Fćrsluflokkur: Eldfjallalist

Ný bók um Snćfellsjökul

Í dag kom út bók mín um Snćfellsjökul. Bókin er gefin út af Vulkan ehf og Eldfjallasafni í Stykkishólmi. Um dreifingu bókarinanr sér Árni Ţór Kristjánsson, Reykjavík, arsig@simnet.is  eđa í síma 862 8551 eđa 581 3226. Hér er fjallađ um allar hliđar Jökulsins, jarđsögu, listasögu og mannkynssögu ţessa merka eldfjalls og svćđisins umhverfis.

kapa_lokagerd copy


Beerenberg og hvalfangarar

whaling.jpgVinur minn hér í Newport rekur gallerí međ gömlum listaverkum víđsvegar ađ úr heiminum. Ţar á međal var ţetta málverk eftir Hollendinginn Bonaventura Peeters (1614-1652). Ţađ eru hvalveiđimenn ađ verki undan ströndum Jan Mayen, en Beerenberg eldfjall gýs ákaft uppi á landi. Myndin er frá um 1640. Hann seldi myndina nýlega til Hvalasafnsins í New Bedford í Massacussets.  Verkiđ minnir okkur á, ađ Hollendingar sigldu reglulega á norđurslóđir til hvalveiđa og versluđu einnig töluvert viđ Grćnlendinga, löngu áđur en Hans Egede sigldi til Grćnlands áriđ 1721. Ţađ er ţví ekki útilokađ ađ Hollendingar hafi rekist á síđustu Íslendingana á Grćnlandi, áđur en ţeir dóu út í kringum áriđ 1450. En Hollendingar voru á norđurslóđum ađallega til ađ veiđa norđurhvalinn. Hann er sléttbakur eđa grćnlandssléttbakur, sem heldur sig viđ ísröndina og var hér í miklu magni á sautjándu öldinni. Sléttbakurinn er mjög hćgfara og ţví auđvelt ađ skutla hann. Um 200 Hollendingar voru í vinnu hér í hvalstöđinni á Jan Mayen á sautjándu öldinni. Veiđar Hollendinga lögđust af um 1640, en ţá var ţessi hvaltegund nćr útdauđ í norđurhöfum. Hollendingar reistu einnig hvalstöđvar á ţessum tíma á Íslandi á Ströndum, á Kóngsey, Strákatanga og Strákey. Nafniđ Jan Mayen er hollenskt og var gefiđ eynni áriđ 1620, eftir hollenskum skipstjóra. Nafniđ Beerenberg er einnig hollenskt, og ţýđir björnsfjall, eftir hvítabirninum. Ţađ er virkt eldfjall stađsett á Miđ-Atlantshafshryggnum, sem gaus síđast áriđ 1985.


Leiđsögn um Eldfjallasafn - Enska útgáfan


Molander málar Heklugos

Molander HeklaNýjasta listaverk Eldfjallasafns í Stykkishólmi er eftir Norđmanninn Thorvald Antonius Molander (1903-1975). Ţetta olíumálverk er sennilega af Heklugosinu áriđ 1947. Thorvald Molander (1903 - 1975)  var fćddur í Svíţjóđ, fađir sćnskur, móđirin finnsk. Ţau fluttust til Norđur-Noregs og gerđust norskir ríkisborgarar. Hann var ađ sögn á margan hátt áhugaverđ persóna, mikiđ snyrtimenni og listrćnn, spilađi á fiđlu. Hann ferđađist á sumrin víđs vegar um landiđ, kynntist fólki og málađi vatnslitamyndir eđa skissur, sem hann lauk síđan viđ á veturna. Ekkert yfirlit er til um ţau verk. Áriđ 1952 sagđi hann skiliđ viđ Ísland og fluttist til Noregs. Listasafn Reykjavíkur á mynd eftir hann af Snćfellsjökli. Molander deyr í Troms í Norđur-Noregi áriđ 1975.


Kjarval í Eldfjallasafni

KjarvalAđ öđrum ólöstuđum er ljóst ađ Jóhannes S. Kjarval er merkasti listamađur Íslands.   Ţađ er ţví mikil ánćgt ađ tilkynna ađ nú er eitt af verkum Kjarvals til sýnis í Eldfjallsafni í Stykkishólmi. Hér er um ađ rćđa mynd af Snćfellsjökli, sem gerđ er um haustiđ 1953. Kjarval er einkum ţekktur fyrir myndir sínar af hraunmyndunum og landslagi, sem sýna stórbrotna náttúru landsins. Kjarval byrjađi ađ mála Snćfellsjökul áriđ 1910 og fór sinn fyrsta leiđangur á Snćfellsnes áriđ 1919. Uppúr 1940 fór hann margar ferđir á Snćfellsnes og málađi víđa um Nesiđ. Hann unni landinu umhverfis Jökul svo mikiđ, ađ áriđ 1944 festir hann kaup á jörđinni Einarslón undir Jökli fyrir 20 ţúsund krónur. Einarslón er fast viđ Djúpalón, sem nú er einn vinsćlasti áfangastađur ferđamanna á Snćfellsnesi. Myndin í Eldfjallasafni sýnir suđur hlíđ Snćfellsjökuls og lítur litamađurinn hér í áttina ađ Hjartabrekkum fyrir ofan Laugatjörn. Myndin er máluđ međ vatnslitum á pappír og er í eigu Katrínar Jónsdóttur.

 

 

 

 


Haraldur í ţćttinum Um Land Allt

Um Land AlltKristján Már Unnarsson hefur tekiđ upp tvo ţćtti međ spjalli viđ mig í Stykkishólmi. Efniđ má sjá hér: http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=CLP33495

Fyrri ţátturinn er sýndur 9. febrúar 2015 í ţáttaröđinni Um land allt. Hér er kynning á efninu frá visir.is:

Heim í Hólminn eftir 40 ára eldfjallaflakk: Haraldur Sigurđsson eldfjallafrćđingur flutti aftur heim í Stykkishólm eftir 40 ára vísindastörf viđ rannsóknir á eldfjöllum víđa um heim. Í ţćttinum „Um land allt“ segir Haraldur frá ćskuslóđum sínum í Hólminum, starfsferli og einkalífi og sýnir Eldfjallasafniđ. Ţetta er fyrri ţáttur af tveimur. Í seinni ţćttinum, sem er á dagskrá Stöđvar 2 ţann 10. febrúar, fer Haraldur umhverfis Snćfellsnes međ Kristjáni Má Unnarssyni og Arnari Halldórssyni kvikmyndatökumanni.  Viđ ţökkum ţeim fyrir ađ fá ţetta tćkifćri til ađ kynna Eldfjallasafn í Stykkishólmi.


Haraldur á frímerki

frímerkiEnn og einu sinni í viđbót fć ég fullnćgt hégómagirnd minni! Ríkiđ Mozambique í Afríku hefur gefiđ út frímerki međ mynd minni og eldfjallinu Krakatau í Indónesíu. Ţetta er hlut af heilli örk sex frímerkja, sem sýna eldfjöll og eldfjallafrćđinga víđs vegar um heiminn. Í fyrstu hélt ég ađ ţetta vćri gabb og eitthvađ Photoshop grín, en svo virđist ekki vera.


Ný mynd Eldfjallasafns

JóhannesHeklaNýlega eignađist Eldfjallasafn ţessa mynd af Heklugosinu 1947 eftir Jóhannes S. Frímannsson (1919-1997).  Hann var ţekktur frístundamálari eđa alţýđumálari á tuttugustu öldinni og málađi mikinn fjölda landslagsmynda, sem ef til vill mćtti kalla kitsch.  Hann minnir mig ţví á Eyjólf Eyfells, sem einnig málađi  ţetta Heklugos. 

Ţađ munađi litlu ađ eitt verk Jóhannesar Frímannsonar vćri selt sem verk sjálfs meistarans Jóhannesar S. Kjarval.  Áriđ 2001 var Íslenskt olíumálverk á uppbođi á eBay og taliđ vera eftir  Jóhannes S. Kjarval.   Innan skamms var tilbođ í myndina komin upp í $9,100.  En ţá stigu sérfrćđingar fram á völlinn og skáru úr um ađ verkiđ vćri eftir Jóhannes S. Frímannsson.  Sennilega er ţessi Heklumynd máluđ viđ Rangá, en hrossin hafa greinilega engan áhuga á gosinu. 


Gosgrín

MartinRowson

Bretar tóku gosinu í Eyjafjallajökli ekki vel.  Ţađ vakti ótta á Bretlandseyjum og lokun allra flugvalla.  Nú er annađ hljóđ komiđ í strokkinn.  Ţađ er ótrúlegt hvađ menn eru fljótir ađ venjast breyttum ađstćđum.  Ef gos hefst í Bárđarbungu segjast bretar ekki munu láta ţađ hafa áhrif á flugsamgöngur.  Ţeir eru jafnvel farnir ađ grínast međ gos, fyrir gos.  Hér međ fylgir skopmynd, sem Martin Rowson hefur teiknađ fyrir dagblađiđ Guardian.  Norrćni gođinn  kallar eftir fórnarlambi til ađ seđja eldfjallsguđinn.  Óvinsćlir stjórnmálamenn frá ýmsum heimshornum (ađallega frá miđausturlöndum) bíđa í einu horninu og vonast til ađ sleppa.  


Gongshi - Steinar frćđimannsins

GongshiUm 200 f. Kr. tóku kínverjar ađ nota sérkennilega steina til ađ skreyta garđa sína.  Fyrir suma táknuđu steinarnir fjöllin, og voru ţannig mikilvćgur ţáttur í hugleiđingum.  Stundum voru smćrri en sérstakir steinar fćrđir inn í stofu og stillt upp sem listaverki, eđa ţá  til ađ fćra fjalliđ inn í húsiđ.     Nafniđ Gongshi má ţýđa sem steinn andans, en ţađ vísar ađ sjálfsögđu  til hugleiđingar.  Japanir tóku upp ţennan siđ frá kínverjum, en í Japan er steinninn nefndur Suiseki.  Á ensku er Gongshi kallađur scholar´s rock, eđa steinn frćđimannsins eđa ţá spirit stone.   Upphaflega voru Gongshi steinar valdir valdir úti í náttúrunni vegna sérkennilegs forms steinsins. Oftast voru ţeir kalksteinar eđa marmari, sem hafđi fengiđ á sig fantatískt form vegna veđrunar og rofs yfir langan tíma.  Kínverjar líta á slíka steina sem gersemar og setja ţá á stall í heimili sínu.  GongshiŢađ skiftir öllu máli ađ steinninn hafi skapast úti í náttúrunni og ađ honum hafi ekki veriđ breytt af mannshöndinni á neinn hátt.  Á síđari árum hefur risiđ upp heill iđnađur í Kína viđ ađ falsa slíka steina međ slípun og öđrum ađferđum, til ađ líkja eftir hinum fornu náttúrusteinum, og nú eru eftirlíkingarnar allstađar bođnar fram til sölu.  Ţađ fer ekki framhjá neinum íslending, ađ Gongshi steinar eru nauđalíkir íslenskum hraunsteinum eđa gjalli. 


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband