Beinin frá Vopnafirði

 

 

ÞuríðargilÁrið 1980 fann Grétar Jónsson frá Einarsstöðum í Vopnafirði nokkur smábein í setlagi.  Hann var á ferð í Þuríðargili í um 330 metra hæð yfir sjó.  Rauði hringurinn á myndinni sýnir Þuríðargil, þar sem Þuríðará rennur úr Þuríðarvatni.  Beinin eru sýnd á annari mynd, sem Friðgeir Grímsson og félagar birtu. Á myndinni er strik, sem er 2 cm skali.  Þessi litlu bein, sem eru vart meira en 3 cm á lengd, eru talin vera úr spendýri og sennilega litlu dýri af hjartarætt.   Grímsson oflÞau fundust í  rauðum sandsteini í Bustafellsmynduninni, en Bustafellsmyndunin eru sandsteinslög, talin vera frá Plíósen, eða milli 3 og 3,5 milljón ára að aldri.   Ef rétt reynist, þá eru þetta EINU minjar eða steingervingar af land spendýrum, sem fundist hafa á Íslandi.  Þetta kann því að vera mikilvægt sönnunargagn um, að einhvern tíma í jarðsögunni hafi landbrú verið milli Íslands og nærliggjandi landa, annað hvort til austurs eða vesturs. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Sigurðsson


Ágæti jarð- og fjölfræðingur, það heitir Bustarfell í Vopnafirði. Lax heitir bust þar á bæ. Á Bustarfelli hefur hefur sama ætt búið mann fram af manni í einar fimm aldir. Ég fékk að vita um bustina fyrir nokkrum árum, þegar við fórum ein átta frá Reykjavíkurakademíunni til málþings í Kaupvangi á Vopnafirði. Tveir vopnfirðingar, annar þeirra Halldór Halldórsson, fyrrverandi kaupfélagsstjóri, sögðu frá gagnaskráningu um jarðir í Vopnafirði, sem þeir stóðu í. 
Ekkert minnir á burst í Bustarfelli. Afi minn Björn var frá Teigi í Vopnafirði, næsta bæ. Þar bjó til dauðadags Þórarinn bróðir hans. Við bræður höfum löngum hnýkklað brýnnar yfir stafsetningu fólksins á Bustarfelli, en þarna kom skýringin.
Björn S. Stefánsson

Haraldur Sigurðsson, 13.7.2014 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband