Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2018

Hafísinn í á Norðurslóðum dregst enn saman  

 

Það er yfirleitt um miðjan mars mánuð ár hvert, að hafísinn umhvefis Norður Pólinn nær sínu hámarki. Svo var einnig í ár, en þá kom í ljós að magn af hafís í norðri (14.5 milljón ferkm.) hefur aðeins einu sinni mælst minna en í ár. Það var árið 2017, en mælingar hófust árið 1979. Það er einnig athyglisvert að fjögur minnstu hafísárin eru einmitt síðastliðin fjögur ár, eins og myndin sýnir. Svo virðist sem ekkert lát sé á hlýnun í norðri. Þetta er því ekki eitthvað augnabliksfyrirbæri, heldur langvarnadi hlýnun.

Figure2_Það er sömu sögu að segja af hafís umhverfis Suðurskautslandið. Þar var lágmarkið í útbreiðslu hafíss í lok febrúar, og var þá 2.2 milljón ferkm. sem er einnig næst lægsta magn af hafís í suðri sem mælst hefur. Minnst var það árið 2017.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband