Ný mynd Eldfjallasafns

JóhannesHeklaNýlega eignađist Eldfjallasafn ţessa mynd af Heklugosinu 1947 eftir Jóhannes S. Frímannsson (1919-1997).  Hann var ţekktur frístundamálari eđa alţýđumálari á tuttugustu öldinni og málađi mikinn fjölda landslagsmynda, sem ef til vill mćtti kalla kitsch.  Hann minnir mig ţví á Eyjólf Eyfells, sem einnig málađi  ţetta Heklugos. 

Ţađ munađi litlu ađ eitt verk Jóhannesar Frímannsonar vćri selt sem verk sjálfs meistarans Jóhannesar S. Kjarval.  Áriđ 2001 var Íslenskt olíumálverk á uppbođi á eBay og taliđ vera eftir  Jóhannes S. Kjarval.   Innan skamms var tilbođ í myndina komin upp í $9,100.  En ţá stigu sérfrćđingar fram á völlinn og skáru úr um ađ verkiđ vćri eftir Jóhannes S. Frímannsson.  Sennilega er ţessi Heklumynd máluđ viđ Rangá, en hrossin hafa greinilega engan áhuga á gosinu. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sćll Haraldur og ţakka ţér fyrir greinargóđ skrif um Bárđarbungubröltiđ.

Mig langađi ađ biđja ţig til ađ birta skýringarmynd (ţversniđ) af ţví sem er ađ gerast í Bárđarbungu. Međ einfaldađri skýringarmynd er miklu auđveldara fyrir okkur leikmenn ađ átta okkur á hinum ýmsu ţáttum í ferlinu T.d. hversu stór og efnismikil er bullan sem er ađ síga í öskjunni. Hvađ er djúpt niđur á kvikuhólfiđ sem fóđrar kvikuganginn. Hversu mikiđ magn af kviku gćti veriđ í ganginum. Og svo frv.

Međ bestu kveđju.

Ólafur Jóhannsson.

Ólafur Jóhannsson (IP-tala skráđ) 1.11.2014 kl. 17:56

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband