Bloggfærslur mánaðarins, september 2015
Bernie Sanders stefnir á toppinn
14.9.2015 | 08:04
Það ótrúlega er að gerast: sósíalistinn Bernie Sanders, senator frá Vermont, er að fara á toppinn í forkosningum til forsetaframboðs Demókrata í Bandaríkjunum. Fyrra línuritið sýnir fylgi hans í New Hampshire, þar sem Bernie ríkur upp fyrir Hillary Clinton og er með meir en 10% meira fylgi. Hitt línuritið sýnir að fylgi hans í Iowa er einnig mjög sterkt. Bernie er því alls ekki einhver jaðarsmaður, heldur fullgildur kandídat til forsetaframboðs. Því miður vildi Elizabeth Warren ekki fara í framboð, en Bernie er ekki síður ágætur fulltrúi þeirra, sem vilja sjá stórtækar breytingar á stefnu Bandaríkjanna í efnahafs og utanríkismálum. Það er enn von um miklar jákvæðar breytingar í stjórnmálum Bandaríkjanna.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 08:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Molander málar Heklugos
1.9.2015 | 12:05
Nýjasta listaverk Eldfjallasafns í Stykkishólmi er eftir Norðmanninn Thorvald Antonius Molander (1903-1975). Þetta olíumálverk er sennilega af Heklugosinu árið 1947. Thorvald Molander (1903 - 1975) var fæddur í Svíþjóð, faðir sænskur, móðirin finnsk. Þau fluttust til Norður-Noregs og gerðust norskir ríkisborgarar. Hann var að sögn á margan hátt áhugaverð persóna, mikið snyrtimenni og listrænn, spilaði á fiðlu. Hann ferðaðist á sumrin víðs vegar um landið, kynntist fólki og málaði vatnslitamyndir eða skissur, sem hann lauk síðan við á veturna. Ekkert yfirlit er til um þau verk. Árið 1952 sagði hann skilið við Ísland og fluttist til Noregs. Listasafn Reykjavíkur á mynd eftir hann af Snæfellsjökli. Molander deyr í Troms í Norður-Noregi árið 1975.
Vísindi og fræði | Breytt 2.9.2015 kl. 08:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)