Fagurt sprungugos
19.12.2023 | 22:20
Einhver Grindvíkingur sagði um alla jarðskjálftavirknina undanfarnar vikur ´´Þetta hættir ekki fyrr en það kemur eldgos!´´ Við sjáum nú til með það, því þessu er alls ekki lokið enn. Gosið er stórkostlegt og kemur upp í óbyggðum, sennilega á besta stað hvað varðar byggð og mannvirki. Kvikustrókarnir í upphafi gossins eru sennilega þeir fegurstu sem hafa sést á Íslandi í mörg ár. Þeir sem flugu með þyrlunni yfir gosstöðvarnar um nóttina strax og gos hófst og á meðan það var í hámarki hafa orðið fyrir lífsreynslu sem mun hafa djúp áhrif alla ævi. Gosið virðist hafa verið mjög kröftugt í fyrstu, með rennsli á bilinu 100 til 200 rúmmetrar á sekúndu, og jafnvel náð upp í 300 rúmmetra á sekúndu. Þetta er mörgum sinnum meira rennsli en í ánni Thames í Lundúnum (65 rúmmetrar á sek.), en dálítið minna en rennsli árinnar Seine í París (560 rúmmetrar á sek.). En nú er strax byrjað að draga úr goskraftinum og gæti það bent til að gosið verði frekar stutt.
Hagstæð lega gossprungunnar í óbyggðum og mikil fjarlægð frá byggð bendir til að Grindavíkurbær sé ekki í hættu. Nú þegar búið er að tappa af kvikuþrónni með myndarlegu eldgosi í óbyggðum er enn minni hætta í Grindavík og engin ástæða að halda áfram lokun bæjarins.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:59 | Facebook


stjornuskodun
loftslag
omarbjarki
emilhannes
agbjarn
postdoc
nimbus
hoskibui
turdus
apalsson
svatli
greindur
askja
juliusvalsson
redlion
kamasutra
vey
blossom
aslaugas
agny
annaeinars
hekla
brandurj
gisgis
einarorneinars
fornleifur
gessi
helgigunnars
himmalingur
kolgrimur
keli
brenninetla
jokapje
thjodarskutan
photo
kollakvaran
hringurinn
kristjan9
maggadora
marinomm
nhelgason
hross
duddi9
sigurfang
summi
villagunn










Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.