Bernie Sanders stefnir á toppinn

 nhnhtgl.jpgÞað ótrúlega er að gerast: sósíalistinn Bernie Sanders, senator frá Vermont, er að fara á toppinn í forkosningum til forsetaframboðs Demókrata í Bandaríkjunum. Fyrra línuritið sýnir fylgi hans í New Hampshire, þar sem Bernie ríkur upp fyrir Hillary Clinton og er með meir en 10% meira fylgi. Hitt línuritið sýnir að fylgi hans í Iowa er einnig mjög sterkt.  Bernie er því alls ekki einhver jaðarsmaður, heldur fullgildur kandídat til forsetaframboðs. Því miður vildi Elizabeth Warren ekki fara í framboð, en Bernie er ekki síður ágætur fulltrúi þeirra, sem vilja sjá stórtækar breytingar á stefnu Bandaríkjanna í efnahafs og utanríkismálum.  Það er enn von um miklar jákvæðar breytingar í stjórnmálum Bandaríkjanna.  iowa.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hver er afstaða þessa Bernie til  hjónabanda samkynhneygðra?

Ef að hann vil verja KRISTIN GILDI banna hjónabönd samkynhneigðra;

þá styð ég hann.

Jón Þórhallsson, 14.9.2015 kl. 08:35

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þegar mótframbjóðandinn er Hillary Clinton, er það kannski ekki skrýtið.

Hún er möppudýr, og almenningur veit það.

Ásgrímur Hartmannsson, 14.9.2015 kl. 19:00

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hann yrði þá fyrsti Gyðingur til að verða forseti. Þekki ekki til áherslna hans í utanríkismalum, en set stórt spurningarmerki þar við.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.9.2015 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband