Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2015

Litla Ísöldin endurtekin?

loftslagLoftslagsbreytingar eru ađ gerast á jörđu. Ţađ er ekki deilt um ţá stađreynd. Hins vegar er deilt um orsökina. Er breytingin af manna völdum eđa eitthvađ náttúrulegt fyrirbćri? Sumir (ţeir eru reyndar örfáir) telja ađ breytingarnar séu vegna misumnandi geislunar sólarinnar. Auđvitađ er sólin stćrsta orkulind okkar. Hún gefur ylinn međ sólskininu og einnig hefur sólin skapađ ţá jarđolíu og jarđgas, sem viđ brennum. Ţađ eru ađeins jarđhitinn og kjarnorkan, sem eru orkulindir óháđar sólinni.   Línuritiđ hér fyrir ofan sýnir breytingar á međalhita á yfirborđi jarđar frá 1950 til dagsins í dag (blátt). Einnig sýnir myndin hvernig koltvíoxíđ hefur risiđ stöđugt (grátt), á sama hátt og hitinn. Nćr allur vísindaheimurinn er á ţeirri skođun ađ hćkkandi hiti stafi af vaxandi magni af koltvíoxíđi, sem viđ mannfólkiđ losum viđ brennslu á jarđefnum eins og kolum og olíu. Ađ lokum sýnir myndin sveiflur í virkni sólarinnar (gult).   Ţađ er ljóst ađ breytingar á virkni sólar hafa ekki haft nein áhrif á međalhita jarđar á ţessu tímabili.

Nú hefur rússneskur eđlisfrđingur Valentína Zharkova sett fram ţá tilgátu ađ breytingar á sólinni eftir 15 ár muni valda mikilli kólnun á jörđu, jafnvel annari lítilli ísöld. Ađrir sólfrćđingar hafa ekki enn birt álit sitt á kenningu hennar, en ţađ verđur fróđlegt ađ fylgjast međ ţví.


Hin hliđin á Snćfellsjökli

Snćfellsjökull2015Viđ horfum á Snćfellsjökul oftast úr austri eđa suđri og ţá eru Jökulţúfurnar á toppnum áberandi. Í gćr gafst mér tćkifćri til ađ skođa Jökulinn ađ vestan og norđvestan verđu ásamt Ragnari Axelssyni ljósmyndara, en ţá blasir viđ nokkuđ önnur sýn, eins og myndin hans Ragnars sýnir. Ţá erum viđ nefnilega komnir niđur í ađalgíg eldfjallsins, sem er um 1.5 km í ţvermál. Austurbrún gígsins er mikill hamar, og rísa ţúfurnar ţrjár upp fyrir ofan hamarinn. Ţađ er enn óvenju snjóţungt hér eins og víđast á hálendi Íslands, en samt grillir í hraunlög í klettabrúninni, í gegnum hrímiđ. Vonandi gefst okkur tćkifćri í haust ađ kanna ţetta svćđi frekar, ţegar bráđnun nćr hámarki og meira af berginu kemur í ljós.


Milljón kúkar úti á túni

viđ veginnViđ fögnum ţví ađ erlendir ferđamenn hópast nú til Íslands og eru duglegir ađ njóta náttúrufegurđar hér á Fróni. En ţví fylgja óhjákvćmilega ýmis vandamál, sem ekki hefur veriđ nćgilega fjallađ um, en munu óhjákvćmilega valda miklum spjöllum á náttúru landsins í náinni framtíđ. Eitt af ţeim er umgengni ferđamanna, sem velja sér nćturstađ viđ ţjóđveginn. Ţegar ekiđ er um landiđ eru litlir sendibílar eđa campers viđ veginn orđin mjög algeng sjón, en ţar hafa erlendir ferđamenn komiđ sér fyrir yfir nóttina. Margar bílaleigur, eins og Kúkú campers, Go Iceland, Happy Campers og fleiri, beinlínis hvetja ferđamenn til ađ hafa ţennan ferđamáta og auglýsa ţannig ókeypis gistingu viđ veginn. En hvar gengur ţetta fólk örna sinna? Auđvitađ úti í móa viđ veginn eđa á bak viđ bílinn. Erum viđ ađ ef til vill komast á ţađ stig ađ hér verđi gerđir milljón kúkar á dag viđ veginn? Viljum viđ lýđa slíkan sóđaskap á okkar landi? Í öllum bćjarfélögum eru ágćtis tjaldstćđi, međ salerni og hreinlćtisađstöđu. Er ekki kominn tími til ađ stemma stigu viđ ţessari ţróun og skipa erlendum ferđamönnum ađ notfćra sér slík viđurkennd og skipulög tjaldstćđi? Sumar bílaleigur og netmiđlar hafa skapađ andrúmsloft, sem hvetur ferđamenn til ađ gera allar sínar ţafir úti í Íslenskri náttúru. Hér eru nokkur dćmi um slíkt, tekin af netinu:

Passion Passport: “The Law of Survival states that you can stop on any man’s land for a night and eat anything that grows on that land. That means that it’s completely acceptable – and legal – to sleep in your car, whether you’re on private property, in a national park, or at a designated rest stop.“

“By the end of our trip, I felt like I really communed with nature in the sense that (how do I put this delicately?) I peed in every corner of Iceland.”

“You can park the car nearly anywhere in the country and sleep in the back of it.”

Myndin sem fylgir segir sína sögu, en takiđ eftir skiltinu inni í rauđa hringnum, sem bannar tjaldsvćđi.

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband