Kötlugos eftir Arreboe Clausen

Kötlugos 1918 Arreboe ClausenHér er nýjasta mynd Eldfjallasafns í Stykkishólmi. Hún er olíumálverk af Kötlugosinu áriđ 1918. Myndin er máluđ af mjög sérstćđum manni, sem fćddur var í Stykkishólmi: Arreboe Clausen (1892 -1956). Fađir Arreboe var kaupmađurinn Holger P. Clausen í Stykkishólmi, en um hann lék evintýraljómi, einkum í sambandi viđ ferđ hans til Ástralíu í leit ađ gulli. Hann hafđi getiđ sér frćgđar á Snćfellsnesi áriđ 1880, ţegar hann bauđ sig til frambođs til Alţingis. Holger tók ţađ ráđ ađ reisa tjald á kjörstađ, ţar sem voru veittar óspart vínveitingar til kjósenda á kostnađ Clausensverslunar. Ađ sjálfsögđu hlaut hann kosningu međ miklum meirihluta til Alţingis, en ţessi atburđur er ávallt kallađur “Brennivínskosningin” síđan. Í ţá daga greiddu menn atkvćđi sitt í heyrenda hljóđi. Siđar kom Holger öllum á óvart og reyndist bćđi róttćkur og frjálslyndur á ţingi. Arreboe Clausen starfađi mörg ár sem einkabílstjóri forsćtisráđherra Íslands. Af honum eru margar sögur, tengdar ţessu sérstćđa starfi. Til dćmis segir Ólafur Thors viđ Arreboe einkabílstjóra sinn, áriđ 1942: „Góđi minn, nú er ég orđinn forsćtisráđherra. Nú verđur annar hvor okkar ađ hćtta ađ drekka! “ Eitt sinn var Arreboe spurđur, hvađ vćri ađ gerast á bak viđ tjöldin í stjórnmálum Íslands, og vildi hann ekkert um ţađ segja. „Ert ţú ekki innsti koppur í búri allra stjórnmálaflokka?“ Arreboe svarađi snöggt: „Jú, ég er ţađ, en sá koppur lekur ekki.“ Málverkiđ af Kötlugosinu hefur Arreboe málađ eftir frćgri ljósmynd, sem Kjartan Guđmundsson tók af gosinu. Ađ lokum skal geta ţess, ađ Arreboe var fađir ţeirra Clausensbrćđra, Hauks og Arnar, sem lengi voru fremstu frjálsíţróttamenn Íslands.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir skemmtilega frásögn. - Forfađir Arreboes var Holger nokkur Clausen kaupmađur í Ólafsvík um 1800-1830. Ţađ var í frásögur fćrandi, ađ konan hans var talin fallegasta konan á Íslandi ađ sögn breskra ferđalanga áriđ 1810.

Jónas Bjarnason (IP-tala skráđ) 2.9.2012 kl. 11:43

2 Smámynd: Faktor

http://faktor.blog.is/blog/faktor/entry/568210/

http://faktor.blog.is/blog/faktor/entry/570852/

Faktor, 2.9.2012 kl. 13:14

3 identicon

Arreboe Clausen var afi minn. Hann fćddist reyndar 1892 en ekki 1882. Ég ţekki söguna um koppinn sem ekki lak en hina hef ég ađeins heyrt frá Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni. Gćti ţó veriđ sönn. Ég fćddist ekki fyrr en nokkrum árum eftir dauđa Arreboes og varđ ţví aldrei svo lánsamur ađ kynnast honum.

Ólafur Arnarson (IP-tala skráđ) 2.9.2012 kl. 17:41

4 Smámynd: Haraldur Sigurđsson

Ólafur: Takk fyrir leiđréttinguna. Ég man eftir afa ţínum, en ţekkti Óskalr Clausen betur. Hann var heimilisvinur hjá okkur í Hólminum. Hann var alltaf í mjög fínum ljósbrúnum cashmere frakka. Merkilegir brćđur.

Haraldur Sigurđsson, 2.9.2012 kl. 19:23

5 identicon

Arreboe var einnig afi minn, ég er dóttir Hauks og ţađ er mjög ánćgjulegt ađ ţessi mynd sem ég hef aldrei séđ né heyrt um sé komin á safniđ svo fólk fái notiđ.

Ţađ er svo mikil mýkt í myndunum hans afa og afar skemmtilegt ađ hann hafi tekiđ sig til og málađ ţetta mótív.

Ég hlakka til ađ koma og skođa safniđ hjá ţér Haraldur.

Ragnheiđur Elín Clausen (IP-tala skráđ) 4.9.2012 kl. 01:44

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband