Færsluflokkur: Jarðefni

Flúoríð mengun

Flúor mengun

 

Það kemur alltaf betur og betur í ljós, að opinbert eftirlit á Íslandi með matvælum, vörum, umhvefi, mengun og bókstaflega öllum atriðum sem snerta neytandann og hinn almenna bogara er sérstaklega veikt og lélegt og því fer hrakandi.  Bæði Ólafur Stephensen og Stefán Ólafsson hafa bent nýlega á þetta vandamál á prenti varðandi stjórnsýslu landsins.   Áður fyrr voru Neytendasamtökin mjög virkur aðli, sem bar hag almenning í brjósti, en nú virðist mér að við heyrum miklu minna úr því horni. Landvernd hefur hins vegar verið dugleg við að fjalla um náttúruverndarmál, en hefur ekki undan í dag, þar sem krafturinn í virkjanamálum og stóriðnaði virðist fara sívaxandi.

Öðru hvoru heyrum við um flúoríð mengun umhverfis álver á Íslandi og er það áhyggjuefni.  Flúor er eitt efnahvarfgjarnasta frumefni á jörðu og þess vegna er það nauðsynlegt við álbræðslu. Þá er blandað saman krýólíti (Na3AlF6) eða sviðuðum hvata og álríkum jarðefnum (báxít  eða súrál Al2O3) í rafknúnum bræðsluofnum og við það myndast eða skilst frá málmurinn ál.  Fúór-ríku íblöndunarefnin lækka bræðslumarkið frá yfir 2000 og niður að um 1000 gráðum C.   Við bræðsluna losna mengandi efni út í andrúmsloftið og er rætt um að fyrir hvert tonn af ál berist út 0,6 kg af flúoríði út í loftið og einnig um 0,6 kg af flúor-ryki.   Mér skilst að Alcoa Fjarðarál noti um 5450 tonn af álfúorið á ári og fer mikill hluti þess flúors út í andrúmsloftið. Kortið sýnir staðsetningu verksmiðju Alcoa Fjarðarál á ströndinni rétt fyrir austan byggðina í  Reyðarfirði.  Almennt er talið að óæskilegt sé að flúor fari yfir 30 til 50 míkróg/g í heyi eða grasi.  Eins og glöggt kemur fram á kortinu, þá er gildi flúors í grasi víða yfir 50 míkróg/g (rauðu blettirnir) og sex mælingar eru jafnvel yfir 100 míkróg/g.  Mér er ekki kunnugt um hvað mikið magn af flúor Alcoa er leyfilegt að dæla út, en hér er hættulegt ástand að þróast.


Þóríum orkuver er framtíðin


Kapphlaupið er hafið.  Það er kapphlaup um hver er fyrstur til að byggja ný þóríum kjarnorkuver á jörðu.  Ég hef áður bloggað um þóríum hér: http://vulkan.blog.is/blog/vulkan/entry/1280271/     Yfirvöld í Kína hafa látið boð út ganga um að hraða verði byggingu fyrsta þóríum orkuversins og skal það vera tilbúið á tíu árum en ekki 25 árum, eins og áður var boðað.  Ákafinn er sagður jafn mikill og þegar menn undirbúa sig í styrjöld.  Við fögnum öll þessum ákafa Kínverja, því þóríum orkuverin munu draga úr eða jafnvel leiða undir lok brennslu kola, olíu og jarðgass, sem mengar allan heiminn.  En vesturlönd eru enn sofandi í þessu máli.  Þau reka enn gamaldags úran kjarnorkuver,  sem nota tækni sem  var  upphaflega þróuð fyrir kjarnorkuknúna kafbáta í kringum 1950.   Þóríum orkuver eru hreinni, ódýrari og öruggari í rekstri heldur en úran orkuver.  Einnig er lítil hætta á að þóríum sé beitt sem kjarnorkuvopnum og útbreiðsla þeirra sem vopn því ekki vandamál.   Það er enginn skortur á þóríum á jörðu.  Mestar birgðir af þóríum er að finna í Ástralíu, Bandaríkjunum, Tyrklandi, Indlandi og Venezuela.  Sennilega eru mjög miklar birgðir af því að finna í bergi á suðvestur Grænlandi.  Efnið þóríum kemur aðallega fyrir í kristöllum eða steindum sem heita monasít.  Það er jarðefni eða kristaltegund, sem inniheldur mikið magn af Rare Earths eða sjaldgæfu málmunum.   Það er eitt ár síðan Kína byrjaði á þóríum verkefninu eins og greinir frá í South China Morning Post.  Fyrrum forseti Jiang Zemin skipaði son sinn  Jiang Mianheng til að stjórna því.  Hann fékk í upphafi $350 milljón og 140 vísindamenn með doktorsgráðu til starfa. Á næsta ári verða vísindamennirinir orðnir 750.  Svo virðist sem þeir stefni í að byggja þóríum kjarnorkuver af þeirri tegund sem Bandaríkjamaðurinn Alvin Weinberg þróaði árið 1962.  En Nixon forseti rak Weinberg og lokaði þóríum orkuverinu.  Nixon vildi úran orkuver, en þau framleiða, auk orku, einnig hið illræmda geislavirka efni pútóníum, sem er nauðsynlegt til að smíða kjarnorkuvopn.  Kalda stríðið réð ferðinni þá, og Bandaríkjamenn hafa ekki enn vaknað af svefninum.    Í Ameríku hefur NASA verkfræðingurinn Kirk Sorensen hafið áróðursherferð til að vinna að þóríum orkuverum, en Ameríkanar hlusta ekki á hann.   Kínverjinn Jiang Mianheng fór þá til Bandaríkjanna og komst yfir teikningar af orkuverinsu, sem Alvin Weinberg hafði uppgötvað og fór með gögnin til Kína.  Þeir eru nú þegar að reisa 28 orkuver.Þóríum orkuver

Myndin sem fylgir gerir samanburð á úran orkuveri (fyrir ofan) og þóríum orkuveri (fyrir neðan), sem hvort um sig framleiðir  1 GW af orku, en það er töluvert meira en Kárahnjúkar framleiða.   Úran orkuverið þarf 250 tonn af úran til verksins, og afgangurinn er 35 tonn af geislavirkum efnum, sem  verður að geyma undir mjög erfiðum aðstæðum í meir en tíu þúsund ár.    Til samanburðar þarf eitt tonn af þóríum í orkuverið, en afgangurinn er efni, sem geyma þarf aðeins í tíu til 300 ár þar til það er orðið óvirkt og hættulaust.  Kostirnir við þóríum eru augljósir og reyndar ekki auðvelt að skilja að helstu ríki heims hafi ekki sett meiri kraft í rannsóknir á þessu verkefni og byggingu þóríum orkuvera. Kínverjar eru að flýta sér, því þeir eru að kafna í kolaryki.


Þegar möttull Íslands var undir Grænlandi

Basaltsvæði Grænland ÍslandBasaltkvikan, sem veldur eldgosum, myndast við bráðnun í möttli jarðar. Hér á landi er yfirborð möttulsins á um 20 til 40 km dýpi undir jarðskorpunni.  Basaltkvikan, sem kemur upp úr möttlinum og gýs á yfirborði Íslands, er í stórum dráttum allstaðar á landinu mjög keimlík hvað snertir efnasamsetningu.  En þegar jarðefnafræðingar greina viss snefilefni, einkum samsætur eða ísótópa þeirra, þá kemur í ljós að viss svæði á Íslandi hafa séreinkenni hvað snertir ísótópa af efnunum neódiníum og blýi.   Fyrsta myndin sýnir niðurstöður Abigail Barker og félaga um efnafræði basaltkvikunnar á þessum svæðum á Íslandi.  Þar eru þrennskonar svæði afgreind: Reykjanes (rautt),  Snæfellsnes og syðri hluti eystra gosbeltisins (blátt), og að lokum nyrðri hluti eystra gosbeltisins (grænt).  Auðveldasta skýringin er sú, að basaltkvikan á þessum þremur svæðum komi uppúr þrennskonar möttulefni.  Það þýðir að möttullinn undir Íslandi er alls ekki allur eins, heldur ríkja þar nokkrar vel aðgreindar bergtegundir, sem bráðna og gefa af sér mismunandi basalt.  Eftir þennan fremur langa inngang snúum við okkur loks að Grænlandi.  Möttullinn, sem nú er undir Íslandi á sér langa sögu, sem er miklu lengri en aldur Íslands (16 milljónir ára).  Möttullinn “okkar” er fremur óvenjulegur, ef til vill óvenju heitur, og honum er oftast lýst sem “hot spot” meðal jarðfræðinga.  Vegna flekahreyfinga hefur þessi heiti reitur ferðast víða.  Þannig var hann undir Baffin eyju fyrir um 65 milljón árum, síðan ferðaðist hann undir allt Grænland, frá vestri til austurs og var undir Scoresby sundi í austur Grænlandi fyrir um 55 milljón árum. Önnur mynd sýnir dæmigert landslag á austur Grænlandi, þar sem blágrýtismyndunin er alveg eins í útliti og á til dæmis Vestfjörðum.   Takið eftir að heiti reiturinn í möttlinum er reyndar staðbundinn, hreyfist ekki, en jarðskorpan fyrir ofan hreyfist og rekur stöðugt til vesturs.  Ef sami möttullinn var undir austur Grænlandi fyrir 55 miljón árum, þá ætti hann hafa gosið þar samskonar basalti og nú gýs á Íslandi.  Geikie PlateauOg einnig, þar ætti að koma fram sama dreifing basalttegunda hvað snertir bý og neódiníum ísótopa eins og á Íslandi.  Ungfrú Barker og félagar hafa einmitt kannað þessa hugmynd, eins og kemur fram á fyrstu mynd.  Það er mikill stafli af basalt hraunum í og fyrir sunnan Scoresby sund á austur Grænlandi.  Efnafræðirannsóknir á þessum hraunum sýna, að þau hafa sama innihald af bý og neódiníum ísótopum og basaltsvæðin á Íslandi.  Hér í grennd við og fyrir sunnan Scoresby sund eru vel afmörkuð basaltsvæði, sem hafa sömu efnaeinkenni og svæðin á Íslandi, eins og litirnir sýna.  Þetta er reyndar stórmerkilegt, og sýnir að sami heiti reiturinn var forðum undir Grænlandi og er undir okkur nú, og sýnir einnig að vel aðgreind svæði möttulsins koma fram  bæi hér og á Grænlandi.  Að lokum:  Á fyrstu mynd er Ísland og Grænland sýnt í sama stærðarskala.


Fracking: niðurdæling sem mengar

Borholur og niðurdælingFyrir 70 árum komu nokkrir jarðfræðingar og verkfræðingar saman umhverfis borholu í Kansas og gerðu tilraun. Þeir dældu niður á  700 metra dýpi blöndu af benzíni og sandi undir miklum þrýstingi í þeirri von, að blandan myndaði sprungur í berginu og losaði þannig um jarðgas.  Borholan fer fyrst niður lóðrétt, en síðan tekur hún boga og gengur lárétt inn í jarðlögin, sem innihalda gasið.  Þetta var byrjunin á aðferð sem nefnist “hydraulic fracturing” eða fracking og hefur hún valdið byltingu í olíu og gas iðnaðinum.  Með þessari aðferð er nú hægt að ná út gasi og olíu úr jarðlögum, sem áður voru talin orðin þurr.  Shale gasBókstaflega að kreista gas og olíu út úr steininum.  Fracking hefur síðan verið beitt við gas og olíuvinnslu í þúsundum borhola í Pennsylvaníu, Texas og Norður Dakóta.  Myndin sýnir að borholum er þétt dreift yfir stór svæði og allt berg er þar undir þrýstingi. Enn er þessari tækni nær eingöngu beitt í Bandaríkjunum og gasið er nefnt shale gas.  Allt í einu eru Bandaríkin orðin fremsti jarðgas framleiðandi heims!  Framleiðsla af shale gasi hefur aukist um 700% í Bandaríkjunum síðan 2007.  Þar með hefur verð á jarðgasi fallið mikið, eins og línurítið sýnir.   Jákvæðar hliðar á fracking eru þær að gasið er ódýrt og dregið hefur mikið úr brennslu kola í raforkuverum í Bandaríkjunum og gas hefur tekið við.  Við það hefur minnkað verulega útblástur af koltvíoxíði og einnig brennisteinsgösum.  Gasverð

En neikvæðu áhrifin eru risastórt vandamál. Umhverfisáhrif vegna fracking eru margskonar.  Efnasamseting vökvans, sem dælt er niður í borholur er iðnaðarleyndamál og hvert gasfyrirtæki hefur sína formúlu.  Rannsóknir sýna að vökvinn er oft einhverskonar díselolía, með ýmsum aukaefnum.  Það á meðal er benzen, sem veldur krabbameini.    Hingað til hefur gasiðnaðurinn haft frjálsar hendur með fracking og af þeim sökum mengað jarðvatn í mjög stórum svæðum í Ameríku.   Hér er listi yfir nokkur af þeim 600 efnum, sem hefur verið dælt niður í sambandi við fracking: benzene, ethylbenzene, toluene, xylene, naphthalene, methanol, formaldehyð, ethylene glycol, saltsýra, og einnig kemur fram í þessum blöndum efni eins og blý, úran, radon, kvikasilfur.   Auk þess er vatnsþörf fyrir fracking gífurleg.  Ein borhola tekur um 15 milljón litra af vatni og það hefur því mikil áhrif á vatnsbúskap á yfirborði jarðar.  Hin hliðin er að fracking er að menga og eyðileggja jarðvatn á stórum svæðum.  Oft er þetta jarðvatn, sem er aðal uppspretta drykkjarvatns á þessum svæðum. Þegar skrúfað er frá krananum í eldhúsinu streymir stundum út froða af metan, vatni og drullu.  Eitt af því versta varðandi nýfundna gasið er, a' það mun seinka þróun sjálfbæra og endurnýjanlegra orkulinda í landinu. Í viðbót við allt þetta, þá veldur fracking einnig jarðskjálftum. En gas og olíuiðnaðurinn er sterkur og hefur góð sambönd í þinginu í Washington DC.  Enn er því löggjöf um fracking á frumstæðu stigi.  Hvílíkt böl, að eiga slík auðæfi í jörðu, sem gera menn viti fjær af græðgi.


Hafið inni í jörðinni

Demantur frá BrazilíuVar þetta rétt hjá Jules Verne?  Er stór hafsjór inni í jörðinni?  Nýjar rannsóknir benda til að það sé miklu meira vatn í iðrum jarðar en haldið var, en það er ekki í fljótandi formi, heldur bundið inn í kristöllum.  Hér er mynd af demant sem fannst í Brazilíu árið 2008.  Hann er frekar ljótur, og var seldur á aðeins $10, en hann hefur reynst vera fjársjóður fyrir vísindin.  Demanturinn, sem barst upp á yfirborð jarðar í eldgosi, er ekkert sérlega merkilegur að sjá, en innan í honum finnast fagurbláir kristallar af steindinni ringwoodite.   Myndin sýnir einn slíkan ringwoodite kristal.   RingwooditeÞessi kristaltegund hefur áður verið búin til í tilraunum vísindamanna við mjög háan hita og þrýsting sem er jafn og á 400 til 600 km dýpi inni í jörðinni. Nú er loksins búið að finna ringwoodite í náttúrunni og sú uppgötvun er að bylta mynd okkar um innri gerð jarðar og um magnið af vatni inni í jörðinni.  Ringwoodite kristall getur innihaldið allt að 2.5% vatn og þess vegna kann að vera mikill vatnsforði djúpt í jörðu, þar sem þessir kristallar þrífast. 

Sigbelti og vatnMyndin sýnir þversnið af jörðinni.  Vegna flekahreyfinga sígur jarðskorpan niður í möttul jarðar í svokölluðum sigbeltum, einkum umhverfis Kyrrahafið.  Bergið í jarðskorpunni er “blautt” og inniheldur töluvert vatn þegar það sígur niður í möttulinn að iðrum jarðar. Á dýpinu í möttlinum myndast vatns-ríkt ringwoodite í þessari fornu jarðskorpu, á um 400 til 600 km dýpi. 

 

Hingað til hefur vísindaheimurinn haldið að meginhluti vatnsins á jörðu væri í höfunum.  Heimshöfin og vatn á yfirborði jarðar eru um 1,36 miljarðar rúmkílómetrar, en það er aðeins um 0,023% af öllu rúmmáli jarðar.  Nýju niðurstöðurnar varðandi ringwoodite benda til að þrisvar sinnum meira vatn en öll heimshöfin kunni að vera bundin í ringwoodite á um 400 til 600 km dýpi.  Nú munu koma fram nýjar kenningar um hringrás vatnsins í jarðkerfinu, milli bergsins sem inniheldur ringwoodite í iðrum jarðar, og hafsins.  Það sem keyrir þessa hringrás eru flekahreyfingar og sigbeltin, og það er einmitt þessi hringrás sem gerir jörðina alveg sérstaka og skapar nauðsynlegar aðstæður fyrir lífríkið sem við þekkjum og elskum. 


Gull Norðmanna á Mohns hrygg

lwyw4bxqmjqh7pnh9oyflqdyig5eiawezh1hvxhmqeqa.jpgNorðmenn telja sig nú hafa uppgötvað gull á hafsbotni á jarðhitasvæðum á Mohns hryggnum, fyrir norðan Jan Mayen. Flekamótin sem skera sundur Ísland halda áfram norður í haf og nefnist sá hluti flekamótanna Kolbeinseyjarhryggur, alla leið norður til Jan Mayen. Síðan halda flekamótin áfram norður í Íshafið en nefnast þar Mohns hryggur.  Síðan beygir hryggurinn skyndilega til norðurs rétt hjá Svalbarða, og nefnist þar Knipivich hryggur. 

Hér á mótum Mohns og Knipovich hryggjanna hafa Norðmenn fundið hverasvæði, þar sem allt að 13 m háir strompar af hverahrúðri dæla út svörtum “reyk” eða súpu með 310 til 320 stiga hita.  Hveravökvinn inniheldur mikið af ýmsum brennisteinssamböndum. Umhverfis hverina hefur myndast stór hóll af efnasamböndum úr hveravökvavnum, einkum steindum eða mínerölum sfalerít, pýrít, pyrrótít og kalkópýrít.

Setið og vökvinn sem streymir upp úr hverunum inniheldur mikið magn af málmum.  Hér er gull, silfur, kopar, blý, kobalt, zink og fleira. Norðmenn hafa enn ekki gefið upplýsingar um efnainnihald setsins og hveranna, en þeir telja að hér  á 3.5 km dýpi séu vinnanleg verðmæti um 1000 milljarðar norskar krónur.

Verðmætir málmar hafa hingað til verið unnir eingöngu í námum á landi en slíkar námur eru að þverra.  Nú er athyglinni fyrst og fremst beint í áttina að málmríkum lögum á hafsbotni, í grennd við hveri eins og þessa á Mohns hrygg.  Eitt stærsta svæðið af þessu tagi er á hafsbotni á um 1.6 km dýpi norðan Papúa Nýju Gíneu, og hefur Kanadískt námufyrirtæki  stefna að því í nokkur ár að vinna það.  En heimamenn hafa stöðvað allar framkvæmdir í ótta við mikið umhverfisslys.  Það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig Norðmenn fást við stóru vandamálin, sem eru bæði tæknileg og umhverfisleg, við námugröft undir þessum erfiðu kringumstæðum. 


Grafið enn dýpra eftir gulli

gullmarkaðurinnGullmarkaðurinn hefur verið á uppleið undanfarin ár. Únsan hefur hækkað frá $400 árið 2003 upp í um $1700 í dag, en nú virðist ef til vill toppnum náð, eins og sjá má á fyrstu mynd til hægri.  Samt grafa menn dýpra og dýpra eftir gula málminum. TauTona náman í Suður Afríku er til dæmis komin niður í um 4 km dýpi.  Þar er hitinn í berginu um 58 stig og þeir nota lyftur sem fara á yfir 50 km hraða á klukkustund til að komst niður í vinnuna.

            En gullgröftur veldur ýmsum vandamálum.  Það eru umhverfisáhrifin af gullnámugreftri, sem valda mestum áhyggjum. Það er talið að vinnsla á 10 grömmum af gulli skapi 20 tonn af námurusli. Í Bandaríkjunum eru námufélög talin orsaka mesta mengun allra iðnfyrirtækja.  Skaðlegast í sambandi við gullnámið er samt notkun blásýru, en þessi baneitraði vökvi er notaður til að leysa upp gullið úr berginu.  Blásýra eða vetnissýaníð HCN er baneitrað efni, sem gufar upp við stofuhita og myndar hættulegt gas.  Sýran hefur alvarleg áhrif á allt lífríki í grennd við gullnámurekstur.

            Nú er vaxandi áhugi fyrir því, að vinna gull úr gömlum raftækjum.  Tölvudrasl, ónýtir farsímar og önnur raftæki innihalda  að jafnaði um 250 til 350 grömm af gulli í hverju tonni, eða miklu meira en þau 2 til 5 grömm af gulli í bergi sem nú er unnið í flestum gullnámum.

Gull kemur fyrir á ýmsan hátt í jarðskorpunni. Það er nokkuð algengt að gull finnist í æðum bergs, þar sem skorpuhreyfingar hafa myndað sprungur eða misgengi. gullæðMyndin sýnir sprungu, sem inniheldur kvarts og gull. Slíkar sprungur myndast að sjálfsögðu við jarðskjálfta. Nýlega kom fram sú kenning, að þegar jarðskjálftar gerast, verði mikið þrýstingsfall í slíkum sprungum, jafnvel að þrýstingur minnki um þúsundfallt á broti úr sekúndu í sprungunni.  Vökvi í sprungunni getur verið a´300 til 400 stiga híta, og þegar þrýstingsfallið verður, þá breytist vökvinn skýndilega í annað ástand, jafnvel í gufu.   Við það falla út ýmsar steindir og nýir kristallar myndast úr vökvanum og jafnvel gull fellur út í sprungunni.  

En það þarf meira til að mynda gull en jarðskjálfta. Að sjálfsögðu verður vökvinn að vera ríkur af gulli í upplausn. Gullríkur vökvi er líklegri að myndast í meginlandsskorpu eða jarðslkorpu sigbeltanna, en síður á svæðum þar sem úthafsskorpa ríkir, eins og á Íslandi.

Kanadískt fyrirtæki, Icelandic Gold, hefur leitað gulls í Þormóðsdal í Mosfellssveit. Hér er kerfi af sprungum í berginu, sem eru um 700 metrar á lengd og ná niður um 450 metra á dýpt. Hér var borað árið 1996, alls 1,4 km í níu borholum til að kanna bergið.  Holurnar sýna að eitthvað af gulli finnst í sprungum, sem eru á um 50 metra dýpi.  Bergsýni úr gryfjum sýna að þa er að meðaltali 4,77 grömm af gulli í hverju tonni í berginu.  Þetta er magnið, sem gefið er upp af fjárfestinum sjálfum Icelandic Gold, en ekki 400 grömm, eins og kom fram í einhverjum fjölmiðlum nýlega.  Fyrirtæki og stofnanir sem lagt hafa fé í þessa rannsókn eru Kísiliðjan, Orkustofnun, Iðntæknistofnun og Rannsóknarráð.

 

 


Hver er hitastigull á Drekasvæðinu?

 

 

Eins og ég hef fjallað um hér fyrir neðan, þá er lykilatriði í myndun og varðveizlu á olíu og gasi í setmyndunum, að hitinn í jarðskorpunni sé ekki of hár.  Ef svo er, þá brotnar olían fljótlega niður og eyðist, breytist í gas sem streymir upp og út á hafsbotninn. Af þessum sökum er ósennilegt að finna olíu á eldfjallasvæði.  Þó er það ekki alveg útilokað. Það finnst til dæmis olía í fornum hraunlögum á Diskóeyju á vestur Grænlandi.

heatflow_1193325.jpgÞað eru til tvennskonar upplýsingar um hitann í setlögum, sem koma að gagni.   Streymi á hita upp úr setögum á botninum hefur verið mælt víða í Norður Atlantshafi. Mælieiningin sem notuð er fyrir hitastreymi er milliwött á fermeter, eða mWm2.  Fyrsta myndin sýnir gögn um mælingar á hitastreymi umhvefis Ísland, en Drekasvæðið er merkt með rauðu strikunum. Íslandssvæðið og gosmyndanir á hryggnum fyrir sunnan og norðan land er að sjálfsögðu heitt svæði, eins og guli liturinn sýnir (með 100 til 150 mWm2).  En meiri parturinn af Drekasvæðinu, innan rauðu línunnar, er sýnt hvítt á myndinni, með lægra histastreymi, um 75 til 100 mWm2.  Aðeins austasta hornið á Dreka er á grænu svæði, frekar kalt, með 50 til 75 mWm2.

Mynd númer tvö sýnir gögn um hitastreymi í seti sem inniheldur olíu víðs vegar í heimshöfunum. Það er greinilegt að gildi milli 20 og 30 mWm2 er algengast í olíuberandi setlögum, en það er töluvert kaldara en jafnvel köldustu svæðin á Dreka. heatflowseds.jpg

Það er til annar og betri mælikvarði á hitann í setinu, en það er hitastigull.  Hann gefur hitann með vaxandi dýpi í jarðskorpunni og fæst aðeins með fremur djúpum bornunum.  Að mér vitanlega eru ekki til slíkar mælingar á Dreka. Á Íslandi hefur verið mældur hitastigull, sem er allt að 200oC á km, en á landgrunninu, utan virka gosbeltisins, eru til nokkur gögn. Til dæmis er hitastigull í 500 m djúpri borholu á Flatey á Skjálfanda um 50 °C/km.   Hitastigull í Vík í Mýrdal er tæpar 50 °C/km og djúp hola í Vestmannaeyjum er með hitastigul milli 50 og 60 °C/km.  Hitastigull í setlögum þar sem olía er unnin er yfirleitt mun lægri en þessar tölur umhverfis Ísland, eða á bilinu 20 til 30oC/km.

Drekasvæðið er á mörkum úthafsskorpu (eldgosamyndun) í austri og hugsanlegrar meginlandsskorpu í vestri.  Sú síðar nefnda er syðri parturinn af Jan Mayen hryggnum, en hann kann að hafa verið hluti af eystra landgrunni Grænlands. Sennilega er hitastigull á Dreka því töluvert hærri en almennt gerist á svæðum þar sem set inniheldur vinnanlegt magn af olíu, en því miður vantar mig alveg beinar tölur um hitastigul í Drekasvæðinu.  Þriðja myndin sýnir þroskun á olíu í jarðlögum, sem hafa hitastigul um 50oC/km, sem kann að vera viðeigandi fyrir Dreka. Þar væri olían aðeins á 1 til 2 km dýpi, sem er mjög óvenjulega grunnt í samanburði við svæði á jörðu, þar sem olía er unnin.  Á svo litlu dýpi í setinu væri hætt við að olía og gas sé þegar rokið upp og út úr setinu, en aðeins frekari rannsóknir munu skera úr um það.
50ockm.jpg

Árið 1974 voru boraðar einu holurnar sem til eru á Drekasvæðinu, sýndar á þriðju myndinni. Það var alþjóða borstofnunin (Ocean Drilling Project) sem boraði þessar holur (Leg 38). Þær eru því miður fremur grunnar, og aðeins ein þeirra (hola 350) er innan Dreka, en hinar í næsta nágrenni (348, 349, 907, 985). Hola númer 350 er um 400 metra djúp og er eina holan innan Dreka. Hún er í Tertíer setlögum, en endar í basalti, sem er um 44 milljón ára gamalt og frá Eósen tíma.   Hola númer 348, rétt vestan við Dreka, fór í gegnum 500 metra þykk setlög frá Tertíer tíma, en endaði í basalt innskotum sem eru um 19 milljón ára gömul. Innskotin hafa troðist inn í set frá Ólígósen (ca. 30 milljónir ára).  Ekki varð olíu vart í þessum borunum, enda var það ekki tilgangur þeirra rannsókna.


Drekasvæðið: hvað er kolvetnið orðið þroskað?

þroskun olíuOlía myndast sennilega í nær öllum tegundum setlaga á hafsbotni. Hvernig hún þróast og hvort olían varðveitist í setinu er háð því, sem jarðfræðingar kalla maturation eða þroskun.  Fyrsta myndin sýnir þroskun í setlögum á vissu svæði, þar sem ákveðinn hitastigull ríkir. Takið eftir að hér er olían aðallega á 2000 til 4000 metra dýpi í setinu. Þar fyrir neðan hverfur eða minnkar olían og gas tekur við dýpra. Við hærri hitastigul hverfur þessi olía og í hennar stað kemur metan gas.

Olían myndast úr lífrænum efnum í setinu á milli 60 og 150 stiga hita.  Þegar hitinn fer yfir um 150 stig, þá breytist olían og þroskast í metan gas.  “Olíuglugginn” er því lítill og þröngur og algjörlega háður hitastigul í jarðlögunum. Kolvetni í jarðlögunum þroskast því með hækkandi hita. Fyrst eru lífrænar leifar  ríkjandi í setinu við lágan hita, en þegar hitinn vex myndast olían í “olíuglugganum” frá 60 til 150 stigum, og með frekari hitun setlaganna brotnar olían niður í metan og önnur gas sambönd.  

Ef hitastigull er hár, þá þroskast olían snemma og breytist hratt í metan gas.  Síðan getur gasið haldist í setinu eða risið uppá við og sloppið út í hafið fyrir ofan hafsbotninn.  Nú eruð þið sjálfsagt að velta því fyrir ykkur, eins og ég, hve hitastigull er hár í setlögum á Drekasvæðinu.  Það er von að þið spyrjið, því hár hitastigull þýðir engin olía og ef til vill eitthvað gas, eða jafnvel ekki einu sinni gas!  Ég hef leitað víða, en mér hefur ekki enn tekist að finna neinar upplýsingar um hitastigul á þessu svæði. Ef til vill hefur hann aldrei verið mældur. 

Það er alþekkt að hitastigull er hár í grennd við gosbelti og nálægt jarðmyndunum sem hafa myndast við eldgos.  Undir Íslandi er til dæmis oft mældur hitastigull sem er um 200oC á km dýpis, en sennilega er hitastigull undir Íslandi víðast hvar um eða yfir 80oC á km. Af þeim sökum er mjög ósennilegt að olía finnist til dæmis í hinni feikna þykku setmyndun, sem fyllir upp Eyjafjarðarál.  Setið hefur sennilega hitnað svo mikið, að öll lífræn efni hafa breyst í metan gas eða kolagas og gufað á brott. Í olíuríku setlögunum undir Norðursjó er hitastigullinn hins vegar aðeins um 30°C/1000 m, sem er kjörið fyrir myndun og verndun olíu í setinu.  Hætt er við að hitastigullinn sé mun hærri á öllum svæðum í grennd við Ísland.  Vonandi fáum við að heyra um mælingar á hitastigul á Drekasvæðinu fljótlega, eða búum við ekki einmitt í þjóðfélagi, þar sem allt er opið og aðgengi greitt að öllum slíkum opinberum skjölum?  Ég vona stranglega að svo sé. 


Olíuleit á norðurslóðum er hættuleg


 

shells-kulluk-drillship-w-008.jpgÍ janúar strandaði olíuborskipið Kulluk nærri Kodíak eyju í Alaska í miklum stormi, eins og myndin sýnir. Skipið er eign Shell olíufélagsins, sem hefur unnið að mikilli könnun á hugsanlegum olíulindum á hafsbotni umhverfis Alaska.   Í kjölfar strandsoins og svipaðra óhappa hefur Shell nú hætt olíuleit á hafsbotni á norðurslóðum í ár en undanfarin ár hefur Shell eytt $5 milljörðum í olíuleit á botni Chukchihafs og Beauforthafs.

Margir hafa bent á að olíuvinnsla á íshafinu er hættuleg og kann að valda miklum vandamálum fyrir allt umhverfið í norðri. Tíðir stormar, hafís og ýmsar erfiðar aðstæður gera líkur á slysum og óhöppum mun líklegri, alveg eins og íslenskir sjómenn þekkja vel. 

 

Skoska olíufélagið Cairn hefur einnig lent í hrakförum í olíuleit við strendur Grænlands.  Cairn er með 11 svæði frátekin hér á hafsbotni, alls um 80 þús ferkílómetrar.  Undan vestur strönd Grænlands hafa þeir borað árið 2011, þar sem dýpi er um 1500 metrar. Hér var borað  frá júlí til nóvember árið 2011 og engin olía hefur fundist enn, hvorki hér né á öðrum svæðum sem Cairn hefur eignað sér.  Kostnaður við borun Cairn er nú yfir $1,2 milljarðar og hafa þeir nú hætt olíukönnun á hafsbotni við Grænland.  Eitt atriði var mikil áhætta vegna borgaríss og hafíss, en einnig veðurfar á þessum slóðum.   Mesti óttinn meðal náttúrunnenda er þó ekki afdrif skipa olíufélaganna, heldur þau gýfurlegu umhverfisáhrif sem geta orðið þegar bormenn missa stjórn á olíubrunni á hafsbotni, eins og gerðist hjá BP í Mexíkóflóa þegar Deepwater Horizon olíupallurinn sprakk árið 2010 og mengaði allar strendur umhverfis.   Það er greinilegt að olíufélög hafa ekki einu sinni góða stjórn á olíulindum sínum á hafsbotni í hitabletinu, hvað þá heldur í íshafinu. Þetta skal einnig haft í huga þegar rætt er um draumóra varðandi Drekasvæðið.  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband