Bloggfærslur mánaðarins, júní 2015

Þá klofnaði fjallið

GeldingaborgÁ síðasta hlýskeiði ísaldar, fyrir 135 þúsund árum, var myndarlegt eldfjall virkt í vestanverðum Hnappadal á Snæfellsnesi. Úr því streymdu allmörg basalthraun, sem nú mynda mikla grágrýtishamra í Geldingaborg og einnig stuðlabergið fagra í Gerðubergi. Þetta hnattræna hlýskeið, sem er nefnt Eemian meðal jarðfræðinga, stóð yfir í um tíu til fimmtán þúsund ár, en svo skall á annað jökulskeið fyrir um 120 þúsund árum, -- hið síðasta.  Grágrýtið í Gerðubergi og Geldingaborg er hluti af mikilli eldvirkni sem varð strax í upphafi Eemian hlýskeiðsins, en það hefur verið aldursgreint sem 135 þúsund ára gamalt af Hervé Guillou og félögum (2010). Sennilega var þá aukin eldvirkni um allt íslenska gosbeltið, vegna þess að þegar fargi jökulsins var skyndilega létt af landinu, þá jókst bráðnun í möttlinum undir jarðskorpunni. Efst í Geldingaborg mynduðust tveir miklir gígar, sem nú eru greinilegir en nokkuð jökulsorfnir.  Á síðasta jökulskeiði gekk jökull aftur yfir Geldingaborg og Gerðuberg og færði þessar jarðmyndanir í núverandi form. Seint á síðasta jökulskeiði myndaðist mikið misgengi þvert í gegnum Geldingaborg, eins og fyrsta myndin sýnir (á þesari innrauðu mynd kemur gróður fram sem rautt). Í Geldingaborg hefur jarðskorpan norðan misgengisins sigið um nokkra metra. saldarinnar, en i r verið virkt el grsgengið skorist . em 2615 kra metra. nni sar jarðmyndanir Misgengið hefur austur-vestur eða VNV-ASA stefnu, sem er einkenni á sprungum, gígaröðum og misgengjum í eldstöðvakerfi Ljósufjalla. Þetta kerfi nær alla leið frá Grábrók í austri og til Berserkjahrauns í vestri, eða um 90 km veg. Misgengið í Geldingaborg er mjög áberandi sprunga, sem má rekja um 10 km til vesturs í Urðardal, rétt norðan Hafursfells.   Rétt fyrir vestan Geldingaborg hefur misgengið skorist í gegnum Nykurhraun og hreyfing á misgenginu hefur skapað hér tjörn. Nykurhraun er nokkuð vel gróið og sennilega meir en fimm þúsund ára gamalt, en hraunið er þvá eldra en þessi síðasta hreyfing á misgenginu. Til austurs liggur misgengið í sömu stefnu og gígarnir fjórir, sem mynda Ytri og Syðri Rauðamelskúlur. Hér á láglendi hefur því basalt kvika streymt upp sprunguna og myndað tvö hraun. Kristján Sæmundsson (1966) hefur aldursgreint Syðra Rauðamelshraun sem 2615 ára gamalt. Sennilega er Ytra Rauðamelshraun jafnaldra þess. Misgengið í Geldingaborg hefur verið virkt á síðasta jökulskeiði Ísaldarinnar, en það hefur sennilega verið síðast virkt fyrir um 2600 árum, þegar eldvirknin varð í Rauðamelskúlum.   Einnig er jarðhitasvæði á Syðri Rauðamel, með allt að 45oC yfirborðshita, á þessu misgengi (Guðmundur Ómar Friðleifsson 1997). Enn austar eru gígarnir Rauðhálsar, sem munu hafa gosið skammt eftir Landnám (yngsta eldstöð Snæfellnsness) og virðist vera á sama misgengi. Ekkert er vitað um sjálftavirkni á þessu misgengi, enda eru engir skjálftamælar staðsettir á Snæfellsnesi.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband