir Krist. Sólon hefur hins vegar sögnina eftir egypskum prestum. Plató var stofnandi hinnar frægu Akademíu í Aþenu, en þar var sjálfur Aristóteles einn af nemendum hans. Saga Platós er í stórum dráttum þannig, rituð um 360 fyrir Krist: “Á eynni Atlantis var stórt og voldugt ríki sem réði yfir allri eynni og mörgum öðrum eyjum, og einnig hluta meginlandsins. En þá urðu miklir jarðskjálftar og flóð og á einum skelfilegum degi og nóttu hvarf eyjan Atlantis í hafið.”Margir fræðimenn hafa stungið upp á að þjóðsögnin um horfnu eynna Atlantis hafi orðið til vegna sprengigossins mikla á Santóríni á Bronzöld. Ég er á þeirri skoðun, að það sé eitthvað sannleikskorn á bak við flestar þjóðsagnir, eins og stórkostlegur náttúrufyrirburður sem hefur verið endursagður um alda raðir og breytist og margfaldast með tímanum. Það er því alls ekki fráleit að athuga nánar hvort gosið og þjóðsögnin séu skyld fyrirbæri. Í ritum sínum Timaeus og í Critias lýsir Plató hinu týnda Atlantis sem hringlaga eyju, og er stórt hringlaga lón eða flói í miðri eynni. Sund tengja innri flóann við hafið. Landafræði Atlantis er þá reyndar mjög lík landafræði Santóríni fyrir gosið mikla á Bronzöld. Það er einnig margt í lýsingu Platós á menningu íbúa Atlantis, sem minnir á mínósku menninguna á Krít. Santorini1866Myndin til hægri sýnir eynna Santóríni um 1866, og kemur vel fram hringlaga askjan, og virka eldfjallið í miðri öskjunni. Ég kom fyrst til Santóríni í september 1975. Þá var ég á hafrannsóknaskipinu Trident, og verkefni okkar var að kortleggja gjóskufall frá Santóríni á hafsbotni, allt frá eynni og til stranda Tyrklands og Egyptalands. Á þeim tíma var tæknin til að kanna hafsbotninn frekar frumstæð. Við sýndum samt framá að gjóskufall frá gosinu var mjög útbreitt um allan eystri hluta Miðjarðarhafs, en okkur tókst ekki að ná sýnum að hafsbotinum umhverfis eynna sjálfa. Ein höfuð niðurstaða rannsókna okkar árið 1976 var sú, að gosið hefði um 39 rúmkílómetrum af efni frá Santóríni, og var þá gosið á Bronzöld orðið með allra stærstu gosum mannkynssögunnar, en ekki þó það stærsta (það er Tambóra gosið í Indónesíu árið 1815). Ég vissi að mikill meiri hluti af efni som kom upp í gosinu væri á hafsbotni (sennilega um 90%), og að þetta efni væri aðallega vikur og aska sem hafði borist út í og yfir hafið í gjóskuflóðum. Næstu þrjátíu árin gerði ég ítrekaðar tilraunir til að koKortma af stað leiðangri þar sem hafsbotninn umhverfis Santóríni væri rannsakaður með nýjustu tækni, einkum með fjarstýrðum og ómönnuðum kafbát. Loks varð sá draumur að raunveruleika vorið 2006, en þá stýrði ég tveimur hafrannsóknaleiðangrum í Eyjahafi. Hinn fyrri var á gríska skipinu Aegaeo, og þá mældum við þykkt og útbreiðslu setlaga umhverfis Santóríni. Strax á eftir stýrði ég leiðangri á bandaríska skipinu Endeavor, en þar höfðum við um borð einn allra besta fjarstýrða kafbát sem til er, og ber hann nafnið Hercules. Allt um leiðangrana tvo til Santóríni og niðurstöður þeirra má lesa á vefsíðu okkar: http://www.uri.edu/endeavor/thera/ Kortið til vinstri sýnir útbreiðslu gjóskulagsins frá gosinu á Bronzöld, en jafnþykktarlínur á laginu eru í metrum.  Við sýndum fram á að það er um 20 til 30 metra þykkt lag af gjóskuflóðsefni á hafsbotni allt í kringum eynna og nær lagið að minnsta kosti 30 km í allar áttir frá Santóríni. Þessar nýju niðurstöður gerðu kleift að setja fram miklu nákvæmari mynd af stærð gossins á Bronzöld, og getum við nú sagt með vissu að það hefur verið um 60 rúmkílómetrar, eða næstum tvöfalt stærra en við áætluðum áður. Þar með urðu líkurnar miklu meiri á að gosið hefði haft afgerandi áhrif á mannlíf í öllu Eyjahafi, og þar á meðal má telja víst að gosið hefði myndað tsunami eða flóðbylgju þegar svo mikið magn af gjósku streymir út í hafið. Sama sumar fundust jarðmyndanir á norður og austur strönd eyjarinnar Krítar, sem eru flHesiodóðbylgjuset og frá Bronzöld. Tengslin milli þjóðsagnarinnar um Atlantis og gossins mikla á Bronzöld verða einnig miklu traustari nú. En það eru hugsanlega önnur tengsl milli eldgossins og forn-grískra sagna. Um 700 fyrir Krist orti Hesiod, einn allra fyrsti af skáldum grikkja, kvæðið Theogónia, sem fjallar að miklu leiti um hina flóknu ættfræði guðanna. Í kvæðinu kemur fram stórkostleg lýsing á orustu guðanna við risana á Olympus fjalli, en þar munaði mjóu að hin illu öfl risarnir sigruðu, sem hefði orðið endir heimsins eins og við þekkjum hann í dag.  Salvatore Rosa gerði merka mynd af orustunni, sem er sýnd hér fyrir neðan.     Robert Graves var sá fyrsti sem benti á að í lýsingunni á orustunni miklu í Theógóníu koma fram þættir sem minna mikið á stórkostlegt eldgos úti í hafi. Til dæmis er rætt um að jörðin öll brenni og að hafið sjóði af hita, og að stór björg fljúgi um loftið, að miklar sprengingar heyrist og svo framvegis. Hesiod var ættaður frá eyjunum skammt fyrir austan Santóríni og er ekki fráleitt að forfeður hans hafi varðveitt sagnir af gosinu mikla. Það er rétt að benda á, að enginn sem var innan um 50 km fjarlægð frá Santóríni hefði komist af í gosinu. Þeir sem voru utan hættusvæðisins og sáu gosið hafa vafalítið skort einfalda skýringu á þessu einstaka náttúrufyrirbæri og strax leitað yfirnáttúrulegra skýringa. Hver skýring var betri en sú, að hér væru guðirnir Evaog risarnir að berjast?Jæja, við erum nú búnir að taka upp sjónvarpsefnið fyrir BBC og kominn tími til að yfirgefa Santóríni aftur. Ég mun fara með trega frá gömlum vinum mínum og frábærum gestgjöfum í litla þorpinu Akrótíri, sem reka gistihúsið Carlos Pansion, einkum ekkjunni Evu (sjá mynd hennar hér til vinstri) og börnum hennar Arsenio, Maríu og Raphael. 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband