Bloggfćrslur mánađarins, desember 2022

Íslenski kötturinn og Ameríkuferđir hans

Okkur skortir ekki sannanir um ferđir Íslendinga og Grćnlendinga til Vínlands, eđa norđaustur strandar Norđur Ameríku. Ţađ höfum viđ í  Grćnlendingasögu og Sögu Eiríks rauđa, og einnig uppgreftri rústa á Nýfundnalandi vđ austurströnd Kanada.  En spurninin er, hvađ komust ţeir langt suđur?  

6A82D775-72AD-4A90-9969-13ABDC590886_1_201_aÁriđ 1957 fannst silfurpeningur í fornum ruslahaug indíána nćrri sjávarsíđunni í Maine fylki í Bandaríkjunum. Rannsóknir sýna ađ peningurinn var sleginn í tíđ Ólafs kyrra, sem  var viđ völd í Noregi frá 1067 til 1093.  Aldursgreiningar sýna ađ öskuhaugurinn var mestu leyti í brúki frá um 1180 til 1235.  Í hálfa öld var ţessi fundur talin blekking eđa svindl, einkum ađ stuđningsmönnum Kólumbusar, sem vildu ekki viđurkenna komu norrćnna manna til Ameríku á undan Kólumbusi, en nú er fundurinn búinn ađ fá fullt gildi.  Ţessi fundur sýnir ótvírćtt ađ norrćnir menn fóru miklu sunnar en áđur var haldiđ, og ađ ferđir ţeirra til Vínlands náđu yfir miklu lengra tímabil en gefiđ er í skyn í Vínlandssögunum. En ţađ er annar ţáttur sem gefur miklu sterkari vitneskju um siglingar norrćnna manna á suđur slóđir, og ţađ er tengt erfđaefni í Amerískum köttum og skyldleika ţeirra og íslenska kattarins.

Í kringum 1975 átti ég kött sem kom frá Boston og var af Maine Coon kyni.  Hann var risastór, kaflođinn og hélt sig mest utan húss. Hann var ótrúlega fimur og kraftmikill og gat auđveldlega stokkiđ meir en eina mannshćđ til ađ krćkja sér í smáfugla úr loftinu. Hann hét Wild Thing, eftir hinu frćga rokklagi ţeirra Troggs og Jimmy Hendrix. Ég uppgötvađi ekki fyrr en nýlega ađ Wild Thing, eins og allir Maine Coon kettir,  hefur veriđ af norrćnum eđa jafnvel íslenskum ćttum.  Sennilega hefur hann átt ćttir ađ rekja alla leiđ aftur til skipskatta norrćnna manna, sem sigldu til norđaustur strandar Norđur Ameríku í kringum áriđ 1000 og síđar.

  Ţannig er mál međ vexti ađ engir innfćddir kettir voru fyrir hendi í Norđur Ameríku ţegar norrćnir menn komu fyrst til ţessa mikla meginlands. Hér voru fyrir úlfar, fjallaljón og hundar, sem frumbyggjar eđa indíánar höfđu náđ góđum tengslum viđ, en engir kettir.  Reyndar er hér ađ finna bobcat eđa  Lynx rufus, sem er mjög stór, skottlaus en óskyldur venjulegum húsköttum.  

Ég held ađ fyrstu rannsóknir á erfđamengi og uppruna íslenska kattarins hafi veriđ gerđar af Neil B. Todd og félögum áriđ 1975, en ţćr birtust í vísindaritinu Heredity. Ţeir rannsökuđu erfđamengi Reykjvíkurkatta og einnig sveitakatta á Íslandi. Ţeir sýndu fram á ađ íslenski kötturinn hefur sérstöđu og er ólíkur Evrópskum köttum, hvađ snertir erfđamengi, sérstaklega ţó sveitakettir á Íslandi.  En ţađ er fróđlegt ađ sjá, ađ Todd bendir á skyldleika íslenska kattarins og katta í Norđur Ameríku, hvađ snertir erfđamengi.   Hann stakk uppá ađ Amerískir kettir hefđu borist til Íslands međ herskipum í Seinni Heimsstyrjöldinni, en eins kemur fram hér neđar voru ferđir íslenska kattarins alveg í ţveröfuga átt.  

Áriđ 1983 kemur út frćđigrein eftir Stefán Ađalsteinsson erfđafrćđing og Amerikumanninn Ben Blumenberg, birt í ţýska vísindaritinu Zeitschrift fur Tierzuchtung Zuchtungsbiologie.  Titill greinarinnar var algjör sprengja;  Possible norse origin for two Northeastern United States cat populations, eđa Hugsanlegur norrćnn uppruni tveggja kattategunda í norđaustur hluta Bandaríkjanna.  

Ég hafđi kynnst Stefáni  nokkuđ á stúdentsárum mínum, en ţá starfađi ég á stofnun sem bar heitiđ Atvinnudeild Háskólans.  Ţar var ađ finna ótrúlega fjölbreytt samansafn íslenskra vísindamanna, einn af hverju tagi, eins og í örkinni hans Nóa.  Ţetta var fyrir ţann tíma ţegar sérhćfar vísindastofnanir voru settar á laggirnar.  Á fyrstu hćđ var skrifstofa Rannsóknarráđs Ríkisins, ţar sem  Steingrímur Hermannsson réđ ríkjum, en sú stofnun  myndađi fjárhagsleg tengsl vísindanna viđ Alţingi.  Ţađ merkasta viđ Atvinnudeild Háskólans var reyndar kaffistofan. Hér söfnuđust saman tvisvar á dag margir fremstu vísindamenn Íslands og drukku kaffi saman og rćddu um allt milli himins og jarđar.  Stefán Ađalsteinsson var oft í heimsókn, til ađ spjalla viđ Sturlu Friđriksson og Sigurđur Ţórarinsson var tíđur gestur.  

En snúum nú aftur ađ köttum og grein Stefáns og Blumenberg áriđ 1983.  Ţeir söfnuđu miklum gögnum um erfđamengi katta allt umhverfis Norđur Atlantshaf og einnig austurströnd Norđur Ameríku, einkum međ tilliti til svćđa ţar sem norrćnir menn eđa “víkingar“ höfđu dvaliđ.  Ţar kemur fram ađ erfđamengi katta frá Íslandi og sumum svćđum norđaustur strandar Norđur Ameríku, einkum á Boston svćđinu og nágrenni, er sláandi líkt. Manni dettur strax í hug ađ skipskettir um borđ í knörrum á vestur leiđ frá Grćnlandi eđa Íslandi hafi veriđ orđnir leiđir á vistinni  og vosbúđ í marga mánuđi  og stokkiđ í land viđ fyrsta tćkifćri ţegar strönd Ameríku nálgađist.  Ţar blómguđust ţeir og mynduđu stofninn sem nú nefnist Maine Coon kettir.  Ađ mínu áliti hefur mikilvćgi kattanna í sambandi viđ Vínlandsfundinn   ekki enn fengiđ verđskuldađa athygli.  Í merkri bók sinni Vínlandsgátan (1997) fjallar Páll Bergţórsson stuttlega um máliđ í síđasta kafla verksins.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband