Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2017

Þúsund-ára flóð

Ég hafði rangt fyrir mér, þegar ég staðfesti að Harvey regnstormurinn yfir Houston í Texas væri 500-ára stormur. Nýjar niðurstöður sýna að hann er þúsund-ára stormur þegar mælt er út frá úrkomu.  Það er ekki vitað um annað eins flóð og úrkomu í Bandaríkjunum. Það þýðir að 99.9 prósent af tímanum getur slíkt flóð aldrei gerst. Harvey er nú fyrsta og eina þúsund-ára flóðið í sögu Norður Ameríku. En þetta gildir aðeins ef loftslag í framtíðinni er eins og í dag. Ef hins vegar að hnattræn hlýnun er í gangi, eins og langflestir fræðimenn halda fram, þá geta slík þúsund-ára flóð komið á nokkurra ára fresti. Sem sagt: við erum komin ínn á óþekkt og hættulegt svæði í loftslagsfræðinni.


Houston í kaf

Flóðin í borginni Houston í Texas eru miklar hamfarir, en þar hefur nú rignt stanslaust í þrjá daga og úrkoman er nú komin upp undir 50 tommur alls, eða yfir 123 sentimetra á þeim tíma. Þetta átti að vera svokallað 500 ára flóð (flóð, sem er svo sjaldgæft að það gerist aðeins á nokkurn veginn 500 ára fresti), en staðreyndin er sú, að í Houston hafa komið þrjú slík 500-ára flóð síðustu þrjú árin!Houston

Reynslan sýnir okkur að það er ekki auðvelt að spá um komandi eða yfirgnæfandi hamfarir út frá því sem undan er gengið. Lítið á súluritið hér fyrir ofan. Það sýnir tíðni storma á hverjum áratug, sem orsaka stórrigningar í Bandaríkjunum frá 1900 til vorra daga. Ég held að það sé nokkuð ljóst að tíðni þeirra fer vaxandi. Það er breyting í gangi. Sú breyting er hnattræn hlýnun, en vaxandi tíðni stórrigninga og fellibylja er ein afleiðing hnattrænnar hlýnunar, þótt æstu völd í Bandaríkjunum neiti því og stinga bara hausnum í sandinn eins og strúturinn.

Fellibylurinn Harvey er nú talinn einn af tíu verstu sinnar tegundar í Bandaríkjunum. Tjónið er nú metið á bilinu $10 til 20 milljarðar dalir.


Eldarnir á Grænlandi eru logandi mór

 Fire-burning-Greenland-800x600

Í fyrstu var talið að það væru sinueldar, sem loga á stóru svæði á vestur Grænlandi, skammt frá bænum Sisimiut. En frekari rannsókn bendir til að það sé mór sem matar eldana. Ef svo er, þá er málið öllu alvarlegra en haldið var. Mór, sem getur brunnið á þessu svæði bendir til að sífrerinn sé farinn úr jarðveginum. Hér hefur ríkt sífreri (þeas. hiti í jarðveginum er um eða undir núll stig) síðan ísöld lauk, fyrir tíu þúsund árum. Nú virðist sífrerinn farinn og þurr mór er eftir.

Með hnattrænni hlýnun dregur hægt og sígandi úr sífreranum á norðurslóðum. Loftslagsfræðingar hafa til þessa spáð að sífrerinn fari ekki úr jarðvegi á Grænlandi fyrr en um næstu aldarmót. Það vekur því undrun að sífrerinn er að hverfa hratt á þessu svæði á Grænlandi. Eins og í öllum tilfellum varðandi þær loftlslagsbreytingar sem nú eru á skella á, þá hafa fræðimenn verið of íhaldssamir í sínum spám, en breytingrarnar eru miklu hraðari en jafnvel djörfustu líkön gerðu ráð fyrir.


Eldar á Grænlandi

greenland-fire1_wide-da6d363295d7a5621e0896baf5f4cd0e248b5e59-s2500-c85

Eldar geisa nú í jarðvegi á vestur Grænlandi á meir en 1200 hektara svæði. Myndin er frá gervihnetti yfir svæðinu, sem nú logar. Sennilega eru þetta sinueldar og ef til vill hefur einnig kviknað í uppþornuðum mómýrum. Svæðið er 100 km fyrir norðan Sisimiut og skammt frá Kangerlussuak. Ef til vill eru eldarnir af þeim sökum, að í júlí hefur verið óvenju hlýtt og þurrt veðurfar.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband