Bloggfærslur mánaðarins, júní 2016

Nýjasta mynd Eldfjallasafns

 

Rita RogersEldfjallið er nýjasta mynd Eldfjallasafns í Stykkishólmi. Hún er eftir Amerísku listakonuna Ritu Rogers.  Myndin er gerð með svokallaðri encaustic aðferð.  Þá er heitu lituðu vaxi smurt á hördúk.  Rita Rogers heimsótti Kanaríeyjar árið 2005, og varð hugfangin af eldfjallinu Teide á eynni Tenerife. Síðasta gos eldfjallsins var árið 1909. Vaxmálverk er ein elsta aðferð listmálara. Lit er blandað saman við heitt vax og smurt á hördúkinn með spaða. Elstu myndir forn-Egypta eru af þessu tagi, allt frá um 100 e.Kr. Grikkir beittu einnig þessari aðferð um 400 f. Kr.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband