Bloggfærslur mánaðarins, maí 2024

Storknun kvikugangsins er að draga úr kvikurennsli.

Það er ljóst að það er kvikugangur undir Sundhnúksgígaröðinni, en kvikugangur er einfaldlega sprunga sem er full af um 1150 til 1200 stiga heitri basalt kviku.  Hvernig líta slíkir gangar út?  Í Tertíeru blágrýtismynduninni á Íslandi finnst mikill fjöldi basalt ganga af þessu tagi. Hér á myndinni er einn slíkur,  en hann sker forn hraunlög á norðanverðu Snæfellsnesi. Takið eftir að gangurinn er margfaldur. Vinstra megin má sjá amk. sex lóðrétt lög.  Þessi lóðrétta lagskifting verður til vegna þess að þegar heit kvika streymir upp sprunguna, þá kólnar kvikan við snertingu við kalt bergið umhverfis, og þá myndast lóðrétt 5 til 10 cm þykk skán af storknu basalti yst á ganginum. Þegar næsta gos verður myndast önnur skán innar, og svo koll af kolli.  Í Sundhnúksgígaröðinni hafa orðið sex gos síðan í nóvember 2023, og gangurinn sem liggur þar undir er eflaust með slíkar skánir eins og myndin sýnir.  Við þetta þrengist gangurinn smátt og smátt og þar með dregur óhjákvæmilega úr rennsli upp á yfirborðið.  Það er einmitt það sem við sjáum í gögnum Veðurstofunnar. Í fImage 5-24-24 at 3.53 PMyrsta kvikuhlaupi í nóvember 2023 var rennsli um 750 þúsund rúmmetrar á dag, en síðan hefur dregið stöðugt úr því, niður í 250 þúsund rúmmetra á dag í síðasta kvikuhlaupi. Í maí 2024.  Kólnun og storknun kviku á jöðrum gangsins er stöðugt að þrengja aðfærsluæðina og mun að lokum stöðva virknina undir Sundhnúksgígaröðinni. Út frá slíkum gögnum höfum við Grímur Björnsson því spáð goslokum í byrjun júlí í ár.  Nú, Almannavarnir gefa lítið fyrir slíkar spár og kalla framtak okkar ´´tölfræðileik´´ (Mbl. 18. mars, 2024).  Aðrir kynnu að kalla slíka starfsemi vísindi.  Það er leitt og reyndar töluvert áhyggjuefni að Almannavarnir hafi slík neikvæð viðhorf gagnvart vísindunum.  

Það veltur því allt á því hvað kvikan í ganginum kólnar hratt og storknar. Ég hef áður fjallað um það  hér 

https://vulkan.blog.is/blog/vulkan/entry/2296515/.  Þar sýndi ég fram á að kólnunin er aðallega háð þykkt gangsins, sem er því miður óþekkt stærð í Sundhnúk. En líkön sýna að gangur sem er um meter á þykkt kólnar á nokkrum klukkustundum.  Gangur sem er um 10 metrar á þykkt tekur vikur að kólna.  Um leið og ný kvika streymir upp í miðjan ganginn þá stöðvast frekari storknun, en storknuð rönd hefur myndast á jaðrinum. Þannig þrengist kvikugangurinn stöðugt og hindrar að lokum allt kvikuflæði í Sundhnúksgígaröðinni.  En hvað tekur við næst og hvar á Reykjanesi er auðvitað algjör óvissa.  

 

 


Frekari skýring á kvikurennsli og spá um goslok. 

 Ég tek fram að færsla mín á blogginu í gær og það sem fer hér á eftir er eingöngu mín skoðun og óháð skoðunum Gríms Björnssonar. Hér er skýring á viðbot um gögn varðandi kvikuinnstreymi hinn 15. apríl 2024.  Hinn 18. April 2024 birti Veðurstofa Íslands eftirfarandi.   https://www.vedur.is/um-vi/frettir/jardhraeringar-grindavik

´´Meðalhraunflæði frá gígnum yfir tímabilið 8. til 15. apríl var metið 3,2 ± 0,2 m3/s. Það er lítil breyting m.v. meðalhraunflæði tímabilið frá 3. til 8. apríl sem var metið 3,6 ± 0,7 m3/s. Landris í Svartsengi heldur áfram á stöðugum hraða. Þetta bendir til að u.þ.b. helmingur af kvikunni sem er að koma af dýpi sé að safnast fyrir í kvikuhólfinu en hinn helmingur er að flæða upp á yfirborð i Sundhnúksgígaröðinni.´´(leturbreyting mín). Einnig er þetta sett fram hér https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/04/18/kvikan_virdist_nu_skiptast_til_helminga/

Meðalhraunflæði frá gígnum er þá 3,2 m3/s, sem samsvarar 2.9 m3/s af kviku, ef poruhlutfall er 0,9. Það samsvarar kvikurennsli um 251 þús m3/s.  Þetta er sú tala sem nú er bætt við línuritið hér fyrir ofan um spá um goslok. 


Endurnýjuð spá um goslok í Sundhnúksgígaröðinni.

Enn mallar hraunkvika í einum gíg í Sundhnúksgígaröðinni og hraun mjakast hægt til suðurs. Hinn 14. mars 2024 birtum við Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur grein hér sem bar titilinn Einföld spá um lok umbrota í Grindavík. Sjá hér https://vulkan.blog.is/blog/vulkan/entry/2300308/.  Við höfðum tekið eftir því að í gögnum sem eru birt af Veðurstofu Íslands felast upplýsingar um breytingar á kvikuflæði frá eldstöðinni, sem er kennd við Sundhnúksgígaröðina. Þessi gögn sýna að kvikuflæði hefur stöðugt minnkað (fyrsta myndin) og bendir sú þróun á að kvikuflæði verði lokið í þessari eldstöðImage 4-30-24 at 7.08 PM seinni part sumars 2024, eða nánar tiltekið um 5. júlí.    Þessi viðleitni okkar að beita áreiðanlegum gögnum um kvikuflæði til að spá um goslok vakti ýmsa umræðu sem var yfirleitt jákvæð, að undanskildum viðbrögðum fulltrúa Almannavarna, sem lýsti framlagi okkar sem ´´tölfræðileik´´ (Mbl. 18. mars, 2024).  Þessi ummæli benda til þess að Almannavarnir skilji því miður ekki frumgögnin, sem er reyndar töluvert áhyggjuefni.    Nú hefur Veðurstofa Íslands birt nýjar tölur um hraunflæði frá Sundhnúksgígaröðinni, þær fyrstu síðan hinn 11. mars 2024.   Myndin frá VÍ sem hér fylgir sýnir kvikuflæði fyrir þessi sjö tilfelli sem hafa gerst til þessa og flest leitt til eldgosa (fyrsta myndin).   Okkur varð strax ljóst að það er kerfisbundin breyting á kvikurennsli í þessum sjö tilfellum, þannig að það dregur stöðugt úr kvikurennsli.  Þess vegna sýnum við gögnin í línuriti af kvikurennsli á móti tíma (önnur myndin).  Þar mynda þessi sjö tilfelli feImage 4-30-24 at 7.11 PMrli sem stefnir niður á lárétta ásinn og gefa okkur þá grundvöll til að setja fram spá um goslok í byrjun júlí 2024.   Nýjustu gögn styðja því við fyrri spá okkar um framtíð og lok virkni í Sundhnúksgígaröðinni.   

Töluverð umræða hefur verið í gangi varðandi ástand og framvindu mála í þessu gosi og sýnist sitt hvorum um framhaldið.  Það er tiltækast að bera þessa virkni saman við Kröfluelda, sem er svipað sprungugos og virkni þess mjög vel skráð.  Eitt athyglisvert varðandi Kröflu er að þegar hún hætti að gjósa var staða landriss há og hélt áfram að rísa um tíma. Það er því ekki ólíklegt að Sundhnúksgígaröðin hagi sér eins. Þriðja myndin sýnir hreyfingu á GPS stöðinni HS02 í Svartsengi þessa viku. Það er ljóst að hér er enn landris í gangi. En það er hugsanlegt að, eins og í Kröflu, haldi landris áfram að vissu marki eftir gos, á þess að nýtt gos brjótist fram. Image 5-4-24 at 12.45 PM  

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband