Bloggfærslur mánaðarins, október 2017
Agung bætir í
1.10.2017 | 11:41
Fjórir hindú prestar frá Balí klifu Agung eldfjall í gær í leyfisleysi og tóku þessa mynd. Við þeim blasti heldur ógnvekjandi sjón þegar litið var niður í gíginn: mörg hvæsandi gufuaugu, þar sem brennisteinsgas streymdi út af miklum krafti. Prestarnir færðu fjallinu fórnir (sennilega kastað kjúklingum og ávöxtum niður í gíginn) áður en þeir snéru við. Sennilega er þetta síðasta ferðin á fjallið fyrir gos, sem virðist vera alveg á næstunni. Agung er miðja alheimsins í fornri trú íbúa á Balí.
Þessi mikli vöxtur á gasútstreymi bendir til að miklar breytingar séu að gerast. Tæknilega séð, þá er gos ekki hafið í Agung, en gos er talið hafið þegar kvika í einhverju formi kemur upp á yfirborðið. Það getur verið í ýmsu formi: sem aska, vikur, gjall eða hraun. Það sem nú er að gerast er að kvika rís undir fjallinu og myndar innskot í jarðlögum undir toppnum. Þetta leiðir til þess að jarðvatn í berglögunum hitnar snöggt og er byrjað að sjóða. Það myndar gufuna sem sést í hvæsandi gufugötum inni í gígnum. Auk gufunnar ferst einnig mikið magn af brennisteini upp á yfirborðið. Kvikan er á leiðinni, en hún er mjög seig eins og deig og tekur tíma að koma sér upp í gíginn.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)


stjornuskodun
loftslag
omarbjarki
emilhannes
agbjarn
postdoc
nimbus
hoskibui
turdus
apalsson
svatli
greindur
askja
juliusvalsson
redlion
kamasutra
vey
blossom
aslaugas
agny
annaeinars
hekla
brandurj
gisgis
einarorneinars
fornleifur
gessi
helgigunnars
himmalingur
kolgrimur
keli
brenninetla
jokapje
thjodarskutan
photo
kollakvaran
hringurinn
kristjan9
maggadora
marinomm
nhelgason
hross
duddi9
sigurfang
summi
villagunn










