Frekari skýring á kvikurennsli og spá um goslok. 

 Ég tek fram að færsla mín á blogginu í gær og það sem fer hér á eftir er eingöngu mín skoðun og óháð skoðunum Gríms Björnssonar. Hér er skýring á viðbot um gögn varðandi kvikuinnstreymi hinn 15. apríl 2024.  Hinn 18. April 2024 birti Veðurstofa Íslands eftirfarandi.   https://www.vedur.is/um-vi/frettir/jardhraeringar-grindavik

´´Meðalhraunflæði frá gígnum yfir tímabilið 8. til 15. apríl var metið 3,2 ± 0,2 m3/s. Það er lítil breyting m.v. meðalhraunflæði tímabilið frá 3. til 8. apríl sem var metið 3,6 ± 0,7 m3/s. Landris í Svartsengi heldur áfram á stöðugum hraða. Þetta bendir til að u.þ.b. helmingur af kvikunni sem er að koma af dýpi sé að safnast fyrir í kvikuhólfinu en hinn helmingur er að flæða upp á yfirborð i Sundhnúksgígaröðinni.´´(leturbreyting mín). Einnig er þetta sett fram hér https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/04/18/kvikan_virdist_nu_skiptast_til_helminga/

Meðalhraunflæði frá gígnum er þá 3,2 m3/s, sem samsvarar 2.9 m3/s af kviku, ef poruhlutfall er 0,9. Það samsvarar kvikurennsli um 251 þús m3/s.  Þetta er sú tala sem nú er bætt við línuritið hér fyrir ofan um spá um goslok. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband