Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011
Fosfór að þrotum komið – en það er allt í lagi
16.3.2011 | 18:11



Vísindi og fræði | Breytt 17.3.2011 kl. 12:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Áhrif skjálftans á efnahag í Japan
14.3.2011 | 12:50

Hvenær kemur stóri eftirskjálftinn?
13.3.2011 | 14:16

Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Koma stórir skjálftar í hrinum?
12.3.2011 | 22:02

Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fjórir flekar á hreyfingu
12.3.2011 | 17:23
Ég hef áður minnst á, að orsök jarðskjálftans mikla í Japan er sig Kyrrahafsflekans undir Japan. En ég varaði mig á að geta ekki hvaða fleka hann sígur undir. Það eru hvorki meira né minna en fjórir flekar á svæðinu umhverfis og undir Japan, svo málið er flókið. Myndin til hliðar sýnir flekamótin, milli Kyrrahafsflekans að austan, Asíuflekans (Eurasian plate) fyrir vestan, Filipseyjaflekans í suðri og svo er flís af Norður Ameríkuflekanum í norðri. Flekarnir rekast á, skríða undir hvorn annan og þvælast fyrir hovr öðrum eins og ísjakar á stóru fljóti í leysingum. En það var einmitt sig Kyrrahafsflekans undir Norður Ameríkuflekann, sem orsakaði jarðskjálftann. Vel á minnst: þeir sem búa á vestur hluta Íslands eru einnig á Norður Ameríkuflekanum. Litli púnkturinn á myndinni merkir upptök skjálftans. Stóri hringurinn súynir spennusvið í jarðskorpunni, tengt skjálftanum. Það sýnir sig niður til aust-norðausturs.Eins og að ofan getur, þá er meðalhraði Kyrrahafsflekans 8 til 9 sm á ári. Það er mikilvægt að taka það fram, að þetta er aðeins meðalhraðinn, mældur yfir þúsundir ára. Hins vegar getur flekinn staðið í stað lengi, en tkið svo stóran kipp. Óstaðfestar fréttir herma, að Japan hafi færst til um 2,4 metra, og að möndull jarðar hafi einnig færst til um 25 sentimetra í jölfar skjálftans.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 19:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Flýtir skjálftinn fyrir virkjun jarðvarma í Japan?
12.3.2011 | 14:47


Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Stærstu skjálftar aldarinnar
12.3.2011 | 02:47

Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 02:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sigbelti í gangi
11.3.2011 | 20:10
Hér fyrir ofan er myndskeið, sem sýnir hreyfingu á sigbelti, eins og því sem liggur undir Japan. Hér er það Kyrrahafsflekinn sem sígur undir Japan, á um 8 til 9 sm hraða á ári. Smellið a hvítu örina til að spila. Myndskeiðið var unnið af jarðeðlisfræðingnum Tanyu Atwater í Kalíforníuháskóla. Það sýnir aðeins grynnri hluta sigbeltisins, niður á ca. 100 km dýpi. Ein afleiðing af hreyfingu flekans er myndun á kviku, sem er sýnd hér rauðglóandi. Kvikan myndast vegna þess, að sigið á flekanum færir vatn niður í möttul og við það lækkar bræðslumark möttulsefnis og kvikan verður til. Hún er eðlisléttari en flekinn umhverfis, og af þeim sökum rís kvikan upp í jarðskorpuna og gýs á yfirborði. Jarðskjálftar myndast við núning milli flekanna.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 20:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Orsök skjálftans undir Japan
11.3.2011 | 18:03


Eldur Niðri kemur út!
11.3.2011 | 12:24
Vulkan ehf, Bókhlöðustíg 10, 340 Stykkishólmi vulkan@simnet.is Dreifing og pantanir: Árni Þór Kristjánsson arsig@simnet.is Sími: 862 8551 eða 841 1912
Úr bókarkynningu: Eldur Niðri lýsir ferli eins þekktasta vísindamanns Íslands, eldfjallafræðingsins Haraldar Sigurðssonar. Bókin er einstök heimild um uppeldi, sköpun og þróun jarðvísindamanns, sem hefur unnið brautryðjendastörf á rannsóknum á eldfjöllum víðs vegar um heiminn. Hér fjallar Haraldur á hispurslausan hátt um spennandi og oft lífshættuleg rannsóknaverkefni, um ástir, sigra, áföll og margt annað sem hefur gerst á nær fimmtíu ára ferli. Í frásögn sinni kemur Haraldur til dyra eins og hann er klæddur, þegar hann greinir frá leiðöngrum sínum í Indónesíu, Ítalíu, Haítí, Vestur Indíum, Grikklandi, Afríku og víðar. Brenndandi áhugi hans á leyndardómum jarðar kviknar á æskustöðvunum á Snæfellsnesi og leiðir af sér ævilangt ferðalag um flest stórvirkustu eldfjöll heims, þar til hann lokar hringnum með stofnun Eldfjallasafns í Stykkishólmi. Eftir atburðaríkan feril við eldfjallarannsóknir um heim allan hefur Haraldur Sigurðsson frá mörgu að segja.
Efnisyfirlit:
Réttlætingin .................................................... 7
Þingeyingurinn ................................................ 11
Oddur Val ...................................................... 35
Hjónin í Norska Húsinu ...................................... 47
Fyrstu minningar .............................................. 55
Áfallið ........................................................... 67
Táningur í Reykjavík .......................................... 75
Ameríkuferð hin fyrri ......................................... 81
Sumar á Sigöldu ............................................... 89
Námsárin erlendis ............................................. 95
Doktorsverkefnið .............................................. 105
Vestur Indíur ................................................... 113
Á sundi í eldfjallinu ........................................... 129
Neðansjávargígurinn Kickem Jenny ........................ 139
Ameríkuferð hin síðari ........................................ 147
Kvikuhlaup ..................................................... 157
Aska á hafsbotni ............................................... 163
Vesúvíus og Pompeii .......................................... 175
Banvæn gjóskuflóð ............................................ 189
Gígvötnin í Afríku ............................................. 207
Tambora ....................................................... 215
Eldeyjan Krakatau ............................................ 249
Galapagos Ísland framtíðar? ................................ 261
Loftsteinninn ................................................... 271
Vísindin og klofin menning .................................. 285
Erfiðir tímar .................................................... 291
Að duga eða drepast ........................................... 297
Eldfjallasafn .................................................... 317
Aðrar hliðar á lífinu ........................................... 327