Mandela og Washington gátu það

nelson mandelaÞað er mikið rót í löndum Norður Afríku þessa dagana  og líkur á að nýir menn og nýjar stjórnir taki þar völd víða að loknum byltingum.   Hver er reynslan af byltingum yfir leitt? Það er eitt að hrinda af stað byltingu, en svo allt annað mál að stjórna á farsælan hátt á eftir, og enn meiri vandi að leyfa lýðræði að koma á í landinu síðar.  Sagan segir okkur að nær allir forsprakkar byltinga hafi tekið einræðisvöld og haldið þeim lengi eftir byltingu. Lítum á Napóleon, Lenín og Castró sem nærtæk dæmi.  georgewashingtonEinræði er spillandi og algjört einræði er algjörlega spillandi, segir sagan okkur.  Ég held að þeir Nelson Mandela og George Washington séu einu forsetarnir sem stýrðu byltingum, en gáfu svo fljótlega völdin aftur í hendur lýðræðinu á virðulegan hátt. Þeir voru báðir heiðursmenn.  Vonandi koma aðrir slíkir fram á vettvanginn í Norður Afríku. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband