Bloggfærslur mánaðarins, júní 2012

Forfeður fuglanna

120530212105-large.jpgÞað er langt síðan vísindamenn stungu upp á því að fuglar væru afkomendur risaeðla eða dínosaura. Hver hefði trúað því, að þessir litlu sætu hnoðrar af fiðri væru afkomendur dínósauranna? Þessi hugmynd styrktist mikið þegar steingervar leifar af fiðruðum eðlum fundust í jarðlögum frá Júra tímabili, sem eru um 140 milljón ára gömul. Nú er ný kenning komin fram, þar sem stuðst er við samanburð á laginu á hauskúpum fugla og steingervingum af mjög ungum eðlum eða dínósaurum. Formið er sláandi líkt. Fuglshöfuðið er sambærilegt við hausinn á mjög ungri forneðlu í laginu í mörgum smáatriðum. Fyrsta myndin sýnir hauskúpur af fóstri af alligator krókódíl (efst), hauskúpu af frumstæðri og ungri dínósaur eðlu (Coelophysis, miðja) og hauskúpu af einum fyrsta fuglinum neðst (Archaeopteryx).  FálkinnSvo bæti ég við til samanburðar mynd sem ég tók af hauskúpu af fálka, sem ég fann í Helgafellssveit nýlega. Þeir eiga það sameiginlegt sem fóstur eða sem ungviði að hafa risastórar augnatóftir og einnig er sá hluti heilans sem sér um sjón hlutfallslega mjög stór, ef dæma má út frá hauskúpulaginu. Þessi einkeni eru sterk í fóstrum og ungviði risaeðla og krókódíla, en hverfur með aldrinum. Í fuglum haldast einkennin hins vegar allt lífið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband