Kalda stríđiđ

Kalda stríđiđÉg var staddur í Bandaríkjunum sem skiftinemi í menntaskóla áriđ 1957, ţegar Sovíetríkin settu á loft gervihnöttinn Sputnik.  Hann sveif umhverfis jörđina og sendi frá sér stöđugt beep-beep hljóđ, sem var útvarpađ um öll Bandaríkin.  Ég gleymi ţví aldrei hvađ ameríkanar höfđu miklar áhyggjur af ţessu framtaki rússa og voru reyndar dálítiđ óttaslegnir.  Ţar frćddist ég um kalda stríđiđ, sem mótađi heimspólitíkina allan seinni helming tuttugust aldarinnar.  Ţetta hefst eiginlega í Evrópu áriđ 1947, ţar sem ójafnvćgi ríkti milli stórveldanna tveggja.  Ţá voru ađeins eitt hundrađ ţúsund bandarískir hermenn stađsettir í Ţýskalandi, en 1,2 milljón rússneskir hermenn.  Hér skorti jafnvćgi og ameríkanar hugsuđu máliđ.  Harry Truman, forseti Bandaríkjanna,  kom ţá fram međ ţá hugmynd ađ láta í ţađ skína viđ Sovíetríkin  ađ Ameríka myndi beita kjarnorkuvopnum ef rússar vćru ekki stilltir í Vestur Evrópu.  Síđar komst Truman ađ ţví, ađ ameríkanar áttu ađeins eina kjarnorkusprengju í vopnabúri sínu og ađ ţađ var ekki enn búiđ ađ setja hana saman.  Áriđ 1949 sprengdu rússar sína fyrstu kjarnorkusprengju og ameríkanar voru slegnir og undrandi ađ rússar vćru komnir ţetta langt.  Ţađ var ţó  Eisenhower forseti sem hóf kapphlaupiđ međ kjarnorkuvopn fyrir alvöru.  Hann áleit ađ venjuleg vopn og allur rekstur hersins vćri alltof dýr og taldi ađ kjarnorkuvopn vćri ódýrari ađferđ til ađ halda rússum á mottunni.  Ameríkanar sprengdu fyrstu vetnissprengjuna áriđ 1952 og rússar svöruđu í sömu mynt ári síđar.  Kennedy vann forsetakosninguna áriđ 1960 međ ţví ađ telja almenningi trú um ađ Sovíetríkin vđru komin langt framúr Ameríku međ kjarnvopnaframleiđslu. Ţađ var ekki satt, ţví ţađ ár áttu rússar ađeins fjórar eldflaugar vopnađar kjarnorkusprengjum. Áriđ 1962 voru Ameríkanar komnir međ 27 ţúsund kjarnorkuvopn en rússar “ađeins”  3300.   Línuritiđ sýnir kjarnvopnabúnađ stórveldanna.  Leyniţjónusta Bandaríkjanna ýkti alltaf styrk Sovíetríkjanna og ţingiđ hélt áfram ađ dćla dollurum í kjarnorkuiđnađinn og byggingu langdrćgra eldflauga.  Í kringum áriđ 1970 voru rússar loks komnir međ fleiri eldflaugar og ástandiđ var vćgast sagt stórhćttulegt.  VopnakapphlaupMesta hćttan var vegna slysni.  Eitt slys gćti auđveldlega komiđ af stađ heimsstyrjöld sem ćtti engan sinn líka.  Slys í međferđ kjarnavopna gerđust oft. Eric Schlosser hefur nýlega gefiđ út merka bók um ţessi slys: Command and Control.  Ekki má gleyma Dr. Strangelove.  Margir halda ađ kalda stríđinu hafi lokiđ međ fundinum í Reykjavík áriđ 1986, en ţađ er ekki svo einfalt ţví slysin héldu áfram.  Eitt stćrsta slysiđ varđ nćstum ađ raunveruleika reyndar áriđ 1995, ţegar Boris Yeltsin var viđ völd í Moskvu. Einn morguninn afhendir ađstođarmađur hans Yeltsin kassa, sem sýnir ađ eldflaug er komin á loft fyrir fjórum mínútum frá Noregshafi og stefnir í átt til Moskvu.  Allur her Rússlands var settur í viđbragđsstöđu og eldflaugar međ 4700 kjarnorkuvopn voru tilbúnar.  Óţekkta eldflaugin virtist vera frá kafbát og Yeltsin hafđi ađeins innan viđ sex mínútur til ađ taka ákvörđun. Skömmu síđar kom í ljós ađ eldflaugin stefndi ekki á Moskvu og menn önduđu léttara. Ţetta reyndist eftir allt saman vera eldflaug sem Norđmenn höfđu skotiđ upp til ađ rannsaka norđurljósin.  Sérfrćđingarnir telja ađ ţetta atvik hafi veriđ hćttulegasta augnablikiđ í öllu kalda stríđinu. 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband