Beinin frá Vopnafirđi

 

 

ŢuríđargilÁriđ 1980 fann Grétar Jónsson frá Einarsstöđum í Vopnafirđi nokkur smábein í setlagi.  Hann var á ferđ í Ţuríđargili í um 330 metra hćđ yfir sjó.  Rauđi hringurinn á myndinni sýnir Ţuríđargil, ţar sem Ţuríđará rennur úr Ţuríđarvatni.  Beinin eru sýnd á annari mynd, sem Friđgeir Grímsson og félagar birtu. Á myndinni er strik, sem er 2 cm skali.  Ţessi litlu bein, sem eru vart meira en 3 cm á lengd, eru talin vera úr spendýri og sennilega litlu dýri af hjartarćtt.   Grímsson oflŢau fundust í  rauđum sandsteini í Bustafellsmynduninni, en Bustafellsmyndunin eru sandsteinslög, talin vera frá Plíósen, eđa milli 3 og 3,5 milljón ára ađ aldri.   Ef rétt reynist, ţá eru ţetta EINU minjar eđa steingervingar af land spendýrum, sem fundist hafa á Íslandi.  Ţetta kann ţví ađ vera mikilvćgt sönnunargagn um, ađ einhvern tíma í jarđsögunni hafi landbrú veriđ milli Íslands og nćrliggjandi landa, annađ hvort til austurs eđa vesturs. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Sigurđsson


Ágćti jarđ- og fjölfrćđingur, ţađ heitir Bustarfell í Vopnafirđi. Lax heitir bust ţar á bć. Á Bustarfelli hefur hefur sama ćtt búiđ mann fram af manni í einar fimm aldir. Ég fékk ađ vita um bustina fyrir nokkrum árum, ţegar viđ fórum ein átta frá Reykjavíkurakademíunni til málţings í Kaupvangi á Vopnafirđi. Tveir vopnfirđingar, annar ţeirra Halldór Halldórsson, fyrrverandi kaupfélagsstjóri, sögđu frá gagnaskráningu um jarđir í Vopnafirđi, sem ţeir stóđu í. 
Ekkert minnir á burst í Bustarfelli. Afi minn Björn var frá Teigi í Vopnafirđi, nćsta bć. Ţar bjó til dauđadags Ţórarinn bróđir hans. Viđ brćđur höfum löngum hnýkklađ brýnnar yfir stafsetningu fólksins á Bustarfelli, en ţarna kom skýringin.
Björn S. Stefánsson

Haraldur Sigurđsson, 13.7.2014 kl. 22:12

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband