Færsluflokkur: Jarðefni

Það kemur út úr báðum endum á kúnum

ch4_trend_all_glMetan, jarðgas – mýragas – CH4 – er annað mikilvægata gasið, sem hefur áhrif á loftslag, myndar gróðurhúsaáhrifin og veldur hnattrænni hlýnun. Talið er að hver sameind af metan sé um 30 sinnum virkari en koltvíoxíð, eins og ég hef bent á aður hér

http://vulkan.blog.is/blog/vulkan/entry/2187409/

Metan hefur vaxið stöðugt í andrúmsloftinu, eins og myndin sýnir.   Þegar þið skoðið myndina nánar, takið þá eftir að frá 1984 til 2006 virtist vera að hægja á metan losun í heiminum, en svo byrjar annað tímabil, sem ríkir enn, þar sem metan losun vex í aukandi mæli. Sumir hafa kennt þar um vaxandi borun eftir jarðgasi, en aðrir benda á landbúnað. Nú virðist niðurstaðan vera sú, að þessi voxtur sé mest nautgripum að kenna, samkvæmt nýbirtum niðurstöðum Julie Wolf og félaga. Metan gas er bein afleiðing af meltingu hjá grasætum eins og kúm og þær losa sig við gasið reglulega úr báðum endum. Nautgripastofninn hefur stækkað mikið, bæði hvað snertir heildar fjölda og ekki síður stærð einstaklingsins, vegna kynbóta. Einnig hefur meðferð og nýting mykjuáburðar aukist mikið og allt þetta skýrir meiri útlosun af metan gasi á jörðu. Það sem mér finnst merkilegast er, hvað kerfið er viðkvæmt og hvað tiltölulega litlar breytingar á háttum okkar geta haft áhrif á heimsvísu.


Er gullgrafaraæðinu að ljúka?

Það hófst árið 1966, er íslenska ríkið samdi við svissneska fyrirtækið Alusuisse um lýgilega ódýrt orkuverð til álbræðsluvers í Straumsvík. Þar með var alheim gert kunnugt að á Íslandi væri hægt að semja við ríkisstjórn um hræódýra orku og að það væri ríkisstjórn sem hefði engar áhyggjur af mengun og náttúruspjöllum, allt í þágu stóriðjustefnu. Í kjölfarið fylgdu álver Fjarðaál í Reyðarfirði og Norðurál á Grundartanga, en í heild taka álverin um 75% af allri orkuframleiðslu á Íslandi. Græðgin í ódýra orku var svo mikil, að orkuframleiðsla Íslands tvöfaldaðist á aðeins fimm árum, frá 2002 til 2007. En á meðan fóru öll viðskiptin við álframleiðendur fram á leyndu orkuverði, sem ríkistjórnin ein veit um.  

Nú berast okkur fregnir að áform um enn eitt stóriðjuver séu að renna út í sandinn: það er fyrirhuguð sólarkísilverksmiðja Silicor Materials á Grundartanga. Á sama tíma er búið að loka kísilveri United Silicon í Helguvík vegna stórfelldar mengunar. Íslendingar eru loksins að átta sig á að hemjulaus stóriðja er ekki endilega rétta lausnin til velferðar. Það eru ýmsar aðrar og ómengandi leiðir til efnahagslegrar þróunar, eins og ferðaiðnaðurinn hefur bent sterkelga á. Vonandi erum við nú að hætta þessu gullgrafaraæði sem hófst í Straumsvík, enda tími til kominn.

 


Gullið í Grænlandi

NalunaqAf hverju finnst gull á Grænlandi, en eiginlega ekkert í bergi á Íslandi? Það er aldur og jarðsaga sem ræður því. Grænland er meðal elstu landa jarðar, allt að 4 milljarðar ára gamalt. Gamalt berg hefur gengið í margt í gegnum jarðaldirnar, eins og gefur að skilja. Grænland hefur til dæmi verið staðsett fyrir sunnan miðbaug, en rak síðan norður. Grænland hefur líka verið grafið djúpt í jörðu, tugi kílómetra, sem hefur hitað og soðið jarðskorpuna og skilið að ýmsar efnasamstæður og frumefni á vissum svæðum. Þá ummyndast bergið og hnoðast, eins og þegar við bökum marmaraköku. Heitir vökvar, sem eru eins konar millistig milli hraunkviku og heita vatnsins okkar, bera með sér þessi efni úr dýpinu, en svo falla þau út og kristallast þegar vökvinn kemur upp í kaldara berg. Þá myndast málmæðar, sem eru grundvöllur fyrir námurekstri.

Það er ótrúleg fjölbreytni í málmum og verðmætum frumefnum í jarðskorpu Grænlands. Framtíðin mun skera úr um, hvernig Grænlendingar munu fara með þessi miku auðæfi í jörðu, en námuvinnsla þar mun hafa gífurleg og neikvæð áhrif á umhverfið, allt til Íslands. Til þessa hefur námugröftur gengið fremur illa, vegna þess að aðstæður allar eru erfiðar og innviði vantar (orka, hafnir, vinnuafl, samgöngur, veðurfar ofl.). Í dag eru fiskveiðar aðal atvinnugrein Grðnlendinga, með fisk um 90% af öllum útflutningi.

En þetta mun breytast með hnattrænni hlýnun jarðar. Auðæfi Grænlands er risastór og merkileg saga. Þar er gull, demantar, rúbínar, heilt fjall af járni, sjaldgæfu jarðefnin (rare earths) sem eru ómissandi í raftækni iðnaðinn og ef til vill olía. Til þessa hafa það verið aðallega námufélög frá Ástralíu og Kanada, sem grafa í Grænlandi, sem eyða um 500 milljón danksar krónur á ári þar.

            Þrátt fyrir öll þessi auðæfi, þá er gull eiginlega eina efnið sem hefur verið unnið í námum Grænlands til þessa. Það er gullnáman Nalunaq á suður Grænlandi, sem Angel Mining félagið hefur grafið í síðan árið 2004 í fjallinu sem nefnist Kirkespiret eða “kirkjuturninn” (sjá mynd). Hún er staðsett um 100 km fyrir suðaustan Bröttuhlíð. Hér kemur gullið fyrir í æðum af kvartzi, sem eru allt að 1 meter á breidd. Í æðunum er magnið af goldgulli milli 18 g 21 grömm í hverju tonni af bergi.   Um tíma komu um 11 til 15 kg af gulli út úr námunni í hverjum mánuði.  Þetta er sem sagt hágæða náma, en þrátt fyrir það var námunni lokað í ágúst árið 2013 vegna falls á gulli á heimsmarkaðnum. Þá féll gull um 30%, frá $1872/oz. og niður fyrir $1300/ oz. Það borgaði sig ekki að halda áfram rekstri. Eins og línuritið sýnir, þá hefur gull frekar lækkað eða staðið í stað á heimsmarkaðnum síðan.

Nú berast fréttir þess efnis að íslenskt fyrirtæki, Alopex Gold, sé að hefja gröft eftir gulli í Nalunaq námunni. Það verður spennandi að sjá hvernig þeim gengur með námugröft og rekstur á þessu einangraða og erfiða svæði.


Skófir og fléttur með skynvilluefni?

sko_769_fir2.jpg

 

Skófir og fléttur eru einn hluti af lífríkinu, sem við veitum ekki mikla athygli, en er samt sem áður mjög spennandi fyrirbæri á margan hátt. Þær eru oft fyrstu lífverurnar, sem nema land á ungum hraunum. Þær gefa frá sér sýru sem vinnur á berginu og hjálpar til að mynda jarðveg með tímanum fyrir svokallaðar æðri plöntur. En það er magt fleira óvænt varðandi skófir. Í regnskógum Ekvador í Suður Ameríku vaxa skófir af tegundinni Dictyonema huaorani. Inkarnir í Ekvador vita að þetta er jurt, sem inniheldur skynvilluefni og efnagreiningar sýna að þessar skófir innihalda meðal annars efnin tryptamín og psilocybin. En þessi skóf getur einnig gert menn ónýta. Íslenskar skófir og fléttur hafa verið notaðar sem litunarefni fyrir ullarþráð um margar aldir, en þær gefa af sér dökkbrúnan lit, rauðbrúnan eða gulbrúnan lit. Það er oft rætt um að íslenskar skófir og fléttur kunni að innihalda vímuefni eða skynvilluefni (psychodelic drugs), en enginn virðist hafa fjallað um hvaða tegundir af skófum er hér um að ræða. Það eru um 700 tegundir þekktar af skófum og fléttum á Íslandi.  Sumir halda því fram að skófin umrædda sé Collema Fuscovirens af slembruætt, eða Collema flaccidum (hreisturslembra). Aðrir telja að galdrajurtin sé Parmotrema menyamyaense. Þær munu allar innihalda efnin bufotenin, norbufotenin, tryptophan, tryptamine og serotonin í mismunandi mæli.


Hættulegt að anda


 fusioncharts.jpg

Kína er miðstöð alls iðnaðar á jörðu, en því fylgir gífurleg mengun. Það stafar einkum af því að aðal orkugjafi kínverja eru brennisteinsrík kol. Í Peking hefur mengunin verið svo slæm, að Bandaríska sendiráðið lét setja upp skynjara hjá sér árið 2008, sem mælir daglega mafn af P2.5 rykkornum, en þau eru hættulegust heilsu manna. Þetta er svipað að eðli og svifryk það sem myndast í Rekjavík á vetrum vegna umferðar. Síðan hefur Sendiráðsmælirinn verið eins og hornsteinn fyrir mælingar loftgæða í Kína: það eina sem menn treysta.

Hættumörkin á loftgæðum eru talin 300 P2.5 einingar, loft þar yfir er talið mjög hættulegt heilsu og allir verða að halda sig innan dyr á meðan slíkt ástand ríkir. Myndin sýnir mælingar í Peking undanfarna daga. Það er langt yfir hættumörkum og hefur í dag náð upp í 446 einingar.

Kínversk stjórnvöld hafa ekkert verið sérlega ánægð með að erlent ríki sé að fylgjast með loftgæðum þeirra, en þetta eru nú einu gögnin sem allir treysta.


Mýragas vex hraðar í lofthjúp

metan2016.jpgMýragas eða metan hefur efnafræðitáknið CH4 og er mikilvægt í náttúrunni.  Gasið berst frá jörðu og upp í lofthjúp jarðar, þar sem gasið veldur hnattrænni hlýnun líkt og koltvíoxíð. En þar er metan hlutfallslega miklu virkara en koltvíoxíð. Talið er að hver sameind af metan sé um 30 sinnum virkari en koltvíoxíð, en það er miklu minna af metan í lofthjúpnum (um 2 hlutar af milljón á móti um 400). Metan hefur hækkað í andrúmsloftinu síðan iðnbyltingin hófst, en af einhverjum ástæðum vex það nú með meiri hraða síðan 2007, eins og fyrsta mynd sýnir, eftir E.G. Nisbet. Frá 2007 til 2013 óx metan um 5.7 ppb á ári, en svo varð stökkbreyting árið 2014 og þá óx metan um 12.5 ppb það árið. Hvað veldur þessu? Önnur mynd sýnir að dreifing metan er ójöfn í tíma og rúmi á jörðu. Á myndinni merkir grænt, gult og rautt hækkun, en blátt, dökkblátt og fjólublátt lækkun á metan. Rannsóknir á samsætum af kolefni í metan gasi sýna að þessi hækkun er ekki vegna jarðefna, olíu eða kola heldur er hún lífræn að uppruna. Þessi mikla og skyndilega aukning metan er stór ráðgáta fyrir vísindin í dag. metandreifing.jpgGetur það verið vegna losunar af mýragasi úr sífreranum í norðri, eða vegna bráðnunar á metan ís sem finnst í seti á hafsbotni eða meiri rotnunar gróðurs í hitabeltinu? Enginn veit, en það er greinilegt að mikil breyting er í gangi og jafnvel stökkbreyting.



Hvað gerist þegar heitur reitur fæðist?

plumes.jpgVið höfum engar rannsóknir á þessu sviði, en sennilega berst mikið gas upp á yfirborð jarðar þegar heitir reitir fæðast. Það getur því haft afgerandi áhrif á lífríki og valdið útdauða. Heitir reitir á jörðu eru af ýmsum aldri. Sennilega er íslenski heiti reiturinn elsti virki returinn, en hann er um 250 milljón ára. Hér er fæðingaraldur nokkurra heitra reita: Yellowstone 18 milljón, Samoa 23, Reunion (Deccan) 66, Galapagos 90, Hawaii 87 milljón ár. Við vitum að efni í möttulstróknum sem myndar heita reitinn á yfirborði kemur af miklu dýpi í jörðu. Jarðskjálftabylgjur sýna að heiti reiturinn nær niður fyrir 660 km undir Íslandi og sennilega langleiðina niður af mörkum möttuls og kjarna (2900 km). Sönnun um mikið dýpi möttulstróksins kemur frá mælingum á hlutfalli á ísótópunum af vetni: basalt í heitum reitum hefur óvenju hátt hlutfall af 3He/4He sem bendir á uppruna á miklu dýpi.

Hiti í venjulegum möttulstrók er talinn um 300oC hærri en í möttlinum umhverfis. Myndin sýnir líkan fræðimanna af hegðun möttulstróks í jörðu. Hann rís upp eins og sveppur, sem breiðir úr sér nálægt yfirborði jarðar. Ummál á haus möttulstróksins er talið vera um 200 til 400 km. Möttulstrókurinn er heitur, en þrýstingur í möttlinum er svo mikill, að hann byrjar ekki að bráðna fyrr en nálægt yfirborði jarðar, eða á um 100 km dýpi. Þá verður partbráðnun við um 1300 stig, þannig að bráðin eða kvikan er aðeins um 1 til 3% af möttulstróknum. Þessi bráð er basalt kvika, en ekki er vitað hver efnasamsetning hennar er á því augnabliki þegar möttulstrókurinn kemur fyrst upp á yfirborð, rins og þegar heiti reiturinn fæddist í Síberíu. Það er hægt að færa nokkrar líkur á því að þessi fyrsta basaltkvika sé mjög rík af reikulum efnum, eins og koltvíoxíði, vatnsgufu, brennisteinsgasi og öðrum reikulum efnum.

Það er því líklegt að eldvirkni sé allt önnur og gas-ríkari í upphafi heita reitsins, þegar möttulstrókurinn kemur fyrst upp á yfirborðið, en að gasmagn minnki hratt með tímanum. Nýlegar greiningar á gömlum basalt hraunum Síberíu styrkja þetta. Benjamin A. Black og félagar hafa sýnt fram á að basalt hraunin sem gusu í Síberíu fyrir um 250 milljón árum eru óvenju rík af brennisteini, klór og flúor gasi. Þeir telja að útgösun á hraununum í Síberíu hafi losað um 6300 til 7800 Gt brennisteinsgas, 3400 til 8700 Gt klórgas, og 7100 til 13,600 Gt flúorgas (eitt GT er einn milljarður tonna). Í viðbót verður útlosun af miklu magni af CO2. Ef þetta reynist rétt, þá er hér hugsanlega skýring á útdauðanum á mörkum Perm og Trías í jarðsögunni.


Hvernig tunglið varð til

tungl.jpgTunglið er alltaf þarna, uppi á himninum, okkur til aðdáunar. Það veldur einnig sjávarföllum, sem eru mikilvæg fyrir lífríki jarðar. En hvernig myndaðist tunglið? Flest bendir til þess að tunglið hafi myndast fyrir um 4,5 milljörðum ára vegna áreksturs loftsteins eða lítillar plánetu á jörðina, eða aðeins um 40 milljón árum eftir að jörðin myndaðist. Kenningin er sú, að loftsteinn á stærð við Mars hafi rekist á jörðina og þá hafi kastast mikið magn af efni frá jörðinni, sem myndaði disk af grjóti og ryki umhverfis jörðina. Tunglið myndaðist síðan úr þessum disk. Það eru viss vandamál varðandi þetta líkan, eins og það að jörð og tungl hafa nær nákvæmlega sömu efnasamsetningu og ekkert efni hefur enn fundist, sem gæti verið efni úr stóra loftsteininum.  Getur það verið vegna þess að efni úr loftsteinum og ytri lögum jarðar blönduðust vel saman?  Er tunglið aðallega myndað úr efni frá loftsteininum eða úr efni frá jörðinni? Nú hefur komið í ljós að það er lag á mörkum kjarnans og möttuls jarðar, og Miki Nakajima og félagar hafa stungið uppá að þetta lag séu leifarnar af loftsteininum stóra.

Nú hefur einnig komið í ljós að tunglið hefur hærra magn af kalíum ísótópum (K41) heldur en jörðin. Það er því mælanlegur munur á efnasamsetningu tungls og jarðar. Það bendir til þess að áreksturinn hafi verið mjög kröftugur, og að mikill hluti af möttli jarðar og loftsteinninn hafi blandast í gas skýi umhverfis jörðina. Tunglið myndaðist síðan við kólnun á þessu skýi. Á þessum tíma, skömmu eftir myndun jarðar, var himingeimurinn hættusvæði, vegna mikils fjölda smástirna og loftsteina, sem orsökuðu tíða árekstra fyrstu milljónir ára í sögu jarðar.


Eigum við að afskrifa Helguvík?

Helguvík framtíðar?Atvinnuleysi er nú í vor að þurrkast út í Reykjanesbæ. En það er ekki vegna nýrra starfa í mengandi verksmiðjum, heldur í vaxandi ferðaiðnaði. Í mars í fyrra voru 830 manns (7,5%) á atvinnuleysisskrá í Rekjanesbæ, en 630 núna í mars (5,6%) eða um 200 færri. Það er sagt að meir en helmingurinn af þessum 5,6% séu útlendingar, sem hvorki tala íslensku né ensku og eru því ekki starfshæfir.  Forsvarsmenn Isavia, IGS og fleiri aðila í flugstöðinni hafa þurft að leita út fyrir Suðurnesin eftir starfsfólki. Ferðaþjónustan er nú langstærsti aðilinn á svæðinu.  Samt sem áður er stefna ríkisstjórnarinnar að reisa mjög mengandi stóriðjuver í Helguvík.   Stóriðja og ferðaþjónusta eiga alls ekki leið saman, en það er nú augljóst öllum öðrum landsmönnum en yfirvöldum.  Það er merkilegt að hestamenn á Reykjanesi hafa verið mest áberndi í mótmælum gegn iðnaðarverum í Helguvík.  Hestamannafélagið Máni á skilið hrós fyrir.  Þeir óttast að mengun frá stóriðjuverunum muni hafa áhrif á hestana sína. En er þá ekki ástæða til að óttast að mengun hafi áhrif á börn þeirra, og þeyndar mannfólkið allt? En reynslan sýnir að flúor mengun til dæmis frá álverinu á Grundartanga hefur nú haft alvarleg áhrif á hesta í Hvalfjarðarsveit. En þróunin virðist halda áfram í skjóli iðnvæðingarstefnu núverandi yfirvalda. Norðurál (Century Aluminum) stefnir á að reisa álver hér. Einnig stefnir United Silicon á að reisa hér kísilver. Á Helguvík og ef til vill allur Reykjanesskagi að verða ruslatunnan fyrir stóriðju á Íslandi?  Enn er tími til að stemma stigu við þessari hættulegu þróun.  Það er enginn vafi að bæði álver og kísilver eru mjög mengandi og er það ekki eingöngu flúor, en ýmis önnur óæskileg efni, sem berast út frá þeim.  Eitt og sér er þessi mengun nægileg ástæða til að vísa á brott slíkum sóðalegum iðnaði, en það eru önnur rök nú komin upp á yfirborðið:  það er næg atvinna í boði á Íslandi sem er tengd ferðaiðnaði, og því engin rök  fyrir hendi til að stuðla að uppbyggingu iðnaðar lengur.


Silicor gerir árás

Ég bloggaði hér um áform Silicor hinn 18. Júlí í fyrra að reisa verksmiðju á Grundartanga í Hvalfirði. Það vakti töluverða athygli, bæði vegna þess að margir hafa áhyggjur af sölu orku á ódýrasta verði, margir eru á báðum áttum með frekari iðnað og verksmiðjurekstur á Íslandi og einnig vegna hugsanlegrar mengunar frá þessari tegund iðnaðar. En framleiðsla á kísil sólarsellum er fræg fyrir að vera mjög mengandi. Í viðbót er það mín skoðun að efnahagsleg framtíð Íslands líggi ekki í aukinni og vaxandi mengandi stóriðju. Nú er ferðaþjónustan orðin stærsta grein í efnahag landsins. Til að vernda ásynd og nátturu Íslands er mikilvægt að halda iðnaði og mengun í skefjum og draga úr, frekar en bæta við stóriðju.

 Fyrirtækið Silicor hefur frekar ófagran feril í Norður Ameríku og má segja að þeir hafi eiginlega flæmst úr landi. Hvorki Ameríkanar né Kanadamenn vilja lýða mengandi iðnað af þessu tagi og láta því Kínverja um slík skítverk. Ég rakti í blogginu hvernig Silicor, sem hét áður Calisolar, flæmdist frá Kaliforníu, komst ekki inn í Ohio eða Mississippi með verksmiðjur, fór frá Kanada, en virðist nú geta komið sér fyrir á Íslandi. Hér fá þeir ódýra orku og virðast geta mengað eins og þeim sýnist.

 Mér til nokkurrar undrunar svaraði fyrirtækið mér fullum hálsi, með því að gera árás á vefsíðu þá, sem vefritið Wikipedia hefur um mig og mín vísindastörf.   Þar hefur agent eða umboðsmaður Silicor komist inn og skrifað meðal annars að Haraldur Sigurðsson sé virkur í að deila á Banadríkjastjórn, deili á auðveldisstefnu heimsins, á starfsemi Kínverja á Norðurheimsskautinu, og einnig að ég hafi lýst því yfir að ég muni starfa gegn Hilary Clinton, ef hún fer í forsetaframboð.

Þetta virðist skrifað mér til lasta, og Silicor virðist ímynda sér að þessi skrif komi einhverju höggi á mig á þennan hátt. Nú, satt að segja er ég hreykinn af öllum þessum skrifum og tel, sem Bandariskur ríkisborgari til 40 ára að mér sé frjálst og heimilt að koma fram með mínar skoðanir á hverju máli sem er, í riti og í máli. Sem sagt: algjört vindhögg! Ég hef kosið Obama og Bill Clinton, en tel að Hillary sé ekki rétta forsetaefnið nú, vegna spillingar sem hefur komið sér fyrir í herbúðum hennar.  Það eru aðrir ágætir Demókratar sem ég tel hæfari, eins og Elizabeth Warren.

 Ég tel að Íslendingar eigi að vara sig á erlendum fyrirtækjum, eins og Silicor og alls ekki hleypa þeim inn. Ferill þess er ekki glæsilegur, og ferillinn er slíkur að það ætti að vera sjálfkrafa að þeim væri neituð aðstaða til að hefja verksmiðjurekstur hér. Skrif þeirra um mig sýna einnig að viðhorf fyrirtækisins eru fjandsamleg og að þeir muni beita öllum brögðum til að koma sínu fram. Hættulegir. Sennilega verð ég að fara að læsa útihurðinni hjá mér, sem við erum nú ekki vanir að þurfa að gera hér í Stykkishólmi. En varið ykkur Skagamenn: Hvernig líf viljið þið eiga í framtíðinni? Algjört mengandi verksmiðjuhverfi, sem venjulegt ferðafólk mun taka stóran krók á leið sína til að forðast.  


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband