Þóríum orkuver er framtíðin


Kapphlaupið er hafið.  Það er kapphlaup um hver er fyrstur til að byggja ný þóríum kjarnorkuver á jörðu.  Ég hef áður bloggað um þóríum hér: http://vulkan.blog.is/blog/vulkan/entry/1280271/     Yfirvöld í Kína hafa látið boð út ganga um að hraða verði byggingu fyrsta þóríum orkuversins og skal það vera tilbúið á tíu árum en ekki 25 árum, eins og áður var boðað.  Ákafinn er sagður jafn mikill og þegar menn undirbúa sig í styrjöld.  Við fögnum öll þessum ákafa Kínverja, því þóríum orkuverin munu draga úr eða jafnvel leiða undir lok brennslu kola, olíu og jarðgass, sem mengar allan heiminn.  En vesturlönd eru enn sofandi í þessu máli.  Þau reka enn gamaldags úran kjarnorkuver,  sem nota tækni sem  var  upphaflega þróuð fyrir kjarnorkuknúna kafbáta í kringum 1950.   Þóríum orkuver eru hreinni, ódýrari og öruggari í rekstri heldur en úran orkuver.  Einnig er lítil hætta á að þóríum sé beitt sem kjarnorkuvopnum og útbreiðsla þeirra sem vopn því ekki vandamál.   Það er enginn skortur á þóríum á jörðu.  Mestar birgðir af þóríum er að finna í Ástralíu, Bandaríkjunum, Tyrklandi, Indlandi og Venezuela.  Sennilega eru mjög miklar birgðir af því að finna í bergi á suðvestur Grænlandi.  Efnið þóríum kemur aðallega fyrir í kristöllum eða steindum sem heita monasít.  Það er jarðefni eða kristaltegund, sem inniheldur mikið magn af Rare Earths eða sjaldgæfu málmunum.   Það er eitt ár síðan Kína byrjaði á þóríum verkefninu eins og greinir frá í South China Morning Post.  Fyrrum forseti Jiang Zemin skipaði son sinn  Jiang Mianheng til að stjórna því.  Hann fékk í upphafi $350 milljón og 140 vísindamenn með doktorsgráðu til starfa. Á næsta ári verða vísindamennirinir orðnir 750.  Svo virðist sem þeir stefni í að byggja þóríum kjarnorkuver af þeirri tegund sem Bandaríkjamaðurinn Alvin Weinberg þróaði árið 1962.  En Nixon forseti rak Weinberg og lokaði þóríum orkuverinu.  Nixon vildi úran orkuver, en þau framleiða, auk orku, einnig hið illræmda geislavirka efni pútóníum, sem er nauðsynlegt til að smíða kjarnorkuvopn.  Kalda stríðið réð ferðinni þá, og Bandaríkjamenn hafa ekki enn vaknað af svefninum.    Í Ameríku hefur NASA verkfræðingurinn Kirk Sorensen hafið áróðursherferð til að vinna að þóríum orkuverum, en Ameríkanar hlusta ekki á hann.   Kínverjinn Jiang Mianheng fór þá til Bandaríkjanna og komst yfir teikningar af orkuverinsu, sem Alvin Weinberg hafði uppgötvað og fór með gögnin til Kína.  Þeir eru nú þegar að reisa 28 orkuver.Þóríum orkuver

Myndin sem fylgir gerir samanburð á úran orkuveri (fyrir ofan) og þóríum orkuveri (fyrir neðan), sem hvort um sig framleiðir  1 GW af orku, en það er töluvert meira en Kárahnjúkar framleiða.   Úran orkuverið þarf 250 tonn af úran til verksins, og afgangurinn er 35 tonn af geislavirkum efnum, sem  verður að geyma undir mjög erfiðum aðstæðum í meir en tíu þúsund ár.    Til samanburðar þarf eitt tonn af þóríum í orkuverið, en afgangurinn er efni, sem geyma þarf aðeins í tíu til 300 ár þar til það er orðið óvirkt og hættulaust.  Kostirnir við þóríum eru augljósir og reyndar ekki auðvelt að skilja að helstu ríki heims hafi ekki sett meiri kraft í rannsóknir á þessu verkefni og byggingu þóríum orkuvera. Kínverjar eru að flýta sér, því þeir eru að kafna í kolaryki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.7.2014 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband