Gongshi - Steinar fræðimannsins

GongshiUm 200 f. Kr. tóku kínverjar að nota sérkennilega steina til að skreyta garða sína.  Fyrir suma táknuðu steinarnir fjöllin, og voru þannig mikilvægur þáttur í hugleiðingum.  Stundum voru smærri en sérstakir steinar færðir inn í stofu og stillt upp sem listaverki, eða þá  til að færa fjallið inn í húsið.     Nafnið Gongshi má þýða sem steinn andans, en það vísar að sjálfsögðu  til hugleiðingar.  Japanir tóku upp þennan sið frá kínverjum, en í Japan er steinninn nefndur Suiseki.  Á ensku er Gongshi kallaður scholar´s rock, eða steinn fræðimannsins eða þá spirit stone.   Upphaflega voru Gongshi steinar valdir valdir úti í náttúrunni vegna sérkennilegs forms steinsins. Oftast voru þeir kalksteinar eða marmari, sem hafði fengið á sig fantatískt form vegna veðrunar og rofs yfir langan tíma.  Kínverjar líta á slíka steina sem gersemar og setja þá á stall í heimili sínu.  GongshiÞað skiftir öllu máli að steinninn hafi skapast úti í náttúrunni og að honum hafi ekki verið breytt af mannshöndinni á neinn hátt.  Á síðari árum hefur risið upp heill iðnaður í Kína við að falsa slíka steina með slípun og öðrum aðferðum, til að líkja eftir hinum fornu náttúrusteinum, og nú eru eftirlíkingarnar allstaðar boðnar fram til sölu.  Það fer ekki framhjá neinum íslending, að Gongshi steinar eru nauðalíkir íslenskum hraunsteinum eða gjalli. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband