Eru háloftavindar að breytast?

SatúrnÞað er vel afmarkaður vindstraumur í andrúmsloftinu yfir jörðu, sem nefnist háloftavindur (Polar jet stream). Hann er vestanátt, þ.e.a.s. hann blæst oftast frá vestri til austurs, og er í um 10 til 15 km hæð.  Vindhraðinn getur verið gífurlegur hér, eða meir en 160 km á klst.  og flugmenn í millilandaflugi notfæra sér oft þennan straum til að flýta ferðinni. Reyndar eru háloftavindarnir tveir á norðurhveli.  Háloftavindurinn finnst á öðrum plánteum sólkerfisins.  Hér er til dæmis mynd af norðurpólnum á Satúrn, en háloftavindurinn hér er sexhyrndur.   Háloftavindurinn á jörðu verður til vegna þess að það er mikill munur á hita á heimskautssvæðinu og hita umhverfis miðbaug.   Því meiri sem hitamunurinn er, því hraðar blæs vindurinn.  Loftslagsfræðingar hafa lengi haldið því fram, að ef loftslag hlýnar, þá kunni að draga úr hraða háloftavindanna.  Háloftavindurinn hefur undanfarið verið mjög bugðóttur.  Hann tekur á stundum ótrúlega stóra hlykki á ferð sinni, eins og önnur mynd sýnir.  HáloftavindurÞar er mesti vindhraðinn sýndur með rauðum línum.  Það eru þessir hlykkir, sem vekja nú mikla athygli. Á annan bóginn getur hlykkur flutt mikinn hita langt norður í átt að pólnum, en hins vegar getur hlykkur eða bugða flutt mikinn kulda langt suður í lönd.  Allir straumar geta verið bugðóttir, eins og straumvötn eiga líka til, en yfirleitt er talið að bugður vaxi þegar dregur úr straumhraða.  Tökum til dæmis straumvatn á yfirborði jarðar.  Þegar áin rennur hratt og í miklum halla, þá myndar hún sér oftast fremur beinan farveg.  Hinsvegar, þegar dregur úr hallanum þá dregur einnig úr hraða straumsins og þá byrjar áin að verða bugðótt.   Nú telja sumir loftslagsfræðingar að háloftavindurinn sé að verða bugðóttari vegna þess að hann sé að hægja á sér.  En er hann að hægja á sér vegna þess að það er minni munur á hita fyrir norðan og sunnan vindinn?  Er hann þá að hægja á sér vegna hnattrænnar hlýnunar?  Eftir þennan langa inngang vil ég komast að aðal efninu. Það er ljóst að norðurheimskautið hlýnar hraðar en önnur landsvæði og að hafís í norðri minnkar hratt.  Sumir hafa stungið uppá því að þessi hraða bráðnun sé vegna þess að miklar bugður í háloftavindum flytja hita til norðurs.   Ef þetta er rétt, þá eigum við í vændum vaxandi sveiflur í hitafari á norðurslóðum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Skotvindinn (jet stream) í dag og alla daga má sjá á neðri myndinni hér í pistli frá því í janúar s.l. Nánast bein útsending, eða þannig...:

http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/1349405/

---

Sumarið 2012 var einstaklega sólríkt hjá okkur, en ömurlegt á Bretlandeyjum.
Þá lá skotvindabeltið meira og minna svona:

http://agbjarn.blog.is/album/temp/image/1169634/Ágúst H Bjarnason, 19.7.2014 kl. 10:20

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Þetta er óneitanlega áhugavert mál. Hér er annað sjónarhorn:

Vefsíða Nature:

Ebbing sunspot activity makes Europe freeze

http://www.nature.com/news/2010/100414/full/news.2010.184.html


---

Greinin sjálf í Environmental Research Letters:

Are cold winters in Europe associated with low solar activity?
M Lockwood1, R G Harrison, T Woollings and S K Solanki.

http://iopscience.iop.org/1748-9326/5/2/024001/

---

Ágúst H Bjarnason, 19.7.2014 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband