Færsluflokkur: Loftslag

Á minni ævi

Í dag birti New York Times þetta sláandi línurit yfir meðal hitafar á jörðu siðustu 82 árin. Meðal hitinn vex nú enn hraðar en áður. Það er greinilegt að ekkert dregur úr, þrátt fyrir alla umfjöllun  um málið.
Screen Shot 2023-01-10 at 12.14.06 PM


Afdrif víkinga á Grænlandi á miðöldum  

 

Landnám norrænna manna frá Íslandi á Grænlandi á tíundu öld og landkönnun þeirra í vestri er einn af höfuðstólpum norrænnar menningar almennt. Grænlenska nýlendan blómgaðist um skeið á fyrri hluta Miðalda, bæði í Eystribyggð og Vestribyggð, en af einhverjum óþekktum ástæðum leið byggðin undir lok í kring um 1450 e.Kr.  Það hefur lengi verið óstaðfest skoðun fræðimanna (fyrst Hans Egede 1721) að hnignun loftslags hafi ráðið förinni og gert Grænland óbyggjanlegt fyrir bændur, sem stunduðu akuryrkju og búskap að íslenskum sið.  Síðasta lífsmarkið frá norrænum mönnum á Grænlandi er tengt brúðkaupi íslenskra hjóna í steinkirkjunni á Hvalsey árið 1408. 

LasherFig2

Rannsóknir loftslagsfræðinga hafa sýnt fram á að um skeið ríkti tiltölulega mjög milt loftslag á norðurhveli jarðar á Miðöldum (Medieval Climate Anomaly, MCA), frá um 900 til um 1300 e.Kr. , en það byrjaði verulega að kólna og Litla Ísöldin gekk í garð, eins og ískjarnar frá Grænlandsjökli sýna í stórum dráttum. 

Við frekari könnun hefur myndin nýlega tekið að skýrast við rannsóknir á vatnaseti í Eystribyggð, en niðurstöður sýna að í stórum dráttum hafði Hans Egede rétt fyrir sér fyrir tæpum  þrjú hundruð árum.  Nú hafa Everett Lasher og Yarrow Axford  frá Bandaríkjunum greint súrefnissamsætuna O18 í skeljum eða hýði af vatnapöddum  sem finnast í borkjörnum af vatnaseti í Eystribyggð.  Grein þeirra birtist nýlega í tímaritinu Geology. En samsætan eða súrefnisísótópinn O18 er góður mælikvarði á ríkjandi hitastig þegar vatnapaddan var á lífi.  Það tekur um 40 ár að mynda 1 cm þykkt lag af seti í þessum vötnum í Eystribyggð,  sem gerir þá kleift að kanna sveiflur í loftslagi með um 40 ára næmi eða upplausn yfir um 3000 ára skeið. 

Niðurstöður þeirra eru sýndar á myndinni, bæði O18 sveiflur (efra ritið) og hitasveiflan, sem er dregin af O18 gögnum (neðra ritið). Kólnun er um 2 til 3 stig á meðalhita. Það er eftirtektarvert að kólnun í Eystribyggð er strax komin í gang skömmu eftir árið 1000 e.Kr. og hefur náð toppnum í kringum 1300 e.Kr. (bláa línan). Að öllum líkindum hefur sprettutíminn styttst til muna og landbúnaður, sem var hér rekinn á íslenskan máta, féll niður.  Fólksfjölgun skrapp saman og fókið hrökklaðist smám saman á brott.  En einmitt á sama tíma var fólk af Inuit kyni að færa sig suður með vestur strönd Grænlands og nema land.  Inúítar höfðu aðlagað sig mjög vel að aðstæðum, einkum með selaveiðum, og kólnunin á Litlu Ísöldinni hafði engin áhrif á þá.

 


Hafísinn í á Norðurslóðum dregst enn saman  

 

Það er yfirleitt um miðjan mars mánuð ár hvert, að hafísinn umhvefis Norður Pólinn nær sínu hámarki. Svo var einnig í ár, en þá kom í ljós að magn af hafís í norðri (14.5 milljón ferkm.) hefur aðeins einu sinni mælst minna en í ár. Það var árið 2017, en mælingar hófust árið 1979. Það er einnig athyglisvert að fjögur minnstu hafísárin eru einmitt síðastliðin fjögur ár, eins og myndin sýnir. Svo virðist sem ekkert lát sé á hlýnun í norðri. Þetta er því ekki eitthvað augnabliksfyrirbæri, heldur langvarnadi hlýnun.

Figure2_Það er sömu sögu að segja af hafís umhverfis Suðurskautslandið. Þar var lágmarkið í útbreiðslu hafíss í lok febrúar, og var þá 2.2 milljón ferkm. sem er einnig næst lægsta magn af hafís í suðri sem mælst hefur. Minnst var það árið 2017.


Það kemur út úr báðum endum á kúnum

ch4_trend_all_glMetan, jarðgas – mýragas – CH4 – er annað mikilvægata gasið, sem hefur áhrif á loftslag, myndar gróðurhúsaáhrifin og veldur hnattrænni hlýnun. Talið er að hver sameind af metan sé um 30 sinnum virkari en koltvíoxíð, eins og ég hef bent á aður hér

http://vulkan.blog.is/blog/vulkan/entry/2187409/

Metan hefur vaxið stöðugt í andrúmsloftinu, eins og myndin sýnir.   Þegar þið skoðið myndina nánar, takið þá eftir að frá 1984 til 2006 virtist vera að hægja á metan losun í heiminum, en svo byrjar annað tímabil, sem ríkir enn, þar sem metan losun vex í aukandi mæli. Sumir hafa kennt þar um vaxandi borun eftir jarðgasi, en aðrir benda á landbúnað. Nú virðist niðurstaðan vera sú, að þessi voxtur sé mest nautgripum að kenna, samkvæmt nýbirtum niðurstöðum Julie Wolf og félaga. Metan gas er bein afleiðing af meltingu hjá grasætum eins og kúm og þær losa sig við gasið reglulega úr báðum endum. Nautgripastofninn hefur stækkað mikið, bæði hvað snertir heildar fjölda og ekki síður stærð einstaklingsins, vegna kynbóta. Einnig hefur meðferð og nýting mykjuáburðar aukist mikið og allt þetta skýrir meiri útlosun af metan gasi á jörðu. Það sem mér finnst merkilegast er, hvað kerfið er viðkvæmt og hvað tiltölulega litlar breytingar á háttum okkar geta haft áhrif á heimsvísu.


Hlýnun heimshafanna lýgur ekki

ocean-heat-content-atmospheric-carbon-dioxide-measurementsOftast er fjallað um breytingar á hita andrúmsloftsins þegar rætt er um loftslagsbreytingar. Við skulum nú líta á hnattræna hlýnun frá allt öðru sjónarhorni: hita hafsins. Við þekkjum það vel frá reynslu okkar úr eldhúsinu að lofthiti er reikull, en hiti vatnsins er mikill og langvarandi forðabúr af orku. Við leggjum því hitafarssögu andrúmsloftsins til hliðar að sinni og skoðum sögu og feril hita heimshafanna undanfarna áratugi, eða frá 1958. Það er með hita, eins og margt annað, að segja má að lengi tekur sjórinn við. En það er flókið mál að mæla og fylgjast með hita hafsins, því hann er mjög breytilegur eftir bæði staðsetningu á plánetunni og einnig dýpi í hafinu. En síðan 2006 hefur verið mjög vel fylgst með hita hafsins með svokölluðum ARGO duflum, dreift víða um heimshöfin, sem mæla hita hafsins frá yfirborði og niður á 2 km dýpi.

Myndin sem fylgir sýnir tvennt: hún sýnir hitann sem felst í efstu 2 km í hafinu, í orkueiningunni Joules (svarta línan) og einnig magn koltvíoxíðs í andrúmsloftinu. Það er ljóst að hitamagn hafsins er stöugt að aukast. Til samanburðar má benda á að hitun heimshafanna frá yfirborði og niður á 2 km dýpi frá 1992 til þessa árs er um tvö þúsund meiri hitaorka en öll orkan framleidd af öllum raforkuverum Bandaríkjanna síðasta áratuginn. Blá-græna línan er ferill koltvíoxíðs í andrúmslofti jarðar, sem stöðugt vex af manna völdum. Myndin er frá Lijing Cheng.


Fellibylirnir eru að byrja að breyta hugarfarinu um lofslagsbreytinar

Gallup

Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum, þá hafa hægri menn í Bandaríkjunum og víðar hina mestu óbeit á hugtakinu “loftslagsbreytingar”.   Þeir virðast líta svo á, að kenningin um loftslagagsbreytingar sé uppspuni, sem vinstri menn og sósíalistar beiti í pólitískum tilgangi, til að hreðja á frjálslyndistefnu auðvaldsins. Þeir líta á kenninguna um loftslagsbreytingar sem verkfæri vinstrisinnaðra til að hnekkja á olíufélögum, kolanámum, og arðbærri starfssemi þeirra. Þeir neita að trúa því sem frjálslyndir segja, þeir neita að trúa vísindamönnum, en nú verða þeir að trúa sínum eigin augum. En nú er komið aðeins annað hljóð í strokkinn, eftir að bæði tíðni og styrkur fellibylja í hefur færst í aukana, einkum í suður ríkjum Bandaríkjanna. Það mun væntanlega koma í ljós í þingkosningunum árið 2018 hvort veruleg breyting hefur orðið á viðhorfinu til loftslagsmála í Norður Ameríku. En skoðun almennings er að breytast smátt og smátt, eins og nýjasta könnun Gallups sýnir fram á. Myndin sýnir niðurstöður skoðanakannana Gallups frá 2001 til 2017. Það er greinilegt að hugarfarið er að breytast, þótt hægt gangi.


Jökullinn dökknar og bráðnar hraðar

albedoLitur jökulsins skiftir miklu máli varðandi bráðnun hans. Hvernig er það: er jökull ekki alltaf hvítur? Síður en svo. Víða er yfirborð Grænlandsjökuls grátt á litinn og reyndar ótrúlega óhreint þegar bráðnunin stendur sem hæst, seinni part sumars. Mælikvarði á lit jökulsins er albedo eða endurskin hans. Það er mælt reglulega úr gervihnöttum, sem svífa yfir Grænlandi.   Ef yfirborðið er algjörlega hreint og hvítt, þá er albedo 100% og endurkastar ísinn þá nær öllu sólarljósi sem á það fellur. Línuritið sýnir albedo eða endurkast Grænlandsjökuls frá árinu 2000 til 2014 og það er greinilegt að mikil breyting hefur gerst á þessum stutta tíma, með hnignun endurskins frá um 81% til 75%.  Hvers vegna er þessi breyting í gangi?   Það eru örsmáar plöntur eða þörungar sem vaxa á yfirborði jökulsins, sem valda að hluta til minnkandi albedo og þar með vaxandi bráðnun á yfirborði Grænlandsjökuls í dag.dirty Neðri myndin sýnir hvað jökullin getur verið dökkur af þessum sökum, og drekkur í sig sólarorkuna.


Grænlandsjökull minnkar hratt

LandIceGreenlandEin viðbrögð lesanda á mínu fyrra bloggi var sú, að Grænlandsjökull væri að stækka, sem sýndi að það væri engin hnattræn hlýnun í gangi. Þetta er leiður misskilningur, sem ég vill leiðrétta hér og birta staðreyndir í þessu máli. Það eru ýmsar aðferðir við að mæla jökul. Við getum fylgst með flatarmáli, þykkt eða hæð og síðast en ekki síst rúmmáli eða massa. Bráðnandi jökull getur þynnst og lækkað en hann getur samstundis runnið fram og lækkað og þar með aukið flatarmálið um tíma.

Besta mælingin á massa eða rúmmáli Grænlandsjökuls kemur frá gervihnettinum GRACE. Það eru reyndar tveir hnettir, sem svífa hlið við hlið og gera nákvæma þyngdarmælingu reglulega á rúmmáli Grænlandsjökuls. Niðurstöður má sjá á meðfylgjandi mynd. Þar kemur fram að Grænlandsjökull tapar að meðaltali um 286 Gigatonnum á ári (gígatonn er jafnt og einn miljarður tonna). Það er því fjarstæða að halda því fram að Grænlandsjökull sé að stækka, þegar litið er á kaldan sannleikann sem kemur frá slíkum gögnum gervihnatta. Hættið að stinga hausnum í sandinn!


Er nokkur vafi?

natl-tcVeðurfræðingar hafa bent á að fellibyljum fjölgar stöðugt undanfarin ár. Margir þeirra telja að þessi breyting sé afleiðing af hnattrænni hlýnun: hlýnun orsakar heitara haf í hitabeltinu (sjórinn er eina til tvær gráður heitari en “venjulega”), og heitara haf gefur meiri orku í fellibylinn. Línuritið sem fylgir sýnir fjölda af fellibyljum í hitabelti Norður Atlantshafsins á ári hverju, frá 1850 til 2014. Meiri hluta tímabilsins voru yfirleitt um tíu byljir á ári. En svo tók þeim að fjólga í kringum 1990 og eru að nálgast átján á ári nú. Þetta og önnur gögn styðja kenninguna um að hnattræn hlýnun auki tíðni og styrk fellibylja, hvað sem yfirvöld í Bandaríkjunum tauta.


Orkan í fellibyl

terajouleFellibylir koma í ýmsum stærðum. Við þekkjum ef til vill best Saffir–Simpson mælikvarðann, frá 1 til 5. Toppurinn er 5, með vind hraða meir en 251 km á klst. Það er enginn 6 til á þessum skala, sem er auðvitað ófullnægjandi. Í framtíðinni munu fellibylir vera mældir út frá orkunni sem í þeim býr. Fellibylurinn er eins og vél, sem tekur orkuna úr heitum sjó, notar þessa orku í hringekju lofts sem er með um 300 km þvermál og hefur útblástur í um 12 km hæð yfir sjó eða landi.

í heimi vísindanna er algengasta orkueingin nefnd joule. Ein joule er orkan sem þarf til að hita eitt gramm af vatni um 0.24 stig. Ein joule er orkan sem þarf til að hreyfa 1 kg af efni um einn meter á hraða einn meter á sekúndu.

Þegar fjallað er um risastóra orku í fellibyl þarf að bæta ansi mörgum núllum fyrir aftan joule. Algengast er að tala um orku fellibylja í terajoules, en ein terajoule er joule með 12 núllum á eftir. Á kortinu sem fylgir hér með eru sýndir nokkrir miklir fellibylir og orkan sem þeim fylgdi. Þar er fellibylurinn Harvey (2017) sem hrjáði Houlston í Texas, með 28 terajoules. Katrina (2005) eyddi New Orleans, með 116 terajoules. Irma (2017) er nú á leið milli Kúbu og Florida, með 112 terajoules. Andrew (1992) hrjáði Miami með 15 terajoules. Til samanburðar var orkan sem leystist úr læðingi í kjarnorkusprengjunni yfir Hiroshima í Japan árið 1945 um 63 terajoules. Irma er því um helmingi stærri en Hiroshima.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband