Færsluflokkur: Jarðefni
Markarfljót og Bakkafjara
1.3.2013 | 15:13
Þakka marar góðar hugmyndir varðandi Landeyjahöfn. Set og annar árframburður fellur til botns þegar straumhraði lækkar. Einnig fellur set til hafsbotns þegar dregur úr ölduhæð. Myndin sýnir ölduhæð undan Landeyjahöfn í austan og suðaustan átt. Gula svæðið er þar sem ölduhæð dettur laveg niður vegna skjóls frá vestmannaeyjum. Þetta er svæðið þar sem dregur úr hreyfingu sets og þar sem set fellur á botninn og myndar rif og setlög. Þessi öldugangsskuggi hefur meðal annars myndað og haldið við sandrifinu sem liggur beint fyrir framan Landeyjahöfn.
Það dregur mikið úr straumhraða þar sem Markarfljót breiðist út yrir áreyrar og mætir hafinu. Staðsetning hafnar á slíkum stað er því sennilega ekki gott ráð. Vonandi fáum við að heyra frekar um niðurstöður dana varðandi strauma og set á þessu svæði, áður en frekari ´kvarðanir verða teknar um að kasta krónum í sjóinn hér.
Jarðefni | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þeir vilja færa Markarfljót í öfuga átt
28.2.2013 | 11:14
Nú hefur Siglingastofnun sett fram tillögu um að færa farveg Markarfljóts til austurs, um 2,5 km leið, að ráði danskra sérfræðinga. Þetta á að draga úr aurburði inn í Landeyjarhöfn, sem aldrei hefur virkað sem skyldi, eins og ég hef til dæmis fjallað um áður hér http://vulkan.blog.is/blog/vulkan/entry/1092129
Það er ljóst að sandrifið sem myndast vegna aurburðar frá Markarfljóti til hafs er fyrst of fremst fyrir vestan Landeyjahöfn, eins og fyrsta myndin sýnir. Sandrifið er gult á myndinni. Ríkjandi straumar og tilfærsla efnis eru hér frá austri til vesturs, alla jafna, og þessi hreyfing efnis heldur sandrifinu við fyrir sunnan og vestan Landeyjahöfn. Árlegur framburður Markarfljóts er um 100 þúsund rúmmetrar af sandi og aur á ári.
Þetta er og verður alltaf vandræðamál, enda var höfnin upprunalega staðstett með aðeins einu markmiði: að fá styttstu siglingaleið til Vestmannaeyja. Flutningur mynnis Markarfljóts til ausutrs mun aðeins kaupa tíma og seinka fyllingur hafnarinnar, en það verður dýrkeypt. Viturlegri ráðstöfun, ef yfirleitt á að halda þessari höfn við, væri að flytja Markarfljót til vesturs.
Er kjarnorkan lausnin?
24.1.2013 | 00:09
Við íslendingar höfum nokkra sérstöðu í orkumálum, með fremur hreinar orkulindir í vatnsorku og jarðhita. En við erum ennþá undantekningin, þar sem virkjun jarðvarma er enn stutt á veg komin í hinum stóra heimi. Á meðan halda nær allir jarðarbúar áfram að brenna olíu, gasi og kolum og spúa miklu magni af koltvíoxíði út í andrúmsloftið, menga lofthjúpinn og orsaka hnattræna hlýnun.
Nýlega kom út merk skýrsla frá þeirri alþjóðastofnun vísindamanna, sem nefnist Global Carbon Project (GCP). Í skýrslunni Global Budget 2012 er tekinn saman mikill fróðleikur um bruna kolefna og losun koltvíoxíðs. Eins og fyrsta myndin sýnir, þá vex losun koltvíoxíðs í heiminum stöðugt, og er nú um tíu petagrömm á ári (petagramm er sama og gígatonn, sem er sama og einn milljarður tonna). Þetta er ógnvænlegt og ekkert virðist hægja á, þar sem meðal hnattræn aukning losunar er um 3% á ári.
En það sem kom mér mest á óvart í skýrslunni er það, að í nokkrum löndum (Belgíu, Frakklandi, Svíþjóð, Bretlandi) hefur dregið töluvert úr losun koltvíoxíðs undanfarinn áratug, eins og kemur fram á mynd númer tvö hér til hliðar. Hið sama er að sega í Bandaríkjunum, eins og þriðja myndin sýnir, þar sem minna koldíoxíð losnar út í andrúmsloftið vegna þess að kolanotkun hefur dregist saman en hagkvæmara og umhverfisvænna jarðgas komið í staðinn. En hvers vegna hefur þá heildarlosun á koltvíoxíði í heiminum vaxið svo mikið, eins og sýnt er á fyrstu myndinni? Jú, það er auðvitað vegna kola- og olíunotkunar í Kína (og að nokkru leyti í Indlandi), eins og kemur fram á fjórðu myndinni. Í Kína er árleg aukning losunar koltvíoxíðs langmest, eða um 10%. Kínverjar munu að sjáfsögðu halda áfram að brenna sínum kolum til að keyra verksmiðjur sínar, á meðan vesturlandabúar halda uppi mikilli eftirspurn á kínverskum vörum.
Snúm okkaru aftur að mynd númer tvö, sem sýnir losun koltvíoxíðs í Evrópulöndunum fjórum: Belgíu, Frakklandi, Svíþjóð og Bretlandi. Hér er smá vonarneisti sjáanlegur. Í þessum löndum hefur tekist að draga úr losun koltvíoxíðs til andrúmsloftsins um 1 til 5% á ári. Það er kraftaverki líkast og þessari staðreynd þarf að halda á lofti. En hvað er það sem gerðist? Í öllum þessu löndum hefur notkun kjarnorku vaxið til muna, sem mikilvæg orkulind.
Ég hef lengi haft þá skoðun, að kjarnorka verði megin orkugjafi á jörðu í framtíðinni, en auðvitað mun nýting jarðhita, sólar og vinda vaxa samhliða því. Það eru mörg vandamál, sem þarf að leysa varðandi kjarnorkuverin og eitt það stærsta er: hvað gerir maður við geislavirka úrganginn af cesíum, strontíum og öðrum hættulegum efnum? Hann er geislavirkur í allt að því tíu þúsund ár! Japanir fengu skrekk, þegar jarðskjálftinn mikli skall yfir í marz árið 2011. Flóðbylgja sem fylgdi í kjölfar skjálftans lamaði Fukushima kjarnorkuverið, enda var það byggt fast við ströndina. Slík slys valda afturkipp í nýtingu kjarnorku, en það er að mínu áliti óhjákvæmilegt fyrir margar þjóðir að kanna betur þennan kostinn í orkumálum sínum, ef við viljum halda loftslagsbreytingum í skefjum.
Kjarnorka er enn mjög dýr og ekki samkeppnishæf við olíu og kol, nema þar sem ríki hafa niðurgreitt kjarnorkuna með stórum fjárframlögum. Samt sem áður er talið að kjarnorkuver sé ódýrari lausn fyrir framleiðslu raforku en vindorkustöðvar. Og svo er það hráefnið: málmar eins og úraníum eru fremur sjaldgæfir og alls ekki óþrjótandi í jarðskorpunni. Nú eru um 439 kjarnorkuver á jörðu og þar af 104 í Bandaríkjunum. Ég er því sammála hinum þekkta breska umhverfisvini og vísindamanni James Lovelock, en hann sagði árið 2004: "only nuclear power can now halt global warming".
Jarðefni | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Skortur á Helíum Gasi
22.12.2012 | 11:57
Helíum (He) er annað algengasta frumefnið í veröldinni (hitt er vetni, H). Við þekkjum öll helíum, sem gasið í partý-blöðrum, enda er það léttasta frumefnið. Nú er verð á helíum gasi að rjúka upp úr öllu valdi. Gasið var uppgötvað árið 1814, þegar þýski eðlisfræðingurinn Joseph Fraunhofer fann helíum í litrófi sólarinnar. Helíum kom fyrst á markaðinn árið 1928, og varð vinsælt snemma á tuttugustu öldinni, sem staðgengill fyrir vetni í loftbelgjum og mönnuðum loftförum. Megin kostur helíums fram fyrir vetni er að helíum er alls ekki eldfimt og gengur reyndar ekki í nein efnasambönd. Meiri parturinn af helíum framleiðslu jarðar er í Amarillo í Texas. Þar er gasið unnið úr borholum með jarðgasi, en metan jarðgasið hér í Texas inniheldur allt að 7% helíum. Línuritið sýnir að verð á helíum er sífellt að hækka og spáð er mikilli hækkun næstu mánuðina. Reyndar er ekkert vit að vera að nota þetta dýrmæta frumefni til að fylla partýblöðrur, sem rísa til himins. Þar springur blaðran og helíum er svo létt að það streymir út í geiminn. Þannig minnkar helíumforði jarðarinnar smátt og smátt. Nafnið Helíum er dregið af gríska heitinu á sólinni: helios. Enda er helíum um 27% af sólinni sjálfri og um 23% af sólkerfinu er helíum. Það er reyndar dálítið furðulegt að annað algengasta efnið í veröldinni skuli vera svona dýrt og stöðugt hækka í verði. Djúpt í jörðu myndast helíum vegna geislavirkni á frumefnum í möttli og jarðskorpu, einkum geislavirku þóríum og úran. Framleiðslan heldur áfram, en birgðir minnka stöðugt. Margir vísindamenn vilja setja bann á partý-blöðrur sem eru fylltar með helíum. Gasið er ómissandi í heilsugeiranum og í iðnaði og allt of vermætt til að kasta því út í geiminn. Á Íslandi kostar ein áfylling á 10 lítra helíumhylki nú kr. 18457,- Í Bandaríkjunum kostar nú partý-blaðra fyllt með helíum $5.
Steinninn Jake á Mars
15.10.2012 | 10:03
Jarðefni | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sjaldgæfir málmar á Grænlandi
25.9.2012 | 17:40
Jarðefni | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Olía umhverfis Grænland
13.9.2012 | 00:00
Jarðefni | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Járn á Grænlandi
12.9.2012 | 06:28
Jarðefni | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fjársjóður Grænlands
11.9.2012 | 14:43
Jarðefni | Breytt s.d. kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eðalmálmurinn Gull
13.5.2012 | 13:20
Jarðefni | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)