Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2015

Brot úr týndu flugvélinni?

bjarnarhafnarfjall.jpgÉg hef áður fjallað um bresku flugvélina, sem brotnaði og sprakk í Svartahnúk fyrir ofan Kolgrafarfjörð, sjá hér:     http://vulkan.blog.is/blog/vulkan/entry/1259456/

Þessi Vickers Wellington tveggja hreyfla sprengjuflugvél fórst hér hinn 28. nóvember árið 1941 með allri áhöfn. Nýlega rakst ég á brot úr flugvél í þröngu gili Fagradals í Bjarnarhafnarfjalli. Þetta eru nokkrar plötur af ál, upprunalega flatar en nú nokkuð beyglaðar, með götum fyrir hnoð, eins og flugvélar eru samsettar (sjá mynd). Þetta brak er í gilinu beint undir tindinum Kothraunskistu í suðvestan verðu Bjarnarhafnarfjalli. Ekki er mér kunnugt um að flugvél hafi farist hér, en helst dettur mér í hug, að Vickers vélin árið 1941 hafi fyrst rekist á Kothraunskistu og misst ef til vill part af væng, en síðan borist áfram stjórnlaus til suðvesturs, um 12 km leið, þar sem hún brotnaði að lokum. Kortið sýnir hugsanlegan feril þessar miklu helreiðar. Vélin hafði sveimað um nokkurn tíma yfir Helgafellssveit í afleitu veðri og engu skygni og er talið að flugstjórinn hafi haldið sig vera yfir Reykjanesi en ekki Snæfellsnesi þegar slysið varð.fluglei.jpg

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband