Fyrstir í Nýja Heiminum: Örvaroddar eldri en Clovis

ClovisÖrvarNorđur Ameríka hefur lengi veriđ kölluđ nýji heimurinn.  Ţannig litu innflytjendur frá Evrópu á Ameríku, ţegar ţeir fluttu vestur um haf á átjándu og nítjándu öldinni, í leit ađ nýju lífi, nýjum ćvintýrum og meiri tćkifćrum.   Antonin Dvorak samdi jafnvel heila symfóníu um hugmyndina.  Meginlandiđ ber nafn međ rentu, ţví ađ mannkyniđ uppgötvađi ţađ tiltölulega nýlega.  Lengi var taliđ, ađ fyrstu menn hefđu komiđ til Ameríku frá Asíu fyrir um ţađ bil 13 ţúsund árum, og gengiđ yfir Beringssund á ísöldinni ţegar sjávarstađa var mun lćgri en hún er í dag.  Ţeir voru nefndir Clovis, og helsta einkenni ţeirra voru fagurlega gerđir örvaroddar og spjótsoddar, eins og fyrsta myndin sýnir. Ef svo er, ţá er ţađ enn mikil ráđgáta ađ slíkir oddar hafa aldrei fundist í Síberíu eđa austur hluta Asíu, ţar sem Clovis  fólkiđ er taliđ eiga uppruna sinn.  En nýjar uppgötvanir, sem voru gerđar opinberar í dag,  benda til ađ Clovis hafi alls ekki veriđ fyrstu mennirnir í Nýja Heiminum.  Ţađ var uppgröftur á fornleifum í Texas  sem kann ađ valda byltingu á ţessu sviđi. Pre Clovis Hér komu fram örvaroddar og önnur tól sem eru meir en tvö ţúsund árum eldri en Clovis, eđa frá ţví fyrir um fimmtán ţúsund og fimm hundruđ árum.  Neđri myndin sýnir hluta af efninu sem fannst hér í Buttermilk Creek,  elstu fornminjagröf Norđur Ameríku.  Eins og sjá má viđ samanburđ á myndunum, ţá eru örvaroddarnir greinilega frumstćđari en Clovis.  Sennilega eru ţeir fyrirennarar hinnar glćsilegu Clovis tćkni í gerđ örvarodda.  Ţá er Clovis tćknin amerísk uppfynning, en ekki innflutningur frá Asíu, eins og fyrr var taliđ.Samanburđur á myndunum sýnir ađ framfarir í myndun örvarodda var ótrúlega mikil á rúmlega tvö ţúsund árum.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Eru "örvaroddarnir" í Buttermilk Creek "frumstćđir", eđa voru framleiđendur ţeirra frumstćđari en ţeir sem gerđu? Ţegar ég las um máliđ í New York Times, lćddist ađ mér sá grunur ađ fornleifafrćđingarnir í Buttermilk Creek gćtu veriđ dálítiđ frumstćđir, ţ.e.a.s. einţykkir.

Ţađ eru greinilega margar fallgryfjur í tengslum viđ ţennan fund, og ekki eru ţetta nú allt örvaroddar hjá ţeim sem voru ađ slá tinnu í Buttermilk Creek hér um áriđ á undan ţeim sem bjuggu til hina fínu "Clovis" odda.

Verklag og fagurfrćđi gripa ţarf ekki ađ tengjast menningarlegu stigi manna. Á víkingaöld bjuggu menn til lélegri keramík en fyrr á járnöld og á bronsöld, en á víkingaöld voru menn komnir lengra á mörgum sviđum forfeđur ţeirra nokkrum öldum áđur.  

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 25.3.2011 kl. 14:57

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

en forfeđur ţeirra nokkrum öldum áđur, átti ađ standa í síđustu setningunni.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 25.3.2011 kl. 14:58

3 Smámynd: Haraldur Sigurđsson

Ađ sjálfsögđu getur myndin breyst ţegar meiri gögn koma fram. Eins og er höfum viđ tvö stig: fyrra stig fyrir um 15500 árum, međ frumstćđari tól, og síđara stig fyrir um 13000 árum međ miklu fullkomnari tól. Spruningin er: eru fínu tólin ţróun úr hinum frumstćđari, eđa eru fínu tólin komin úr allt annari átt, til dćmis frá Soluterian menningu Evrópu á sama tíma? Blogga meira um ţađ síđar.

Haraldur Sigurđsson, 25.3.2011 kl. 16:40

4 Smámynd: Hörđur Ţórđarson

Stađreyndin er sú ađ vitum lítiđ um mannkynsöguna. Ţađ sem kemur einna mest í veg fyrir ađ viđ lćrum um hana er sú árátta "vísindamanna" ađ hanga á sínum eigin hugmyndum og kenningum og afskrifa allt sem sýnir eitthvađ annađ.

Ţađ er synd ađ margt sem kennt er um sögu mannkyns og sett fram sem óhagganlegar stađreyndir eru ţegar betur er ađ gáđ tilgátur sem fá raunveruleg gögn styđja.

Hörđur Ţórđarson, 25.3.2011 kl. 20:08

5 Smámynd: Haraldur Sigurđsson

Er ţetta ekki ţađ sem viđ köllum framfarir?

Haraldur Sigurđsson, 25.3.2011 kl. 20:26

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband