Jón Leifs og eldgosið
14.2.2011 | 21:52
Stórkostlegir náttúruviðburðir hvetja listamenn til dáða. Það á einnig við í tónlist og hér fjalla ég um eitt slíkt dæmi: Jón Leifs og Heklugosði árið 1947. Þetta stórkostlega gos byrjaði með mikilli sprengingu, sem sendi öskumökk í allt að 27 km hæð. Þá tók Sæmundur A. Þórðarson á Storu Vatnsleysu á norðanverðu Reykjanesi þessa mynd í marz 1947, á einfalda kassavél, þar sem sólin skín á bakvið mökkinn. Jón Leifs (1899-1968) hreifst af gosinu og samdi tónljóð sem hann nefndi Hekla Opus 52. Jón, sem var tvímælalaust fyrsta stóra íslenska tónskáldið, samdi hér háværasta verk tónsögunnar. Þegar það var frumflutt í Finnlandi árið 1964, þá vakti verkið strax mikla undrun og deilur, sem voru álika og viðbrögðin við hinu fræga verki Stravinskys: Vorblóti. Það hafði enginn nokkurn tíma heyrt annað eins og Heklu Jóns Leifs. Hávaðinn var svo mikill, að margir í hljómsveitinni settu bómull í eyrun. Jón beitti nítján manns með ýmiss ásláttarhljóðfæri. Sumir lömdu steina, járnstóla, járnkeðjur, og fleira. Með tímanum höfum við lært að meta Heklu hans Jóns Leifs að verðleikum. Hann túlkar tvímælalaust á áhrifamikinn hátt hin stórkostlegu öfl og hávaða sem fylgir miklu eldgosi. Hekla má vera háværasta tónverk tónlistasögunnar, en það er stórkostlegt.
Gosið var svo tignarlegt að gefin var út heil syrpa af fallegum frímerkjum. Eitt þeirra, sýnt hjér sem 50 aura frímerkið, var byggt á ágætri ljósmynd sem Pálmi Hannesson tók af gosinu hinn 29. marz 1947. Þá var mökkurinn í tíu km hæð.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Eldfjallalist, Hekla, Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Ég hefði viljað fá að sjá lagið Eldgos fara á Eurovision, en það var ansi tilkomumikið og flutningur Matta áhrifamikill eins og Eyjafjallajökull og hefði vakið athygli ytra.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 15.2.2011 kl. 18:55
Það má hlusta á Heklu Jóns Leifs á YouTube:
http://www.youtube.com/results?search_query=jon+leifs+hekla&aq=f
Ágúst H Bjarnason, 17.2.2011 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.