Bloggfærslur mánaðarins, maí 2015

Kjarval í Eldfjallasafni

KjarvalAð öðrum ólöstuðum er ljóst að Jóhannes S. Kjarval er merkasti listamaður Íslands.   Það er því mikil ánægt að tilkynna að nú er eitt af verkum Kjarvals til sýnis í Eldfjallsafni í Stykkishólmi. Hér er um að ræða mynd af Snæfellsjökli, sem gerð er um haustið 1953. Kjarval er einkum þekktur fyrir myndir sínar af hraunmyndunum og landslagi, sem sýna stórbrotna náttúru landsins. Kjarval byrjaði að mála Snæfellsjökul árið 1910 og fór sinn fyrsta leiðangur á Snæfellsnes árið 1919. Uppúr 1940 fór hann margar ferðir á Snæfellsnes og málaði víða um Nesið. Hann unni landinu umhverfis Jökul svo mikið, að árið 1944 festir hann kaup á jörðinni Einarslón undir Jökli fyrir 20 þúsund krónur. Einarslón er fast við Djúpalón, sem nú er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna á Snæfellsnesi. Myndin í Eldfjallasafni sýnir suður hlíð Snæfellsjökuls og lítur litamaðurinn hér í áttina að Hjartabrekkum fyrir ofan Laugatjörn. Myndin er máluð með vatnslitum á pappír og er í eigu Katrínar Jónsdóttur.

 

 

 

 


Eigum við að afskrifa Helguvík?

Helguvík framtíðar?Atvinnuleysi er nú í vor að þurrkast út í Reykjanesbæ. En það er ekki vegna nýrra starfa í mengandi verksmiðjum, heldur í vaxandi ferðaiðnaði. Í mars í fyrra voru 830 manns (7,5%) á atvinnuleysisskrá í Rekjanesbæ, en 630 núna í mars (5,6%) eða um 200 færri. Það er sagt að meir en helmingurinn af þessum 5,6% séu útlendingar, sem hvorki tala íslensku né ensku og eru því ekki starfshæfir.  Forsvarsmenn Isavia, IGS og fleiri aðila í flugstöðinni hafa þurft að leita út fyrir Suðurnesin eftir starfsfólki. Ferðaþjónustan er nú langstærsti aðilinn á svæðinu.  Samt sem áður er stefna ríkisstjórnarinnar að reisa mjög mengandi stóriðjuver í Helguvík.   Stóriðja og ferðaþjónusta eiga alls ekki leið saman, en það er nú augljóst öllum öðrum landsmönnum en yfirvöldum.  Það er merkilegt að hestamenn á Reykjanesi hafa verið mest áberndi í mótmælum gegn iðnaðarverum í Helguvík.  Hestamannafélagið Máni á skilið hrós fyrir.  Þeir óttast að mengun frá stóriðjuverunum muni hafa áhrif á hestana sína. En er þá ekki ástæða til að óttast að mengun hafi áhrif á börn þeirra, og þeyndar mannfólkið allt? En reynslan sýnir að flúor mengun til dæmis frá álverinu á Grundartanga hefur nú haft alvarleg áhrif á hesta í Hvalfjarðarsveit. En þróunin virðist halda áfram í skjóli iðnvæðingarstefnu núverandi yfirvalda. Norðurál (Century Aluminum) stefnir á að reisa álver hér. Einnig stefnir United Silicon á að reisa hér kísilver. Á Helguvík og ef til vill allur Reykjanesskagi að verða ruslatunnan fyrir stóriðju á Íslandi?  Enn er tími til að stemma stigu við þessari hættulegu þróun.  Það er enginn vafi að bæði álver og kísilver eru mjög mengandi og er það ekki eingöngu flúor, en ýmis önnur óæskileg efni, sem berast út frá þeim.  Eitt og sér er þessi mengun nægileg ástæða til að vísa á brott slíkum sóðalegum iðnaði, en það eru önnur rök nú komin upp á yfirborðið:  það er næg atvinna í boði á Íslandi sem er tengd ferðaiðnaði, og því engin rök  fyrir hendi til að stuðla að uppbyggingu iðnaðar lengur.


Plisetskaya er látin

Maya Plisetskaya, merkasta ballerína allra tíma, er látin í Þýskalandi, 89 ára. Ótrúlegur listamaður, sem var gædd mikilli fegurð og orku. Dans hennar í Carmen þegar hún var 61 árs er orðinn þjóðsögn.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband