Færsluflokkur: Eldfjallalist

Eldfjallafræðingur með kímnigáfu

IMG_4139Ég starfaði í tæp tvö ár við frönsku kjarnorkurannsóknastöðina í Saclay, rétt sunnan við Parísarborg (1990-1991). Þar starfa rúmlega sjö þúsund vísindamenn, en stofnunin var sett á laggirnar af þeim frægu hjónum Irène Joliot-Curie og eiginmanni hennar Frédéric Joliot-Curie. Foreldrar hennar voru enn frægari hjón, Pierre og Marie Curie, sem gerðu grundvallar uppgötvanir um geislavirkni frumefna eins og úraníum.  

Þarna rakst ég á nokkra þekkta jarðvísindamenn eins og til dæmis Haroun Tazieff (1914-1998). Ég hafði reyndar hitt hann áður í heimsókn hans til Íslands til að skoða Surtseyjargosið 1964.  Það var alltaf mikill völlur á Tazieff, enda var hann frægur boxari, valinn til að keppa fyrir Belga á Olympíuleikunum í Berlín 1936. Á ferli sinum vann hann 49 af þeim 53 hnefaleikum sem hann tók þátt í.  

Einn af nemendum Tazieffs var Francois Le Guern, en hann hafði varið doktorsritgerð sína skömmu áður en við hittumst í París 1990. Hann færði mér hana að gjöf en ritgerðin fjallaði um eldfjallagas. 

Þegar ég fór að blaða í bókinni rak ég miIMG_4136g á að þar var mikill fjöldi af teikningum, sem voru af eldfjallafræðingum við störf, og allar heldur skoplegar.  Þær voru allar merktar P.B. og seinna komst ég að því að sá var Pierre Bichet (1922-2008), hægri hönd Tazieffs í öllum eldfjallaleiðöngrum hans og kvikmyndatökumaður.  Bichet vann með Haroun Tazieff í tæp fjörutíu ár.  Hann vann mikið við kvikmyndaupptöku með Tazieff, en fyrst gerðu þeir myndina Les Rendez-vous du diable (Fundur með djöflinum, 1959), og síðar Le Vol­can interdit (Lokaða eldfjallið, 1966, um Niragongo í Afríku).  Hér með í þessu spjalli hef ég dreift nokkrum sýnishornum af teikningum hans Pierre Bichet.  Púkar eldfjallanna voru greinilega mikið hugðarefni hans.

En snúum okkur aftur að Haroun Tazieff. Það er hægt að skrifa margar bækur um þennan sérstaka mann. Hann var Tatar að uppruna, ættin komin frá Mongóliu, en fæddur í Rússlandi. Faðirinn fórst í fyrri heimstyrjöldinni, en Haroun og móðir hans settust að í Belgíu. Síðar settist hann að í París.

 Árið 1976 kom upp órói í eldfjallinu Soufriere á Frönsku eyjunni Guadeloupe í Karíbahafi. Jarðhiti jókst mjöIMG_4143g hratt á svæðinu og gufusprengingar í topp fjallsins. Þá bjuggu 73.600 manns á hættusvæðinu og menntamálaráðherra Frakklands gaf út skipun um almenna rýmingu og lokun svæðisins umhverfis eldfjallið, sem varði í marga mánuði. Ráðherrann var reyndar sjálfur Claude Allegre, fremsti jarðefnafræðingur Frakklands, fyrr og síðar. Brottflutningur fólks í burt frá La Soufriere eldfjalli er sennilega mesta röskun á byggð tengd eldfjallsvá.

Það kom nú upp hatrömm deila milli Tazieff og Allegre. Sá fyrri hélt því fram að þetta væru einungis gufusprengingar og engin kvika á ferðinni. Hann mælti með að opna svæðið strax og hleypa fólkinu heim.  Allegre sat fastur við sinn keip og lýsti því yfir að það væru glerkorn í öskunni sem væri sönnun um að hraunkvika ætti þátt í gufusprengingunum. Allegre réði og lokunin hélt áfram.

Skömmu síðar komst ég að hinu sanna í þessu máli. Jarðfræðingur sem ég hafði starfað með í Vestur Indíum var einn af ráðgjöfum Allegre. Hann rannsakaði leirinn sem slettist upp í gufusprengingunum og lýsti því yfir að í honum væru glerkorn, og þar með sönnun um að kvika væri fyrir hendi.  Þetta var sönnun þess að eldgos væri yfirvIMG_4134ofandi og réttlætti lokun hans Allegre á byggðinni.  Seinna komst ég yfir þær þunnsneiðar sem glerið átti að finnast í og athugaði þær undir smásjá. Ég rakst ekki á eitt einasta glerkorn, en aftur á móti var töluvert af kornum og kristöllum af steindinni epídót, sem er algeng í bergi sem hefur verið ummyndað af jarðhita við um 300 stig. Það er vægast sagt klaufalegt að ruglast á gleri og epídót kristöllum í smásjá, en fyrir þessi mistök voru yfir 73 þúsund íbúar fluttir frá heimilum sínum í tæpt eitt ár. Allegre var samt ekki af baki dottinn. Hann beitti valdi sínu sem ráðherra og lét reka Tazieff úr starfi í hefndarskyni.

Tazieff setti eldfjallafræðingum þrjár reglur til að vinna eftir í sambandi  við hættu frá eldgosum.  (A. McBirney, Nature. 392, 444, 1998). Hér notum við heitið eldfjallafræðingur í mjög breiðum skilningi fyrir vísindamenn, sem hafa sérhæft sig í myndun og þróun kviku og jarðskorpuhreyfingum í gosbeltum.  

1, Fyrsta regla Tazieffs er að aðeins sérfræðingar séu færir um að meta vá eða áhættu sem gæti stafað af virkni eldfjalla. Slíkt sé utan verksviðs hins almenna jarðfræðings og auðvitað ekki á hæfi þeirra sem stýra bæjarfélagi eða lögreglu. 

2. Fyrsta verk sérfræðingsins er ekki að spá fyrir um eldgos, heldur er það fyrst og fremst áhættumat varðandi umhverfið og mat á þeim skaðlegu áhrifum sem eldgos kynni að valda á menn og byggð.  

3. Hlutverk sérfræðingsins er að vera ráðgjafi fyrir opinbera starfsmenn, sem þurfa að bregðast við og ráðast í framkvæmdir sem eru byggðar á hans ráðgjöf.

IMG_4148


Eldfjallasafn í Stykkishólmi er til sölu

Á ferðum sínum hWarholefur Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur komið sér upp miklu safni af efni, ýmiskonar listaverkum, rannsóknarefni og bókum sem snerta eldgos og eldvirkni víðsvegar um heim. Safnið hefur verið til húsa í Stykkishólmi í rúman áratug, en er nú til sölu.
Í safni Haraldar eru mörg hundruð listaverka. Þar má nefna málverk, málmstungur og svartlist ýmiskonar frá eldvirkni um allan heim. Einnig er þar að finna frumstæða list (alþýðulist) frá Indónesíu, Mexíkó, Mið-Ameríku og víðar. Úrval er af japanskri "goslist",  einnig listmunir og safn minjagripa. Í safninu má m.a. finna stórt verk eftir Andy Warhol frá 1985 af eldgosi, myndir eftir Japanann Katsushika Hokusai, Mexíkanana David Alfaro Siqueiros og Dr. Atl, auk merkilegs safns af prentverki og plakötum af bíómyndum sem fjalla um eldgos.      Einnig er hér að finna merkt steinasafn, sem er miðað við uppfræðslu um jarðfræði Íslands.      Í Eldfjallasafni er einnig vandað safn bóka um eldgos og eldfjallafræði auk rúmlega 6000 sérprentana með vísindagreinum og safn jarðfræðikorta. Loks má nefna safn kvikmynda af eldgosum og efnis á myndböndum.

Frekari upplýsingar má fá í síma 899 0857 og tölvupósti hsigurdsson@uri.edu.

 


Ný bók um Snæfellsjökul

Í dag kom út bók mín um Snæfellsjökul. Bókin er gefin út af Vulkan ehf og Eldfjallasafni í Stykkishólmi. Um dreifingu bókarinanr sér Árni Þór Kristjánsson, Reykjavík, arsig@simnet.is  eða í síma 862 8551 eða 581 3226. Hér er fjallað um allar hliðar Jökulsins, jarðsögu, listasögu og mannkynssögu þessa merka eldfjalls og svæðisins umhverfis.

kapa_lokagerd copy


Beerenberg og hvalfangarar

whaling.jpgVinur minn hér í Newport rekur gallerí með gömlum listaverkum víðsvegar að úr heiminum. Þar á meðal var þetta málverk eftir Hollendinginn Bonaventura Peeters (1614-1652). Það eru hvalveiðimenn að verki undan ströndum Jan Mayen, en Beerenberg eldfjall gýs ákaft uppi á landi. Myndin er frá um 1640. Hann seldi myndina nýlega til Hvalasafnsins í New Bedford í Massacussets.  Verkið minnir okkur á, að Hollendingar sigldu reglulega á norðurslóðir til hvalveiða og versluðu einnig töluvert við Grænlendinga, löngu áður en Hans Egede sigldi til Grænlands árið 1721. Það er því ekki útilokað að Hollendingar hafi rekist á síðustu Íslendingana á Grænlandi, áður en þeir dóu út í kringum árið 1450. En Hollendingar voru á norðurslóðum aðallega til að veiða norðurhvalinn. Hann er sléttbakur eða grænlandssléttbakur, sem heldur sig við ísröndina og var hér í miklu magni á sautjándu öldinni. Sléttbakurinn er mjög hægfara og því auðvelt að skutla hann. Um 200 Hollendingar voru í vinnu hér í hvalstöðinni á Jan Mayen á sautjándu öldinni. Veiðar Hollendinga lögðust af um 1640, en þá var þessi hvaltegund nær útdauð í norðurhöfum. Hollendingar reistu einnig hvalstöðvar á þessum tíma á Íslandi á Ströndum, á Kóngsey, Strákatanga og Strákey. Nafnið Jan Mayen er hollenskt og var gefið eynni árið 1620, eftir hollenskum skipstjóra. Nafnið Beerenberg er einnig hollenskt, og þýðir björnsfjall, eftir hvítabirninum. Það er virkt eldfjall staðsett á Mið-Atlantshafshryggnum, sem gaus síðast árið 1985.


Leiðsögn um Eldfjallasafn - Enska útgáfan


Molander málar Heklugos

Molander HeklaNýjasta listaverk Eldfjallasafns í Stykkishólmi er eftir Norðmanninn Thorvald Antonius Molander (1903-1975). Þetta olíumálverk er sennilega af Heklugosinu árið 1947. Thorvald Molander (1903 - 1975)  var fæddur í Svíþjóð, faðir sænskur, móðirin finnsk. Þau fluttust til Norður-Noregs og gerðust norskir ríkisborgarar. Hann var að sögn á margan hátt áhugaverð persóna, mikið snyrtimenni og listrænn, spilaði á fiðlu. Hann ferðaðist á sumrin víðs vegar um landið, kynntist fólki og málaði vatnslitamyndir eða skissur, sem hann lauk síðan við á veturna. Ekkert yfirlit er til um þau verk. Árið 1952 sagði hann skilið við Ísland og fluttist til Noregs. Listasafn Reykjavíkur á mynd eftir hann af Snæfellsjökli. Molander deyr í Troms í Norður-Noregi árið 1975.


Kjarval í Eldfjallasafni

KjarvalAð öðrum ólöstuðum er ljóst að Jóhannes S. Kjarval er merkasti listamaður Íslands.   Það er því mikil ánægt að tilkynna að nú er eitt af verkum Kjarvals til sýnis í Eldfjallsafni í Stykkishólmi. Hér er um að ræða mynd af Snæfellsjökli, sem gerð er um haustið 1953. Kjarval er einkum þekktur fyrir myndir sínar af hraunmyndunum og landslagi, sem sýna stórbrotna náttúru landsins. Kjarval byrjaði að mála Snæfellsjökul árið 1910 og fór sinn fyrsta leiðangur á Snæfellsnes árið 1919. Uppúr 1940 fór hann margar ferðir á Snæfellsnes og málaði víða um Nesið. Hann unni landinu umhverfis Jökul svo mikið, að árið 1944 festir hann kaup á jörðinni Einarslón undir Jökli fyrir 20 þúsund krónur. Einarslón er fast við Djúpalón, sem nú er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna á Snæfellsnesi. Myndin í Eldfjallasafni sýnir suður hlíð Snæfellsjökuls og lítur litamaðurinn hér í áttina að Hjartabrekkum fyrir ofan Laugatjörn. Myndin er máluð með vatnslitum á pappír og er í eigu Katrínar Jónsdóttur.

 

 

 

 


Haraldur í þættinum Um Land Allt

Um Land AlltKristján Már Unnarsson hefur tekið upp tvo þætti með spjalli við mig í Stykkishólmi. Efnið má sjá hér: http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=CLP33495

Fyrri þátturinn er sýndur 9. febrúar 2015 í þáttaröðinni Um land allt. Hér er kynning á efninu frá visir.is:

Heim í Hólminn eftir 40 ára eldfjallaflakk: Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur flutti aftur heim í Stykkishólm eftir 40 ára vísindastörf við rannsóknir á eldfjöllum víða um heim. Í þættinum „Um land allt“ segir Haraldur frá æskuslóðum sínum í Hólminum, starfsferli og einkalífi og sýnir Eldfjallasafnið. Þetta er fyrri þáttur af tveimur. Í seinni þættinum, sem er á dagskrá Stöðvar 2 þann 10. febrúar, fer Haraldur umhverfis Snæfellsnes með Kristjáni Má Unnarssyni og Arnari Halldórssyni kvikmyndatökumanni.  Við þökkum þeim fyrir að fá þetta tækifæri til að kynna Eldfjallasafn í Stykkishólmi.


Haraldur á frímerki

frímerkiEnn og einu sinni í viðbót fæ ég fullnægt hégómagirnd minni! Ríkið Mozambique í Afríku hefur gefið út frímerki með mynd minni og eldfjallinu Krakatau í Indónesíu. Þetta er hlut af heilli örk sex frímerkja, sem sýna eldfjöll og eldfjallafræðinga víðs vegar um heiminn. Í fyrstu hélt ég að þetta væri gabb og eitthvað Photoshop grín, en svo virðist ekki vera.


Ný mynd Eldfjallasafns

JóhannesHeklaNýlega eignaðist Eldfjallasafn þessa mynd af Heklugosinu 1947 eftir Jóhannes S. Frímannsson (1919-1997).  Hann var þekktur frístundamálari eða alþýðumálari á tuttugustu öldinni og málaði mikinn fjölda landslagsmynda, sem ef til vill mætti kalla kitsch.  Hann minnir mig því á Eyjólf Eyfells, sem einnig málaði  þetta Heklugos. 

Það munaði litlu að eitt verk Jóhannesar Frímannsonar væri selt sem verk sjálfs meistarans Jóhannesar S. Kjarval.  Árið 2001 var Íslenskt olíumálverk á uppboði á eBay og talið vera eftir  Jóhannes S. Kjarval.   Innan skamms var tilboð í myndina komin upp í $9,100.  En þá stigu sérfræðingar fram á völlinn og skáru úr um að verkið væri eftir Jóhannes S. Frímannsson.  Sennilega er þessi Heklumynd máluð við Rangá, en hrossin hafa greinilega engan áhuga á gosinu. 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband