Færsluflokkur: Snæfellsnes

Ný bók um Snæfellsjökul

Í dag kom út bók mín um Snæfellsjökul. Bókin er gefin út af Vulkan ehf og Eldfjallasafni í Stykkishólmi. Um dreifingu bókarinanr sér Árni Þór Kristjánsson, Reykjavík, arsig@simnet.is  eða í síma 862 8551 eða 581 3226. Hér er fjallað um allar hliðar Jökulsins, jarðsögu, listasögu og mannkynssögu þessa merka eldfjalls og svæðisins umhverfis.

kapa_lokagerd copy


Þjófurinn festur á mynd

 img_5522.jpg

Það var hinn 26. mars 2012 að mér bárust fregnir af hvalreka nærri Beruvík undir Snæfellsjökli. Ég flýti mér á staðinn og kom að um fjögur leytið. Þá sá ég stærðar búrhval liggja í fjörunni. Þetta var fremur stórt karldýr, ef dæma má af um tveggja metra löngum tittling, sem hékk utan á bolnum. Þegar nær kom tók ég eftir því að framhluti neðri kjálkans hafði verið sagaður af og blóðið steymdi úr sárinu, eins og önnur mynd sýnir. Í polli rétt hjá lá handsögin, með rautt handfang. Þjófurinn hafði flýtt sér á brott. Búrhvalstennur hafa töluvert verðmæti á svarta markaðnum og eru unnar í minjagripi, skartgripi og aðra smágripi, líkt og fílabein. Þegar heim kom fór ég að skoða myndirnar frá hvalstrandinu. Þá kom í ljós að ég hafði náð þjófnum á tvær myndir, þar sem hann er að hlaupa á brott, með frampartinn af neðri kjálkanum í höndum sér. Þetta er gráhærður meðalmaður á stígvélum, í bláum vinnugalla með rauða hettu, eins og myndin sýnir. Þrjóturinn var fljótur að laumast á brott þegar við komum að og kastar frá sér söginni í poll í fjörunni. img_5537.jpg

Þótt hvalrekinn ætti sér stað inan þjóðgarðsins, þá sýndu yfirvöld hvalnum engan áhuga og létu rotna á saðnum. Þarna var glatað ágætt tækifæri til að eignast heila beinagrind af sjaldgæfri hvaltegund, sem hefði verið merkilegt efni til sýninga í þjóðgarðinum. Ekkert hefði þurt til nema að varpa netdruslu yfir hræið og festa það niður í nokkra mánuði.

Rúmum þremur árum síðar, í byrjun maí árið 2015, var ég á göngu í Búðahrauni. Þá rakst ég á hvalreka í klettafjöru skammt fyrir suðvestan Fremribúðir. Þetta var heillegt hryggjarstykki af mjög stórum hval, eins og þriðja myndin sýnir. Beinin virtust ungleg, með mikið brjósk á milli liða, sem hélt þeim saman á öllum liðamótum.  Grindin var svo ungleg, að hundurinn Snælda vildi hvergi nærri koma að svo stórum beinum. Ég tel að þetta sé hryggurinn úr búrhvalnum, sem rak á land í Breiðuvík, fyrir vestan Búðir. Ef svo er, þá hefur hann rekið um 38 km leið með ströndinni á þremur árum.img_0164.jpg

 


Gamla Sæluhúsið í Kerlingarskarði

Nú vex upp kynslóð á Snæfsaeluhu_769_s.jpgellsnesi sem veit varla hvar Kerlingarskarð er. Önnur var nú öldin hér áður fyrr, en þá var Skarðið fjölfarnasti þjóðvegurinn norður yfir Snæfellsnes. Ekki gekk það ferðalag alltaf slysalaust. Í janúar árið 1906 varð til dæmis landpósturinn og aðstoðarmaður hans úti eftir mjög erfiða ferð yfir Kerlingarskarð. Þetta var eitt af mörgum dauðsföllum sem voru tengd Skarðinu. Nú lét stjórn Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu til skarar skríða og veitti 150 krónur til sæluhússbyggingar í Skarðinu. Það var 6 x 10 ánir að stærð. Ári síðar voru veittar 47 krónur til viðgerðar á húsinu.

            Ekki er mér kunnugt um hve lengi húsið stóð uppi, en sennilega var það ekki lengi. Ég rakst á rústir þess nýlega. Það var staðsett í háskarðinu, milli dysja smalanna, og á lagum móbergshrygg rétt fyrir norðan syðri dysina. Hleðslan fyrir grunninn er vel sjáanleg og nokkur spýtnabrot hér og þar.  Annað er ekki að sjá, en nú væri fróðlegt að vita hvort einhverjir hafi frekari heimildir um þetta gamla sæluhús. Mörgum árum síðar var reist myndarlegt sæluhús sunnar í Skarðinu, og stendur það enn.


Ferðamenn í Stykkishólmi

Það fer ekki framhjá neinum að ferðamenn setja svip sinn á Stykkishólm í auknum mæli. Sú holskefla af ferðamönnum, sem hefur undanfarið gengið yfir Suðurland hefur farið framhjá okkur að nokkru leyti, til allrar hamingju, vilja sumir segja.   Samt höfum öll orðið vör við aukinn ferðamannastraum, en okkur hefur skort mælikvarða til að dæma um vöxtinn í ferðamennsku í Hólminum. Auðvitað vita kaupmenn, gestgjafar og þeir sem reka veitingahús í Hólminum vel hvað syngur, en við höfum því miður ekki aðgang að þeirra tölfræði. Það er þó eitt sem lýgur ekki, en það er umferðin. Þá á ég við bílatalningu Vegagerðarinnar, en þeir hafa skráð umferð síðan árið 2000 í tæki sem er staðfest á Stykkishólmsvegi rétt hjá Skildi eða Arnarhóli (vegnúmer 58-01). Línuritið sem fylgir eru niðurstöður þeirra mælinga, frá árinu 2000 til 2015. Hér eru sýndar þrjár línur: rauða línan sýnir meðal fjölda bíla á dag yfir sumarmánuðina, sú bláa sýnir meðaltal bíla á dag yfir árið, og græna línan sýnir meðal fjölda bíla yfir veturinn.myndo_776_1a.jpg

            Það má lesa margt út úr þessu línuriti, en eitt er augljóst: umferðin inn í Stykkishólm hefur rúmlega tvöfaldast á þessu tímabili, á öllum árstímum. Það eru hæðir og lægðir á línunum, sem kunna að vera tengdar kreppunni uppúr 2008, en það er mest sláandi hvað vöxturinn er mikill árin 2014 og 2015. Það virðist ekkert lát vera á þessum vexti í umferð í dag, eins og seinni myndin sýnir. Hún er súlurit frá Vegagerðinni fyrir meðaltal hvers mánaðar árin 2014 til 2016, sem sagt: alveg nýjustu tölur fyrir Stykkishólmsveg. Þar kemur fram að síðan í mars í ár hefur hver mánuðurinn sett nýtt met og stígandinn heldur því áfram, um tíu til fimmtán prósent á mánuði, milli ára.

            Ég hef einnig fylgst náið með aðsókn í Eldfjallasafn síðan það var opnað sumarið 2009. Heildarfjöldi gesta hefur undanfarið oftast verið um 5000 á ári, en aðsókn hefur aldrei verið jafn mikil og nú, sumarmánuðina árið 2016, með til dæmis 1461 gest í safninu í júlí mánuði. Þar af eru erlendir gestir um 75%, mest frá Norður Ameríku. mynd-2.jpg

Hvernig bregðast Hólmarar við þessum aukna straum ferðamanna? Fjárfestar eru önnum kafnir við að veita meiri þjónustu í gistingu og veitingum, en bæjarfélagið virðist því miður ekki hafa tekið við sér. Ferðamenn vilja meir en mat og svefn. Þeir vilja einnig afþreyingu, helst menningartengda. Aðhlynning að söfnum bæjarins er í lágmarki og hefur reyndar dregist saman. Þetta viðhorf Stykkishólmsbæjar hefu mjög neikvæð áhrif á framhald reksturs Eldfjallasafns í þessum bæ.  


Brot úr týndu flugvélinni?

bjarnarhafnarfjall.jpgÉg hef áður fjallað um bresku flugvélina, sem brotnaði og sprakk í Svartahnúk fyrir ofan Kolgrafarfjörð, sjá hér:     http://vulkan.blog.is/blog/vulkan/entry/1259456/

Þessi Vickers Wellington tveggja hreyfla sprengjuflugvél fórst hér hinn 28. nóvember árið 1941 með allri áhöfn. Nýlega rakst ég á brot úr flugvél í þröngu gili Fagradals í Bjarnarhafnarfjalli. Þetta eru nokkrar plötur af ál, upprunalega flatar en nú nokkuð beyglaðar, með götum fyrir hnoð, eins og flugvélar eru samsettar (sjá mynd). Þetta brak er í gilinu beint undir tindinum Kothraunskistu í suðvestan verðu Bjarnarhafnarfjalli. Ekki er mér kunnugt um að flugvél hafi farist hér, en helst dettur mér í hug, að Vickers vélin árið 1941 hafi fyrst rekist á Kothraunskistu og misst ef til vill part af væng, en síðan borist áfram stjórnlaus til suðvesturs, um 12 km leið, þar sem hún brotnaði að lokum. Kortið sýnir hugsanlegan feril þessar miklu helreiðar. Vélin hafði sveimað um nokkurn tíma yfir Helgafellssveit í afleitu veðri og engu skygni og er talið að flugstjórinn hafi haldið sig vera yfir Reykjanesi en ekki Snæfellsnesi þegar slysið varð.fluglei.jpg

 


Hin hliðin á Snæfellsjökli

Snæfellsjökull2015Við horfum á Snæfellsjökul oftast úr austri eða suðri og þá eru Jökulþúfurnar á toppnum áberandi. Í gær gafst mér tækifæri til að skoða Jökulinn að vestan og norðvestan verðu ásamt Ragnari Axelssyni ljósmyndara, en þá blasir við nokkuð önnur sýn, eins og myndin hans Ragnars sýnir. Þá erum við nefnilega komnir niður í aðalgíg eldfjallsins, sem er um 1.5 km í þvermál. Austurbrún gígsins er mikill hamar, og rísa þúfurnar þrjár upp fyrir ofan hamarinn. Það er enn óvenju snjóþungt hér eins og víðast á hálendi Íslands, en samt grillir í hraunlög í klettabrúninni, í gegnum hrímið. Vonandi gefst okkur tækifæri í haust að kanna þetta svæði frekar, þegar bráðnun nær hámarki og meira af berginu kemur í ljós.


Þá klofnaði fjallið

GeldingaborgÁ síðasta hlýskeiði ísaldar, fyrir 135 þúsund árum, var myndarlegt eldfjall virkt í vestanverðum Hnappadal á Snæfellsnesi. Úr því streymdu allmörg basalthraun, sem nú mynda mikla grágrýtishamra í Geldingaborg og einnig stuðlabergið fagra í Gerðubergi. Þetta hnattræna hlýskeið, sem er nefnt Eemian meðal jarðfræðinga, stóð yfir í um tíu til fimmtán þúsund ár, en svo skall á annað jökulskeið fyrir um 120 þúsund árum, -- hið síðasta.  Grágrýtið í Gerðubergi og Geldingaborg er hluti af mikilli eldvirkni sem varð strax í upphafi Eemian hlýskeiðsins, en það hefur verið aldursgreint sem 135 þúsund ára gamalt af Hervé Guillou og félögum (2010). Sennilega var þá aukin eldvirkni um allt íslenska gosbeltið, vegna þess að þegar fargi jökulsins var skyndilega létt af landinu, þá jókst bráðnun í möttlinum undir jarðskorpunni. Efst í Geldingaborg mynduðust tveir miklir gígar, sem nú eru greinilegir en nokkuð jökulsorfnir.  Á síðasta jökulskeiði gekk jökull aftur yfir Geldingaborg og Gerðuberg og færði þessar jarðmyndanir í núverandi form. Seint á síðasta jökulskeiði myndaðist mikið misgengi þvert í gegnum Geldingaborg, eins og fyrsta myndin sýnir (á þesari innrauðu mynd kemur gróður fram sem rautt). Í Geldingaborg hefur jarðskorpan norðan misgengisins sigið um nokkra metra. saldarinnar, en i r verið virkt el grsgengið skorist . em 2615 kra metra. nni sar jarðmyndanir Misgengið hefur austur-vestur eða VNV-ASA stefnu, sem er einkenni á sprungum, gígaröðum og misgengjum í eldstöðvakerfi Ljósufjalla. Þetta kerfi nær alla leið frá Grábrók í austri og til Berserkjahrauns í vestri, eða um 90 km veg. Misgengið í Geldingaborg er mjög áberandi sprunga, sem má rekja um 10 km til vesturs í Urðardal, rétt norðan Hafursfells.   Rétt fyrir vestan Geldingaborg hefur misgengið skorist í gegnum Nykurhraun og hreyfing á misgenginu hefur skapað hér tjörn. Nykurhraun er nokkuð vel gróið og sennilega meir en fimm þúsund ára gamalt, en hraunið er þvá eldra en þessi síðasta hreyfing á misgenginu. Til austurs liggur misgengið í sömu stefnu og gígarnir fjórir, sem mynda Ytri og Syðri Rauðamelskúlur. Hér á láglendi hefur því basalt kvika streymt upp sprunguna og myndað tvö hraun. Kristján Sæmundsson (1966) hefur aldursgreint Syðra Rauðamelshraun sem 2615 ára gamalt. Sennilega er Ytra Rauðamelshraun jafnaldra þess. Misgengið í Geldingaborg hefur verið virkt á síðasta jökulskeiði Ísaldarinnar, en það hefur sennilega verið síðast virkt fyrir um 2600 árum, þegar eldvirknin varð í Rauðamelskúlum.   Einnig er jarðhitasvæði á Syðri Rauðamel, með allt að 45oC yfirborðshita, á þessu misgengi (Guðmundur Ómar Friðleifsson 1997). Enn austar eru gígarnir Rauðhálsar, sem munu hafa gosið skammt eftir Landnám (yngsta eldstöð Snæfellnsness) og virðist vera á sama misgengi. Ekkert er vitað um sjálftavirkni á þessu misgengi, enda eru engir skjálftamælar staðsettir á Snæfellsnesi.


Kjarval í Eldfjallasafni

KjarvalAð öðrum ólöstuðum er ljóst að Jóhannes S. Kjarval er merkasti listamaður Íslands.   Það er því mikil ánægt að tilkynna að nú er eitt af verkum Kjarvals til sýnis í Eldfjallsafni í Stykkishólmi. Hér er um að ræða mynd af Snæfellsjökli, sem gerð er um haustið 1953. Kjarval er einkum þekktur fyrir myndir sínar af hraunmyndunum og landslagi, sem sýna stórbrotna náttúru landsins. Kjarval byrjaði að mála Snæfellsjökul árið 1910 og fór sinn fyrsta leiðangur á Snæfellsnes árið 1919. Uppúr 1940 fór hann margar ferðir á Snæfellsnes og málaði víða um Nesið. Hann unni landinu umhverfis Jökul svo mikið, að árið 1944 festir hann kaup á jörðinni Einarslón undir Jökli fyrir 20 þúsund krónur. Einarslón er fast við Djúpalón, sem nú er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna á Snæfellsnesi. Myndin í Eldfjallasafni sýnir suður hlíð Snæfellsjökuls og lítur litamaðurinn hér í áttina að Hjartabrekkum fyrir ofan Laugatjörn. Myndin er máluð með vatnslitum á pappír og er í eigu Katrínar Jónsdóttur.

 

 

 

 


Seinni þáttur Um Land Allt hér

Seinni þáttur af Um Land Allt fjallar um Snæfellsnesið.  Hann má sjá hér:

 

http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=CLP33629


Hverjum var það að kenna að þessar fornminjar glatast?

Í dag lesum við í Fréttablaðinu um að fornminjar hafi glatast við Gufuskála á utanverðu Snæfellsnesi vegna ágangs sjávar. Það er dapurt að frétta af þessum skaða, en er ekki rétt að kanna málið frekar?  Uppgröftur á þessu svæði hefur afhjúpað fornminjar, sem síðan voru skildar eftir óvarnar. Ef aldrei hefði verið ráðist í þessar aðgerðir þá hefðu þessar minjar varðveist í jörðu. Jörðin geymir best. Það er algjörlega á ábygð fornleifafræðinganna að þessar minjar spilltust og fóru í hafið. Ég fór um þetta svæði í haust og furðaði mig á hvernig rústirnar voru skildar eftir, auðar og óvarnar. Skammist ykkar!


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband