Færsluflokkur: Eldfjallalist
Gosgrín
26.8.2014 | 03:47
Bretar tóku gosinu í Eyjafjallajökli ekki vel. Það vakti ótta á Bretlandseyjum og lokun allra flugvalla. Nú er annað hljóð komið í strokkinn. Það er ótrúlegt hvað menn eru fljótir að venjast breyttum aðstæðum. Ef gos hefst í Bárðarbungu segjast bretar ekki munu láta það hafa áhrif á flugsamgöngur. Þeir eru jafnvel farnir að grínast með gos, fyrir gos. Hér með fylgir skopmynd, sem Martin Rowson hefur teiknað fyrir dagblaðið Guardian. Norræni goðinn kallar eftir fórnarlambi til að seðja eldfjallsguðinn. Óvinsælir stjórnmálamenn frá ýmsum heimshornum (aðallega frá miðausturlöndum) bíða í einu horninu og vonast til að sleppa.
Gongshi - Steinar fræðimannsins
15.7.2014 | 10:45
Um 200 f. Kr. tóku kínverjar að nota sérkennilega steina til að skreyta garða sína. Fyrir suma táknuðu steinarnir fjöllin, og voru þannig mikilvægur þáttur í hugleiðingum. Stundum voru smærri en sérstakir steinar færðir inn í stofu og stillt upp sem listaverki, eða þá til að færa fjallið inn í húsið. Nafnið Gongshi má þýða sem steinn andans, en það vísar að sjálfsögðu til hugleiðingar. Japanir tóku upp þennan sið frá kínverjum, en í Japan er steinninn nefndur Suiseki. Á ensku er Gongshi kallaður scholar´s rock, eða steinn fræðimannsins eða þá spirit stone. Upphaflega voru Gongshi steinar valdir valdir úti í náttúrunni vegna sérkennilegs forms steinsins. Oftast voru þeir kalksteinar eða marmari, sem hafði fengið á sig fantatískt form vegna veðrunar og rofs yfir langan tíma. Kínverjar líta á slíka steina sem gersemar og setja þá á stall í heimili sínu. Það skiftir öllu máli að steinninn hafi skapast úti í náttúrunni og að honum hafi ekki verið breytt af mannshöndinni á neinn hátt. Á síðari árum hefur risið upp heill iðnaður í Kína við að falsa slíka steina með slípun og öðrum aðferðum, til að líkja eftir hinum fornu náttúrusteinum, og nú eru eftirlíkingarnar allstaðar boðnar fram til sölu. Það fer ekki framhjá neinum íslending, að Gongshi steinar eru nauðalíkir íslenskum hraunsteinum eða gjalli.
Listamaðurinn fundinn!
3.6.2014 | 15:32
Fyrir um tíu árum rakst ég á þetta sérkennilega málverk í Kolaportinu í Reykjavik. Það er ekki aðeins mynd af eldgosi, heldur hefur listamaðurinn notað vikur, ösku og gjall í byggingu myndarinnar. Verkið er ekki merkt og hefur því hangið uppi í Eldfjallasafni í Stykkishólmi án þess að listamannsins sé getið. Nú hefur komið í ljós, að það er gert af Lýð S. Guðmundssyni árið 1970. Lýður sá Heklugosið árið 1970 og safnaði vikri og ösku þá til að setja inn í þessa einstöku mynd.
Ný mynd Eldfjallasafns er eftir Eyjólf J. Eyfells
27.5.2013 | 15:28
Nýasta mynd Eldfjallasafns er af Heklugosinu árið 1947. Þetta er olíumálverk eftir Eyjólf J. Eyfells (1886-1979). Hann var fæddur Eyjólfur Jónsson, en tók svo miklu ástfóstri við heimalönd sín undir Eyjafjöllum, að hann kaus sér eftirnafnið Eyfells. Eyjólfur var mikið náttúrubarn og sjálflærður í list sinni, natúralisti, sem sótti fyrirmyndir algjörlega í íslenska náttúru. Það var oft sagt að Eyfells hefði ætið verið heppinn með veður í list sinni. Eyjólfur málaði mikinn fjölda mynda, enda málaði lengur en nokkur annar íslenskur málari, í um 70 ár, frá 1908 til 1978.
Myndin sýnir Heklugosið árið 1947. Þá gerðist það að eldfjallið klofnaði frá suðvestri til norðausturs, og Heklugjá opnnaðist um 3 km langan veg. Þetta er algeng hegðun eldfjallsins, eins og önnur mynd sýnir, en þar er Heklugjá sýnd sem svart strik og hraun yngri en 1970 sýnd með ýmsum litum. Eyfells málar ekki upphaf gossins, heldur þegar það var komið vel á veg. Hér eru þrír gígar sýndir virkir í sprungunni miklu, sem liggur eftir elfjallinu endilöngu og miklir ljósir bólstrar af eldfjallagasi, ösku og gufu rísa til himins.
Sánkti Helena gosið árið 1980: Nýtt listaverk í Eldfjallasafni
10.10.2012 | 11:34
Einn dag í sumar komu kurteis og vingjarnleg amerísk hjón inn í Eldfjallasafn í Stykkishólmi. Hann kvaðst vilja færa mér eldgosamynd að gjöf og dró upp úr tösku sinni þetta fágæta og einstæða verk. Hann er Roger A. Werth, ljósmyndari og blaðamaður í Washington fylki í Bandaríkjunum. Hinn 18. maí árið 1980 tók hann frægustu eldgosaljósmynd allra tíma, á fyrstu mínútum sprengisossins í Sánkti Helenu eldfjalli. Næsta dag var myndin á forsíðum allra dagblaða Bandaríkjanna og skömmu síðar á forsíðum Time, Newsweek, Life, National Geographic og fjölda tímarita um heim allan. Myndin hlaut Pulitzer Prize verðlaunin sem besta blaðaljósmynd ársins. Roger sagði mér alla söguna þennan dag í Eldfjallsafni. Gosið hófst klukkan 8:32 ð morgni. Hann starfaði í bænum Longview, skammt frá Sánkti Helenu og stökk strax upp í flugvél til að mynda gosið. Hann valdi að fljúga sunnan við fjallið, þar sem gjóskustrókurinn sást mun betur. Að norðan verðu var gjóskuflóð í gangi, sem gerði alla flugumferð hættulega. Þarna horfir hann beint inn í miðjan mökkinn, en hæð hans náði 18 km fyrir ofan eldfjallið þegar gosið náði hámarki. Gosið í Sánkti Helenu er eitt af frægustu gosum seinni tíma. Frægðin stafar first og fremst af því að þetta er fyrsta gosið innan Bandaríkjanna á meginlandi Ameríku í langan tíma, fyrir utan Alaska. Samt sem áður var gosið alls ekki stórt. Heildarmagn gosefna, sem kvika, var um 0,5 rúmkílómetrar, sem er heldur minna en Surtseyjargosið árið 1963 til 1968, en um tíu sinnum meira en gosið í Eyjafjallajökli árið 2010. Nú er mynd Rogers til sýnis á áberandi stað við innganginn í Eldfjallasafni.
Kötlugos eftir Arreboe Clausen
2.9.2012 | 09:22
Eldfjallalist | Breytt s.d. kl. 19:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Uppruni Nafnsins Basalt
7.5.2012 | 18:08
Eldgosið í Mont Pelée árið 1902
28.7.2011 | 13:43
Eldfjallalist | Breytt s.d. kl. 13:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eldfjallalist frá Nýju Gíneu
22.6.2011 | 08:18
Annars var ég nokkuð undrandi á því hvað það er mikið af ljóshærðum börnum og einnig ungum ljóshærðum konum í Nýju Gíneu. Ég fékk þrjár skýringar á þessu fyrirbæri: (a) þau þvo sér um hárið með peroxíð, (b) það er svo lítið ferskt vatn að fá á Matupit að þau fara í bað í sjónum á hverjum degi og það lýsir hárlitinn, (c) ljóshærðir Ástralir hafa farið hér um í mörg ár og skilið eftir erfðaefni sitt meðal innfæddra. Ég veit ekki hvað er líklegasta skýringin, og ef til vill eru allar virkar.
Útibú Eldfjallasafns í Arion banka
14.5.2011 | 08:12