Bloggfćrslur mánađarins, september 2011

Óróinn á ný undir Kötlu

UppsafnFjöldi2011Undanfarna daga hafa fjölmiđlar fjallađ um óróa undir Mýrdalsjökli og margir spurt um líkurnar á Kötlugosi í ţví sambandi. Ástćđan fyrir vaxandi áhyggjum eru tengdar hlaupóróa og litlu hlaupi í Múlakvísl 6. september, og ţó einkum aukinni skjálftavirkni undir Mýrdalsjökli nú seinni part sumars. Línuritiđ til vinstri sýnir skjálftavirkni undir Mýrdalsjökli frá 1. maí 2011. Ţetta er uppsafnađur fjöldi skjálfta á hverju svćđi, samkvćmt gögnum Veđurstofu Íslands. Hér er skjálftafjöldinn á hverju svćđi sýndur međ einkennislit: Mýrdalsjökulsaskja (rautt), Gođabunga (grćnt), Eyjafjallajökull (blátt), Torfajökull (fjólublátt). Skjálftafjöldinn undir Mýrdalsjökli byrjađi ađ vaxa snemma í júlí og hefur sú tíđni á skjálftum haldist nokkuđ stöđugt síđan. Hér er um mikla aukningu ađ rćđa í samanburđi viđ áriđ áđur. Önnur mynd sýnir uppsafnađan fjölda skjálfta tólf mánuđina á undan: maí 2010 til maí 2011. Hér er Mýrdalsjökull međ ađeins um 300 skjálfta, samanboriđ viđ tćplega 900 skjálfta frá maí til september á ţessu ári. Ţessi mynd sýnir vel hvernig dró úr skjálftafjölda undir Eyjafjallajökli um mitt sumar 2010, og hefur mjög lítil skjálftavirkni veriđ ţar síđan.  Katla2010 2011Hins vegar var Gođabunga virkust varđandi skjálfta á ţessu 12 mánađa tímabili sem lauk í maí 2011, og hefur Gođabunga haldiđ ađ skjálfta međ svipađri tíđni síđan. Ţađ eru auđvitađ hallabreytingar á ţessum línuritum sem skifta mestu máli: brattari kúrva sýnir aukna tíđni skjálfta, en flöt kúrva sýnir lága eđa minnkandi tíđni. Eins og áđur, ţá geta allir lesendur fylgst međ skjálftavirkninni á rauntíma á ágćtum vef Veđurstofunnar. Slík vöktun almennings á gangi í jarđskorpunni á rauntíma er hvergi möguleg, nema á Íslandi. Íslendingar geta veriđ hreyknir af ţessari ríkisstofnun og ţađ er mjög ánćgjulegt ađ ţađ sé ekki enn búiđ ađ eyđa henni međ einkavćđingu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband