Olíuleit í Atlantshafi hefst aftur

Seismic surveyÁ föstudag tilkynnti Bandaríkjastjórn að hún mun nú á ný veita leyfi til olíuleitar í Atlantshafi.  Reyndar verður leyfi aðeins veitt til jarðeðlisfræðilegra rannsókna á hafsbotninum, en ekki borunnar fyrst um sinn.  Þessar rannsóknir fela í sér olíuleit, þar sem tíðar sprengingar eru gerðar í hafinu. Við það kastast hljóðbylgjan niður í hafsbotninn  og sendir til baka upplýsingar um gerð og lögun setlaga undir hafsbotninum.  Fysta mynd sýnir slíkar mælingar, sem eru gerðar frá skipshlið.  Höggbylgjurnar gegnumlýsa hafsbotninn og gera sneiðmynd líkt og þeim sem eru gerðar á sjúkrahúsum.  seismic stratigraphyDæmi um slíka sneiðmynd af hafsbotnssetinu er á annari mynd, en með þessari aðferð er hægt að kanna setið niður á nokkra kílómetra dýpi. Slíkar mælingar eru nauðsynlegar til að fara á næsta stig við olíuleit:  borun.  Sprengingar af þessu tagi hafa verið bannaðar í nokkur ár vegna þess að þær eru skaðlegar lífríki í hafinu, einkum hvölum.  Það er fullsannað að spendýr eins og hvalir þola ekki höggið frá sprengingunum, sem gerast á nokkra sekúndna fresti.  Höggbylgjan getur sprengt hljóðhimnu í eyrum spendýra og valdið öðrum meinum.  En Obama hefur brotið hér blað og fer ámóti umhverfisverndarsinnum í Bandaríkjunum með þessari ákvörðun.   Svæðin eru undan austur strönd Bandaríkjanna, í Mexíkóflóa og í hafinu norðan Alaska, eins og myndin sýnir.  Svæði í olíuleitÞað má svo búast við að leyfi til borana á botni Atlantshafsins verði síðan veitt í kringum 2020.  Á þessu svæði er mjög þykk og gömul setmyndun, sem nær alla leið aftur til tímabils fyrir um 180 milljón árum síðan.  Þá byrjaði Norður Ameríka að klofna frá vestur Afríku og Evrópu og Atlantshaf byrjar að myndast. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sé þessi pistill réttur má draga þá ályktun að stjórnvöldum í USA, með Obama í broddi fylkingar, þyki örkumlun hvala ásættanleg.

Framferði þeirra gagnvart Íslendingum ber með sér, að þau telji hinsvegar,að dráp hvala sé óásættanlegt.

Athygliverð afstaða.

Ólafur Jónsson (IP-tala skráð) 24.7.2014 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband