Bloggfærslur mánaðarins, september 2020
Setbergseldstöðin
21.9.2020 | 00:29
Tíminn líður tíminn flýgur. Fyrir 54 árum birti ég þetta jarðfræðikort af Setbergs eldstöðinni á Snæfellsnesi. Það var margt sem dró mig í áttina að Eyrarsveit og Snæfellsnesi á sínum tíma. Einu sinni var ég, sjö ára gamall strákur frá Stykkishólmi, í sveit að Kolgröfum í Eyrarsveit. Þar var þá búskapur með fornu sniði. Til dæmis stundaði bóndinn fráfærur á lömbum og ám. En aðal aðdráttarafl að þessari fallegu sveit var sú skoðun mín að hér í Eyrarsveit væri að finna rætur af mikilli fornri eldstöð, líkt þeim sem breski jarðfræðingurinn George P.L. Walker og nemendur hans höfðu rannsakað á Austurlandi. Á þesum tíma stundaði ég jarðfræðinám í Queens University í Belfast í Norður Írlandi, en á sumrum vann ég sem aðstoðarmaður Þorleifs Einarssonar jarðfræðings við Atvinnudeild Háskóla Íslands. Þorleifur hvatti mig til að rannsaka Setbergseldstöðina á ýmsan máta. Til dæmis lánaði hann mér reiðhjól sitt til að ferðast um sveitina. Verkefnið var flókið, enda mikill fjöldi bergtegunda og löng jarðsaga sem felst í þessu merkilega svæði. Loks lauk ég við verkið og setti fram í BSc ritgerð minni á Írlandi árið 1965, sem Vísindafélag Íslands birti síðan árið 1966. Síðar var Setbergseldstöðin uppistaðan í doktorsritgerð minni. Doktorsritgerðina frá Durham Háskóla árið 1970 er hægt að nálgast hér:
http://etheses.dur.ac.uk/9338/1/9338_6269.PDF?UkUDh:CyT=
Við vitum heilmikið um stórar megineldstöðvar á Íslandi vegna rannsókna á virkum eldstöðvum eins og Heklu, Öræfajökli, Öskju ofl. En fornar og útdauðar megineldstöðvar eins og Setberg gefa okkur aðra mynd, vegna þess að yfirborðsmyndanir hafa verið rofnar á brott af jöklum, og innri gerð eldstövarinnar kemur þá í ljós. Þannig kom í ljós, að undir Setbergseldstöðinni er mikill fjöldi af skálaga, hallandi innskotslögum, sem ég nefndi keilugana eða cone sheets. Þeir eru bæði úr basalti og líparíti. Keilugangarnir raða sér í hring umhverfis eldstöðina, eins og kortið sýnir, og eru megin þáttur í eldvirkni hér á sínum tíma.
Jóhann Helgason, jarðfræðingur hjá Landmælingum Íslands hefur nú teiknað jarðfræðikortið af Setbergseldstöðinni upp á nýtt og við birtum það hér með.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 00:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)


stjornuskodun
loftslag
omarbjarki
emilhannes
agbjarn
postdoc
nimbus
hoskibui
turdus
apalsson
svatli
greindur
askja
juliusvalsson
redlion
kamasutra
vey
blossom
aslaugas
agny
annaeinars
hekla
brandurj
gisgis
einarorneinars
fornleifur
gessi
helgigunnars
himmalingur
kolgrimur
keli
brenninetla
jokapje
thjodarskutan
photo
kollakvaran
hringurinn
kristjan9
maggadora
marinomm
nhelgason
hross
duddi9
sigurfang
summi
villagunn











