Endurnýjuð spá um goslok í Sundhnúksgígaröðinni.

Enn mallar hraunkvika í einum gíg í Sundhnúksgígaröðinni og hraun mjakast hægt til suðurs. Hinn 14. mars 2024 birtum við Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur grein hér sem bar titilinn Einföld spá um lok umbrota í Grindavík. Sjá hér https://vulkan.blog.is/blog/vulkan/entry/2300308/.  Við höfðum tekið eftir því að í gögnum sem eru birt af Veðurstofu Íslands felast upplýsingar um breytingar á kvikuflæði frá eldstöðinni, sem er kennd við Sundhnúksgígaröðina. Þessi gögn sýna að kvikuflæði hefur stöðugt minnkað (fyrsta myndin) og bendir sú þróun á að kvikuflæði verði lokið í þessari eldstöðImage 4-30-24 at 7.08 PM seinni part sumars 2024, eða nánar tiltekið um 5. júlí.    Þessi viðleitni okkar að beita áreiðanlegum gögnum um kvikuflæði til að spá um goslok vakti ýmsa umræðu sem var yfirleitt jákvæð, að undanskildum viðbrögðum fulltrúa Almannavarna, sem lýsti framlagi okkar sem ´´tölfræðileik´´ (Mbl. 18. mars, 2024).  Þessi ummæli benda til þess að Almannavarnir skilji því miður ekki frumgögnin, sem er reyndar töluvert áhyggjuefni.    Nú hefur Veðurstofa Íslands birt nýjar tölur um hraunflæði frá Sundhnúksgígaröðinni, þær fyrstu síðan hinn 11. mars 2024.   Myndin frá VÍ sem hér fylgir sýnir kvikuflæði fyrir þessi sjö tilfelli sem hafa gerst til þessa og flest leitt til eldgosa (fyrsta myndin).   Okkur varð strax ljóst að það er kerfisbundin breyting á kvikurennsli í þessum sjö tilfellum, þannig að það dregur stöðugt úr kvikurennsli.  Þess vegna sýnum við gögnin í línuriti af kvikurennsli á móti tíma (önnur myndin).  Þar mynda þessi sjö tilfelli feImage 4-30-24 at 7.11 PMrli sem stefnir niður á lárétta ásinn og gefa okkur þá grundvöll til að setja fram spá um goslok í byrjun júlí 2024.   Nýjustu gögn styðja því við fyrri spá okkar um framtíð og lok virkni í Sundhnúksgígaröðinni.   

Töluverð umræða hefur verið í gangi varðandi ástand og framvindu mála í þessu gosi og sýnist sitt hvorum um framhaldið.  Það er tiltækast að bera þessa virkni saman við Kröfluelda, sem er svipað sprungugos og virkni þess mjög vel skráð.  Eitt athyglisvert varðandi Kröflu er að þegar hún hætti að gjósa var staða landriss há og hélt áfram að rísa um tíma. Það er því ekki ólíklegt að Sundhnúksgígaröðin hagi sér eins. Þriðja myndin sýnir hreyfingu á GPS stöðinni HS02 í Svartsengi þessa viku. Það er ljóst að hér er enn landris í gangi. En það er hugsanlegt að, eins og í Kröflu, haldi landris áfram að vissu marki eftir gos, á þess að nýtt gos brjótist fram. Image 5-4-24 at 12.45 PM  

 


Bloggfærslur 4. maí 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband