Fćrsluflokkur: Hekla

Molander málar Heklugos

Molander HeklaNýjasta listaverk Eldfjallasafns í Stykkishólmi er eftir Norđmanninn Thorvald Antonius Molander (1903-1975). Ţetta olíumálverk er sennilega af Heklugosinu áriđ 1947. Thorvald Molander (1903 - 1975)  var fćddur í Svíţjóđ, fađir sćnskur, móđirin finnsk. Ţau fluttust til Norđur-Noregs og gerđust norskir ríkisborgarar. Hann var ađ sögn á margan hátt áhugaverđ persóna, mikiđ snyrtimenni og listrćnn, spilađi á fiđlu. Hann ferđađist á sumrin víđs vegar um landiđ, kynntist fólki og málađi vatnslitamyndir eđa skissur, sem hann lauk síđan viđ á veturna. Ekkert yfirlit er til um ţau verk. Áriđ 1952 sagđi hann skiliđ viđ Ísland og fluttist til Noregs. Listasafn Reykjavíkur á mynd eftir hann af Snćfellsjökli. Molander deyr í Troms í Norđur-Noregi áriđ 1975.


Ný mynd Eldfjallasafns

JóhannesHeklaNýlega eignađist Eldfjallasafn ţessa mynd af Heklugosinu 1947 eftir Jóhannes S. Frímannsson (1919-1997).  Hann var ţekktur frístundamálari eđa alţýđumálari á tuttugustu öldinni og málađi mikinn fjölda landslagsmynda, sem ef til vill mćtti kalla kitsch.  Hann minnir mig ţví á Eyjólf Eyfells, sem einnig málađi  ţetta Heklugos. 

Ţađ munađi litlu ađ eitt verk Jóhannesar Frímannsonar vćri selt sem verk sjálfs meistarans Jóhannesar S. Kjarval.  Áriđ 2001 var Íslenskt olíumálverk á uppbođi á eBay og taliđ vera eftir  Jóhannes S. Kjarval.   Innan skamms var tilbođ í myndina komin upp í $9,100.  En ţá stigu sérfrćđingar fram á völlinn og skáru úr um ađ verkiđ vćri eftir Jóhannes S. Frímannsson.  Sennilega er ţessi Heklumynd máluđ viđ Rangá, en hrossin hafa greinilega engan áhuga á gosinu. 


Listamađurinn fundinn!

Heklugos 1970Fyrir um tíu árum rakst ég á ţetta sérkennilega málverk í Kolaportinu í Reykjavik.   Ţađ er ekki ađeins mynd af eldgosi, heldur hefur listamađurinn notađ vikur, ösku og gjall í byggingu myndarinnar. Verkiđ er ekki merkt og hefur ţví hangiđ uppi í Eldfjallasafni í Stykkishólmi án ţess ađ listamannsins sé getiđ. Nú hefur komiđ í ljós, ađ ţađ er gert af Lýđ S. Guđmundssyni áriđ 1970.   Lýđur sá Heklugosiđ áriđ 1970 og safnađi vikri og ösku ţá til ađ setja inn í ţessa einstöku mynd. 


Ný mynd Eldfjallasafns er eftir Eyjólf J. Eyfells

EyfellsNýasta mynd Eldfjallasafns er af Heklugosinu áriđ 1947.  Ţetta er olíumálverk eftir Eyjólf J. Eyfells (1886-1979).  Hann var fćddur Eyjólfur Jónsson, en tók svo miklu ástfóstri viđ heimalönd sín undir Eyjafjöllum, ađ hann kaus sér eftirnafniđ Eyfells.  Eyjólfur var mikiđ náttúrubarn og sjálflćrđur í list sinni, natúralisti, sem sótti fyrirmyndir algjörlega í íslenska náttúru. Ţađ var oft sagt ađ Eyfells hefđi ćtiđ “veriđ heppinn međ veđur” í list sinni.  Eyjólfur málađi mikinn fjölda mynda, enda málađi lengur en nokkur annar íslenskur málari, í um 70 ár, frá 1908 til 1978.  

Myndin sýnir Heklugosiđ áriđ 1947. Ţá gerđist ţađ ađ eldfjalliđ klofnađi frá suđvestri til norđausturs, og Heklugjá opnnađist um 3 km langan veg.  Ţetta er algeng hegđun eldfjallsins, eins og önnur mynd sýnir, en ţar er Heklugjá sýnd sem svart strik og hraun yngri en 1970 sýnd međ ýmsum litum. HeklaEyfells málar ekki upphaf gossins, heldur ţegar ţađ var komiđ vel á veg. Hér eru ţrír gígar sýndir virkir í sprungunni miklu, sem liggur eftir elfjallinu endilöngu og miklir ljósir bólstrar af eldfjallagasi, ösku og gufu rísa til himins.


Hekla óróleg?

 

 Ţenslumćling

Í dag berast fréttir ţess efnis, ađ Almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi í Heklu vegna jarđskjálfta á svćđinu.  Ađ sjálfsögđu verđa menn órólegir og velta fyrir sér hvort eldgos sé í nánd. Ekki eru ţessi gögn sýnd á vef Veđurstofunnar.  Hins vegar má nálgast gögn varđandi ţenslumćlingar í bergi í Heklu í dag.  Fyrsta myndin sýnir ţau gögn. Ţensla í berginu breytist viđ eldgos, og kann ađ gefa vísbendingu um yfirvofandi gos. Jón FrímannSamţjöppun bergsins eykst og minnkar samfara hreyfingu kviku í berginu. Ekki er ađ sjá neina breytingu á ţenslu á línuritinu í dag á ţessari mynd.

Ađrar upplýsingar má sjá á vefsíđu, sem Jón Frímann heldur úti um jarđskjálftavirkni.  Hann hefur stađsett jarđskjálftamćli nćrri Heklu (í Heklubyggđ) og er neđri hluti línuritsins fyrir daginn í dag, hinn 26. mars.  Takiđ eftir ađ hver lárétt lína sýnir einn klukkutíma. Neđsta línan er síđasta klukkustundin.

Ţađ er greinilega nokkur órói á jarđskjálftamćlinum, bćđi í gćr og í dag, en ţađ er ekki ljóst hvort óróinn er vegna hreyfinga í jarđskorpunni, eđa vegna vinda og veđurs. Eins og Jón hefur bent á, ţá er ţetta hávađasöm jarđskjálftastöđ vegna vinda.  Ţađ var vindur á svćđinu í gćr, en minni í morgun, eins og ţriđja mynd sýnir. Ţetta getur ađ hluta til skýrt óróann á jarđskjálftamćli Jóns Frímanns.  Fylgjumst međ framhaldinu…

Lítill (1,4) en fremur djúpur (11,2 km) jarđskjálfti varđ un dir Heklu hinn 21. mars, sem kann aţ benda til kvikuhreyfinga.Vindur

 


Jón Leifs og eldgosiđ

blog 19 Helka elsta ljosmynd 1947Stórkostlegir náttúruviđburđir hvetja listamenn til dáđa.  Ţađ á einnig viđ í tónlist og hér fjalla ég um eitt slíkt dćmi:  Jón Leifs og Heklugosđi áriđ 1947. Ţetta stórkostlega gos byrjađi međ mikilli sprengingu, sem sendi öskumökk í allt ađ 27 km hćđ. Ţá tók Sćmundur A. Ţórđarson á Storu Vatnsleysu á norđanverđu Reykjanesi ţessa mynd í marz 1947, á einfalda kassavél, ţar sem sólin skín á bakviđ mökkinn.  Jón Leifs (1899-1968) hreifst af gosinu og samdi tónljóđ sem hann nefndi Hekla Opus 52. JonLeifs Jón, sem var tvímćlalaust fyrsta stóra íslenska tónskáldiđ, samdi hér hávćrasta verk tónsögunnar. Ţegar ţađ var frumflutt í Finnlandi áriđ 1964, ţá vakti verkiđ strax mikla undrun og deilur, sem voru álika og viđbrögđin viđ hinu frćga verki Stravinskys: Vorblóti.  Ţađ hafđi enginn nokkurn tíma heyrt annađ eins og Heklu Jóns Leifs.  Hávađinn var svo mikill, ađ margir í hljómsveitinni settu bómull í eyrun.  Jón  beitti nítján manns međ ýmiss ásláttarhljóđfćri. Sumir lömdu steina, járnstóla, járnkeđjur, og fleira.  Međ tímanum höfum viđ lćrt ađ meta Heklu hans Jóns Leifs ađ verđleikum. Hann túlkar tvímćlalaust á áhrifamikinn hátt hin stórkostlegu öfl – og hávađa – sem fylgir miklu eldgosi. Hekla má vera hávćrasta tónverk tónlistasögunnar, en ţađ er stórkostlegt.

u91136 Iceland SC942Gosiđ var svo tignarlegt ađ gefin var út heil syrpa af fallegum frímerkjum. Eitt ţeirra, sýnt hjér sem 50 aura frímerkiđ, var byggt á ágćtri ljósmynd sem Pálmi Hannesson tók af gosinu hinn 29. marz 1947. Ţá var mökkurinn í tíu km hćđ. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband