Sjaldgæfir málmar á Grænlandi

Kvanefjeld námusvæðiðSjaldgæfu jarðmálmarnir eru sautján fremur fágæt frumefni, sem hafa mjög svipaða eiginleika. Ég hef áður fjallað nokkuð um þá hér http://vulkan.blog.is/blog/vulkan/entry/1151653/Þessi sautján efni heita scandium, yttríum, lanthanum, praesodymium, neodymium, promethium, samaríum, europium, gadolinium, terbium, dysprosium, holmium, erbíum, thulium, ytterbíum og lutrtium. Sjaldgæfu málmarnir eru ómissandi í gerð allra raftækja, í tölvur, snjallsím, bíla og flestar eða allar raf- og málmiðnaðarvörur. Til dæmis er neodyníum ómissandi í segul fyrir vindmyllur, og í rafhlöður fyrir rafbíla. Eftirspurnin er því mjög mikil og vaxandi. Verð á sjaldgæfum málmum hefur því tífaldast undanfarið, frá um $20 fyrir kg uppí $200 kílóið. Á sama tima hefur Kína, sem er aðal framleiðandinn (95%), dregið úr utflutningi, frá 65 þúsund tonnum á ári niður í um 30 þúsund. Sjaldgæfu málmarnir eru algengastir í vissum tegundum af graníti. Á Grænlandi eru sjaldgæfu málmarnir til í ríkum mæli í Ilimaussaq bergmyndunum á suður Grænlandi, einkum á Kvanefjeld svæðinu. Hér er mikið berginnskot af þeirri tegund sem nefnist nefelín sýenít. Í þessu bergi er einnig mikið magn af úran. Kvanefjeld er reyndar í Eystribyggð, skammt frá Bröttuhlíð, á svæði sem var vel kunnugt þeim forfeðrum okkar sem sigldu til Grænlands á söguöld og settust hér að. Það er nú talið að í Kvanefjeld sé ein allra stærsta náma af sjaldgæfum málmum og úran á jörðu. Ekki er enn hafinn námurekstur í Kvanefjeld. Tanbreez náman er einnig í Eystribyggð á suður Grænlandi og hér er berg sem er mjög ríkt af sjaldgæfu málmunum og jafnvel ríkara en í Kvanefjeld. Tanbreez er ekki heldur komin í gagnið. Það fer fram hjá engum að heimsókn ráðamanna frá Suður Kóreu til Grænlands í vikunni er nátengd áhuga kóreumanna á sjaldgæfum málmum, sem eru algjörlega nauðsynlegir fyrir ramleiðslu raftækja, bíla og annars hátækniiðnaðar í Suður Kóreu. Nú er dnasinn að hefjast fyrir alvöru milli alþjóða námufyrirtækja og heimamanna. Lobbyistar eða áróðursmenn fyrir námu- og olíufyrirtækin segja að Grænland sé í raun algjör draumur þeirra, þar sem hér sé tiltölulega auðvelt að hafa áhrif. Meðal hinna 57 þúsund íbúa landsins er talið að hér sé yfirstétt, sem er mönnuð af aðeins 44 stjórnmálamönnum, ráðherrum, þingmönnum og borgarstjórum. Lobbyistarnir segja, að hér þurfi þeir því aðeins að hafa áhrif á 25 ráðamenn til að koma máli sínu í gegn varðandi námurétt og umhvefismál. Núverandi stjórn Grænlands var mynduð eftir kosningarnar árið 2009 og er hún samsteypustjórn þriggja flokka: Inuit Atagatigiit, Demokraatit and Kattusseqatigiit Partiat. Inuit Ataqatigiit flokkurinn er stærstur, eða með um 44% atkvæða í síðustu kosningum. Flokkurinn er vinstri sinnaður og stefnir á algjört sjálfstæði Grænlands og skilnað frá dönum. Formaður flokksins er Kuupik Kleist forsætisráðherra og hvílir mikil ábyrgð á honum þessa dagana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband