Hvađ gerist ţegar heitur reitur fćđist?

plumes.jpgViđ höfum engar rannsóknir á ţessu sviđi, en sennilega berst mikiđ gas upp á yfirborđ jarđar ţegar heitir reitir fćđast. Ţađ getur ţví haft afgerandi áhrif á lífríki og valdiđ útdauđa. Heitir reitir á jörđu eru af ýmsum aldri. Sennilega er íslenski heiti reiturinn elsti virki returinn, en hann er um 250 milljón ára. Hér er fćđingaraldur nokkurra heitra reita: Yellowstone 18 milljón, Samoa 23, Reunion (Deccan) 66, Galapagos 90, Hawaii 87 milljón ár. Viđ vitum ađ efni í möttulstróknum sem myndar heita reitinn á yfirborđi kemur af miklu dýpi í jörđu. Jarđskjálftabylgjur sýna ađ heiti reiturinn nćr niđur fyrir 660 km undir Íslandi og sennilega langleiđina niđur af mörkum möttuls og kjarna (2900 km). Sönnun um mikiđ dýpi möttulstróksins kemur frá mćlingum á hlutfalli á ísótópunum af vetni: basalt í heitum reitum hefur óvenju hátt hlutfall af 3He/4He sem bendir á uppruna á miklu dýpi.

Hiti í venjulegum möttulstrók er talinn um 300oC hćrri en í möttlinum umhverfis. Myndin sýnir líkan frćđimanna af hegđun möttulstróks í jörđu. Hann rís upp eins og sveppur, sem breiđir úr sér nálćgt yfirborđi jarđar. Ummál á haus möttulstróksins er taliđ vera um 200 til 400 km. Möttulstrókurinn er heitur, en ţrýstingur í möttlinum er svo mikill, ađ hann byrjar ekki ađ bráđna fyrr en nálćgt yfirborđi jarđar, eđa á um 100 km dýpi. Ţá verđur partbráđnun viđ um 1300 stig, ţannig ađ bráđin eđa kvikan er ađeins um 1 til 3% af möttulstróknum. Ţessi bráđ er basalt kvika, en ekki er vitađ hver efnasamsetning hennar er á ţví augnabliki ţegar möttulstrókurinn kemur fyrst upp á yfirborđ, rins og ţegar heiti reiturinn fćddist í Síberíu. Ţađ er hćgt ađ fćra nokkrar líkur á ţví ađ ţessi fyrsta basaltkvika sé mjög rík af reikulum efnum, eins og koltvíoxíđi, vatnsgufu, brennisteinsgasi og öđrum reikulum efnum.

Ţađ er ţví líklegt ađ eldvirkni sé allt önnur og gas-ríkari í upphafi heita reitsins, ţegar möttulstrókurinn kemur fyrst upp á yfirborđiđ, en ađ gasmagn minnki hratt međ tímanum. Nýlegar greiningar á gömlum basalt hraunum Síberíu styrkja ţetta. Benjamin A. Black og félagar hafa sýnt fram á ađ basalt hraunin sem gusu í Síberíu fyrir um 250 milljón árum eru óvenju rík af brennisteini, klór og flúor gasi. Ţeir telja ađ útgösun á hraununum í Síberíu hafi losađ um 6300 til 7800 Gt brennisteinsgas, 3400 til 8700 Gt klórgas, og 7100 til 13,600 Gt flúorgas (eitt GT er einn milljarđur tonna). Í viđbót verđur útlosun af miklu magni af CO2. Ef ţetta reynist rétt, ţá er hér hugsanlega skýring á útdauđanum á mörkum Perm og Trías í jarđsögunni.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir ţennan fróđleik. Varđandi aldur heitra reita dettur fávísum almúgamanni í hug ađ spyrja um Hawaii-reitinn, en skv. mćlingum má sjá leifar af fyrri tilvistarskeiđum hans á botni Kyrrahafsins í bogadreginni línu til VNV í átt ađ Kamtsjatka-skaga ef sjónminni mitt er ekki ađ bregđast mér. Ţá er freistandi ađ bera upp spurningu um hvort aldur reitsins miđast viđ núverandi stađsetningu, eđa samanlagđar fyrri "afrekaskrár" hans?  Mig minnir ađ ég hafi lesiđ í tímariti Bandaríska landfrćđifélagsins (National Geographic Society) ađ ţarna megi lesa hreyfingu Kyrrahafsflekans, sem hafi rekiđ yfir nokkurn veginn "constant" stađsetningu heita möttulstróksins. Er ţetta kannski misskilningur minn?

G. Ţorkell Guđbrandsson (IP-tala skráđ) 18.9.2016 kl. 13:01

2 Smámynd: Sumarliđi Einar Dađason

Takk fyrir ţennan góđa pistil.

Sumarliđi Einar Dađason, 18.9.2016 kl. 14:33

3 identicon

Bloggiđ minnir stöđugt á mikilvćgi vísindamiđlunar. Ţakka Haraldi fyrir sitt innlegg. Efst í huga er viđbúnađur, hvađ gera skal ef heiti reiturinn opnađi sig ađ fullu. Hvađ ćtti hver mađur ađ gera til undirbúnings ađ ţínu áliti Haraldur?

Guđjón Pálsson (IP-tala skráđ) 19.9.2016 kl. 08:00

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband