Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011
Mandela og Washington gátu það
30.3.2011 | 20:33
Bera jarðvísindamenn ábyrgð?
29.3.2011 | 17:56
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 18:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Endalok Vaxtar
28.3.2011 | 17:15
Verður næsti stóri skjálftinn í Ameríku?
27.3.2011 | 20:02
Komu sumir frumbyggjar Nýja Heimsins frá Evrópu?
26.3.2011 | 16:39
Getur járn í sjónum dregið úr hlýnun jarðar?
25.3.2011 | 21:53
Fyrstir í Nýja Heiminum: Örvaroddar eldri en Clovis
24.3.2011 | 20:41
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 20:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Jarðsköpun - Geoengineering
24.3.2011 | 16:20
Ástæðan fyrir því að Katla er ekki stærsta títannáma heims
21.3.2011 | 20:45
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 20:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sjaldgæfu jarðmálmarnir eru gulls ígildi
19.3.2011 | 00:42
Kína er með nær algjöra einokun á sjaldgæfu jarðmálmunum, og nú eru gömul móðurborð og önnur rafeindaborð allt í einu orðin gulls ígildi. Sjaldgæfu jarðmálmarnir eru sautján frumefni í töflu lotukerfisins, frá númer 57 til 71, og þar á meðal efnin skandíum, yttríum, samaríum og fimmtán lantaníð efnin. Sjaldgæfu jarðmálmarnir haga sér allir líkt. Þeir hafa meðal annars mjög góða leiðni. Þessir málmar eru ómissandi í rafeindaiðnaðinum, og nauðsynlegir við gerð á tækjum sem við reiðum okkur mikið á í daglegu lífi. Þeir eru til dæmis mikilvægir málmar í tölvum, rafhlöðum, farsímum, bifreiðum, seglum, flúrósent ljósum, videódiskum og yfirleitt í öllum tækjum með rafeindaborðum. Framleiðslan af sjaldgæfu málmunum árið 2009 var 124 þúsund tonn, en eftirspurnin var um 134 þúsund tonn. Um 97% af öllum sjaldgæfu málmunum eru grafnir úr jörðu í Kína, eins og myndin fyrir ofan sýnir, og það er eiginlega engin samkeppni á þessu sviði. Verð á öllum sjaldgæfu málmunum hefur rokið upp úr öllu valdi, eins og myndin til hliðar sýnir. Verð á samaríum hefur til dæmis hækkað úr um $20 á kíló í fyrrasumar, upp í um $120 á kíló nú í febrúar 2011. Viðbrögð rafiðnaðarins í Japan og á vesturlöndum er urban mining eða námugröftur í borgum. Nú er byrjað að endurvinna í stórum stíl gamlar og úreltar tölvur, farsíma og annan rafbúnað, til að ná úr þeim sjaldgæfu málmunum. Það er hægt að vinna sjaldgæfu jarðmálmana úr jörðu í öðrum löndum heims, en talið er að það taki um tíu ár að koma því til leiðar, og á meðan stjórna Kínverjar algjörlega markaðnum. Kínverjar hafa verið skynsamir í þessu máli og stýrt því vel með sínu volduga efnahagskerfi. Hvað er eiginlega að hinum kapítaliska heimi, að átta sig ekki á slíkum fremur einföldum atriðum, fyrr en allt er komið í strand? Það getur orðið dýrt fyrir þjóðfélagið til lengdar að láta berast undan vindi með illa upplýsta kapítalista undir stýri. Einokun Kínverja á sjaldgæfu jarðmálmunum er sláandi. Ég held að það komi ef til vill best í ljós ef við skoðum verð á samaríum undanfarið. Eins og myndin fyrir ofan sýunir, þá hækkaði kílóið af samaríum úr $20 upp í $120 á sex mánuðum frá marz 2010 til febrúar 2011. Nú eru iðnríkin að byrja að bregðast við. Námugröftur mun hefjast í Mountain Pass námunni í Kaliforníu á næstunni og gert er ráð fyrir að hún geti framleitt um 20 þúsund tonn á ári. En framtíðarnáman fyrir sjaldgæfu jarðmálmana er sennilega á hafsbotni. Víðs vegar um heimsins höf finnast hnefastórar kúlur af mángan, sem liggja á hafsbotni og bíða eftir því að vélmenni komi til að tína þær upp í körfu, sem er hífð upp og um borð í námuskipið. Mángankúlur eru útfellingar af ýmsum efnum úr sjónum. Mynd til hliðar sýnir eina slíka. Þær innihalda töluvert magn af dýrum málmum (gulli og platínu) og einnig eru þær ríkar af sjaldgæfu jarðmálmunum. Ef til vill er verð á þessum málmum nú orðið það hátt að námugröftur á hafsbotni borgar sig. Þá er einokun Kína sprungin.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)