Mengun í Kína
16.7.2014 | 11:23
Ţegar ég var lítill snáđi og tregur til ađ borđa hafragrautinn, ţá var oft sagt viđ mig: Vertu nú duglegur og borđađu fyrir fátćku börnin í Kína, sem eru ađ ţjást úr hungri. Nú er hungursneyđ ekki lengur stóra vandamáliđ í Kína, heldur mengun af ýmsu tagi. Áriđ 2005 fór Kína fram úr Bandaríkjunum hvađ snertir útblástur af koltvíoxíđi, eins og myndin sýnir. Ţetta ár er útblástur Kína af ţessu mengunarefni orđinn helmingi meiri en í Ameríku. Kína er mesti mengunarvaldurinn í heiminum, en um einn fjórđi af ţeirri mengun er vegna framleiđslu á vörum, sem eru fluttar út frá Kína. Frá árinu 2000 hefur Kína orsakađ útblástur á um 30% af öllu koltvíoxíđi í heiminum. Á međan Ameríka og Evrópa draga úr útblćstri sem nemur um 60 milljón tonnum á ári, ţá hefur útblástur á koltvíoxíđi í Kína aukist um 500 milljón tonn. Međ ţví ógnar mengun frá Kína öllum heiminum. Áhrif mengunar í Kína eru margvísleg, bćđi í lofti og á landi. Víđa er ţađ komiđ svo, ađ ekki er hćgt ađ drekka vatn úr ánum og sumstađar má ekki einu sinni SNERTA vatniđ, svo mengađ er ţađ. Í fyrra náđi mengun í lofti í Beijing nýjum hćđum. Svifryk komst upp í 40 sinnum meira magn en taliđ er leyfilegt. Nú var mćlirinn fullur og yfirvöld tóku ákvörđun um ađ berjast gegn menguninni á allan hátt. En mengunin er allstađar og einkum í landbúnađi. Ţađ kom í ljós í könnun áriđ 2006 ađ um 10% af öllu landbúnađarlandi í Kína er mengađ af hćttulegum ţungmálmum eins og kadmíum. Ţegar hátt kadmíum fannst í kínverskum hrísgrjónum ţá reyndu flestir kínverjar ađ útvega sér hrísgrjón frá Taílandi. Síđan hafa yfirvöld ekki viljađ gefa út upplýsingar um ţungmálmamengun af ótta viđ uppţot međal neytenda. En vatnsskortur og mengun vatns kann samt ađ vera stćrsta vandamáliđ. Á Beijing svćđinu er búiđ ađ dćla svo miklu vatni upp úr jörđu, ađ vatnsborđ í berginu undir hefur falliđ um 300 metra. Gula Áin er líka menguđ, og nú er svo komiđ ađ ekki má einu sinni nota vatn úr henni til áveitu á akrana. Eyđimerkur breiđast út, akrar ţorna upp og uppskera stendur í stađ eđa minnkar. En Kínverjar gera nú margt til ađ reyna ađ draga úr útblastri og mengun. Vatnsaflsorka er nú komin yfir 15% af heildar orkuframleiđslu, og mikil áhersla er nú lögđ á sólar og vindorku. Stćrsta vonin er tengd kjarnorku, og ţá einkum ţóríum orku, eins og ég hef bloggađ um hér áđur. En ţađ eru áratugir ţar til nýju ţóríum kjarnorkuverin koma inn á orkunetiđ. Á međan halda kínverjar áfram ađ kafna í mengunarţokunni.
Meginflokkur: Vísindi og frćđi | Aukaflokkar: Hagur, Jarđefni, Loftslag | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.