Bloggfćrslur mánađarins, maí 2015

Kjarval í Eldfjallasafni

KjarvalAđ öđrum ólöstuđum er ljóst ađ Jóhannes S. Kjarval er merkasti listamađur Íslands.   Ţađ er ţví mikil ánćgt ađ tilkynna ađ nú er eitt af verkum Kjarvals til sýnis í Eldfjallsafni í Stykkishólmi. Hér er um ađ rćđa mynd af Snćfellsjökli, sem gerđ er um haustiđ 1953. Kjarval er einkum ţekktur fyrir myndir sínar af hraunmyndunum og landslagi, sem sýna stórbrotna náttúru landsins. Kjarval byrjađi ađ mála Snćfellsjökul áriđ 1910 og fór sinn fyrsta leiđangur á Snćfellsnes áriđ 1919. Uppúr 1940 fór hann margar ferđir á Snćfellsnes og málađi víđa um Nesiđ. Hann unni landinu umhverfis Jökul svo mikiđ, ađ áriđ 1944 festir hann kaup á jörđinni Einarslón undir Jökli fyrir 20 ţúsund krónur. Einarslón er fast viđ Djúpalón, sem nú er einn vinsćlasti áfangastađur ferđamanna á Snćfellsnesi. Myndin í Eldfjallasafni sýnir suđur hlíđ Snćfellsjökuls og lítur litamađurinn hér í áttina ađ Hjartabrekkum fyrir ofan Laugatjörn. Myndin er máluđ međ vatnslitum á pappír og er í eigu Katrínar Jónsdóttur.

 

 

 

 


Eigum viđ ađ afskrifa Helguvík?

Helguvík framtíđar?Atvinnuleysi er nú í vor ađ ţurrkast út í Reykjanesbć. En ţađ er ekki vegna nýrra starfa í mengandi verksmiđjum, heldur í vaxandi ferđaiđnađi. Í mars í fyrra voru 830 manns (7,5%) á atvinnuleysisskrá í Rekjanesbć, en 630 núna í mars (5,6%) eđa um 200 fćrri. Ţađ er sagt ađ meir en helmingurinn af ţessum 5,6% séu útlendingar, sem hvorki tala íslensku né ensku og eru ţví ekki starfshćfir.  Forsvarsmenn Isavia, IGS og fleiri ađila í flugstöđinni hafa ţurft ađ leita út fyrir Suđurnesin eftir starfsfólki. Ferđaţjónustan er nú langstćrsti ađilinn á svćđinu.  Samt sem áđur er stefna ríkisstjórnarinnar ađ reisa mjög mengandi stóriđjuver í Helguvík.   Stóriđja og ferđaţjónusta eiga alls ekki leiđ saman, en ţađ er nú augljóst öllum öđrum landsmönnum en yfirvöldum.  Ţađ er merkilegt ađ hestamenn á Reykjanesi hafa veriđ mest áberndi í mótmćlum gegn iđnađarverum í Helguvík.  Hestamannafélagiđ Máni á skiliđ hrós fyrir.  Ţeir óttast ađ mengun frá stóriđjuverunum muni hafa áhrif á hestana sína. En er ţá ekki ástćđa til ađ óttast ađ mengun hafi áhrif á börn ţeirra, og ţeyndar mannfólkiđ allt? En reynslan sýnir ađ flúor mengun til dćmis frá álverinu á Grundartanga hefur nú haft alvarleg áhrif á hesta í Hvalfjarđarsveit. En ţróunin virđist halda áfram í skjóli iđnvćđingarstefnu núverandi yfirvalda. Norđurál (Century Aluminum) stefnir á ađ reisa álver hér. Einnig stefnir United Silicon á ađ reisa hér kísilver. Á Helguvík og ef til vill allur Reykjanesskagi ađ verđa ruslatunnan fyrir stóriđju á Íslandi?  Enn er tími til ađ stemma stigu viđ ţessari hćttulegu ţróun.  Ţađ er enginn vafi ađ bćđi álver og kísilver eru mjög mengandi og er ţađ ekki eingöngu flúor, en ýmis önnur óćskileg efni, sem berast út frá ţeim.  Eitt og sér er ţessi mengun nćgileg ástćđa til ađ vísa á brott slíkum sóđalegum iđnađi, en ţađ eru önnur rök nú komin upp á yfirborđiđ:  ţađ er nćg atvinna í bođi á Íslandi sem er tengd ferđaiđnađi, og ţví engin rök  fyrir hendi til ađ stuđla ađ uppbyggingu iđnađar lengur.


Plisetskaya er látin

Maya Plisetskaya, merkasta ballerína allra tíma, er látin í Ţýskalandi, 89 ára. Ótrúlegur listamađur, sem var gćdd mikilli fegurđ og orku. Dans hennar í Carmen ţegar hún var 61 árs er orđinn ţjóđsögn.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband