Eldfjallasafn í Stykkishólmi er til sölu

Á ferðum sínum hWarholefur Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur komið sér upp miklu safni af efni, ýmiskonar listaverkum, rannsóknarefni og bókum sem snerta eldgos og eldvirkni víðsvegar um heim. Safnið hefur verið til húsa í Stykkishólmi í rúman áratug, en er nú til sölu.
Í safni Haraldar eru mörg hundruð listaverka. Þar má nefna málverk, málmstungur og svartlist ýmiskonar frá eldvirkni um allan heim. Einnig er þar að finna frumstæða list (alþýðulist) frá Indónesíu, Mexíkó, Mið-Ameríku og víðar. Úrval er af japanskri "goslist",  einnig listmunir og safn minjagripa. Í safninu má m.a. finna stórt verk eftir Andy Warhol frá 1985 af eldgosi, myndir eftir Japanann Katsushika Hokusai, Mexíkanana David Alfaro Siqueiros og Dr. Atl, auk merkilegs safns af prentverki og plakötum af bíómyndum sem fjalla um eldgos.      Einnig er hér að finna merkt steinasafn, sem er miðað við uppfræðslu um jarðfræði Íslands.      Í Eldfjallasafni er einnig vandað safn bóka um eldgos og eldfjallafræði auk rúmlega 6000 sérprentana með vísindagreinum og safn jarðfræðikorta. Loks má nefna safn kvikmynda af eldgosum og efnis á myndböndum.

Frekari upplýsingar má fá í síma 899 0857 og tölvupósti hsigurdsson@uri.edu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband