Rebbi kom hingað til lands miklu fyrr

Þessir erlendu vísindamenn hafa greinilega ekki lesið frétt í Mbl um refabein á Íslandi, sem eru um 3500 ára gömul. Sjá fréttina hér:
http://www.mbl.is/frettir/taekni/2007/12/17/islenska_tofan_kom_thusundum_ara_fyrir_landnam/
Það þarf enga 16. aldar ísb´ru til að skýra tilvist refsins hér. Hann hefur verið hér á landi mun lengur.
mbl.is Refur komst á ísbrú til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ættir nú að lesa fréttina betur áður en þú ferð að hreyta ónotum í vitlausa erlenda vísindamenn.

"... sem við aldursákvörðun reyndust frá níundu til tólftu aldar. Rannsókn á erfðaefni úr þeim voru borin saman við DNA úr nútímaref."

Þeir eru einfaldlega að segja að það hafi bæst við genamengið á refum eftir landnáms- og sturlungaöld, að refir frá Grænlandi hafi komið á ísbrú til Íslands á litli ísöld og blandast refunum sem fyrir voru á landinu.

Nonni pottormur (IP-tala skráð) 22.9.2012 kl. 09:22

2 identicon

Fréttamenn DV segja þó á miklu skemmtilegri hátt frá þessari rannsókn og er óhætt að segja að þeim vantar alla grundvallarþekkingu í líffræði og erfðafræði, jafnvel að þeir kunni ekki að þýða enskann texta.

http://www.dv.is/mobile/frettir/2012/9/12/engin-einsleitni-i-islenska-refastofninum/

Nonni pottormur (IP-tala skráð) 22.9.2012 kl. 09:29

3 identicon

Nonni pottormur,,,það er óhætt að segja að þig vanti grunnþekkingu í íslenskri réttritun, sem virðist reyndar landlægt um þessar mundir.

Haraldi þakka ég ótæmandi viskubrunn

anna (IP-tala skráð) 22.9.2012 kl. 11:04

4 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Fyrsta málsgreinin í fréttinni er svolítið villandi;

,,Vísindamenn við Durham-háskólann í Englandi segja að „lítil ísöld“ á tímabilinu frá 16. til 19. aldarhafi gert heimskautarefnum kleift að helga sér land á Íslandi. Hafi á því kuldaskeiði myndast ísbrú til landsins".

Það er ekki hægt að helga sér land þegar annar situr í fleti.

En það sem er áhugavert í þessu sambandi er að skyldleikarækt íslenska refsins er rofin á framangreindu tímabili og þá hefst ný blóðblöndun.

Og nú blómstra refurinn í dilkakjötinu á NA-landi.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 22.9.2012 kl. 11:20

5 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Þetta hlýtur að hafa skolast eitthvað til við þýðingu... Ég trúi ekki að vísindamenn geti verið svona heimskir...

Sævar Óli Helgason, 22.9.2012 kl. 11:31

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jaá, eru þeir ekki að meina, að refur hafi komið hingað á ís 16-19. öld - í það miklum mæli eða af það miklum krafti að hann hafi getað helgað sér bústaði (því refurinn gerið það, helgar sér svæði ekki ósvipað og maðurinn gerði og lýst er td. í Landnámu.)

þeir eru að meina það sko, held eg. það er líka eins og þeir vilji segja að þessi blöndun eða viðbóta hafi styrkt refinn á Íslandi. Kemur líka fram í erlendu greinum að á nefndu tímabili hafi refir komið frá ólíkum svæðum á Norðursvæðinu, Rússlandi, N-Ameriku og Grænlandi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.9.2012 kl. 12:03

7 identicon

Byrjaðu nú á því að lesa frumheimildina Haraldur minn, eins og allir alvöru vísindamenn eiga jú að gera.

http://www.dur.ac.uk/research/news/item/?itemno=15280

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 22.9.2012 kl. 12:34

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Í stuttu máli sagt, þá er refurinn á íslandi eðlilegt villidýr, sem ekki hefur lært að spyrja um matseðilinn, áður en hann byrjar að næra sig. 

Mér finnst ekki skipta höfuð máli, hvaðan hungraður refurinn er ættaður, enda er ég ekki upptekin af ættfræði-forréttindum yfirleitt, hvorki hjá manneskjum né dýrum.

Þurfum við á þessari eyju norður í hafi, ekki að verjast bæði hungruðum "siðmenntuðum" refum og þeim hungruðu villtu?

Þetta eru bara smá hugleiðingar hjá mér, en engar vísindalega viðurkenndar staðreyndir. Þetta mat mitt byggist einungis á sjálfstæðri skoðun og rökhugsun, en ekkert há-vísindalegt erlent mat.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.9.2012 kl. 15:00

9 identicon

Ég held að þessir vísindamenn hafi gleymt að taka með í genablöndunardæmið sitt þá örfáu refi sem hafa sloppið út úr refabúum hér á landi, fáir en nóg samt til að bæta í genamengi refastofnsins sem var hér fyrir.

Hvorki í fréttinni né í frumheimildinni er greint frá úr hvaða refastofnum þessi fimm genamengi eru, hvort þau eru úr villtum ref sem hafi komið hér efitr ísbrú eða úr ræktuðum ref frá refabúi.

Svo má spurja hversu langt frá landi og út á hafís fer villtur refur. Næsta land er Grænland og ísbrú þangað er nokkuð löng, jafnvel svo löng að villtur refur leggur ekki út í slíka langferð frá landi.

Jóhannes (IP-tala skráð) 22.9.2012 kl. 19:02

10 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Haraldur.

Ég hef alltaf haldið að refurinn hafi verið hér að minnsta kosti frá landnámi. Kannski mun lengur eins og þú segir.

Á vefsíðunni http://www.nat.is/Spendyr/heimskautarefurinn.htm

stendur m.a: "Refaveiðar hafa verið stundaðar á Íslandi frá upphafi landnáms og refaskinn notuð sem verzlunarvara...".

Ágúst H Bjarnason, 22.9.2012 kl. 19:52

11 identicon

Jæihannes, það eru víst til heimildeir fyrir því að refur hafi fundist á ís á milli ísland og grænlands, man ekki hvar ég sá það en það á að vera öruggt og refurinn flakkar líka mörg hundruð kílómetra á ís svo ekki þarf endilega að vera samfeldur ís á milli landana, ísbjörn hefur oft komið hér og refurinn er nokkuð harður af sér líka, enda var hann fyrir hér á landnámi og sá stofn hlítur þá að hafa komist fyrr og líklega líka á ís. Ég verð að viðurkenna þekkingaleisi mitt í landbúnaði og ræktun og veit lítið um það hvort að refir hafi verið mikið ræktaðir í búrum hér og hvaðan þeir þá komu en ég veit að minkur ver mikið ræktaður og fluttur inn til þess, hann slapp úr búrum og er aðskota dýr í íslenskri náttúru

Siggi (IP-tala skráð) 22.9.2012 kl. 20:02

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Vísindavefurinn segir að ræktaðor refir og íslenski refurinn (melrakkinn) geti ekki blandast. þ.e.a.s. að geti að vísu átt afkvæði en afkvæmið verði ófrjótt.

,,Á Íslandi eru einnig ræktaðir silfurrefir, sem eru litarafbrigði af rauðref (Vulpes vulpes). Náttúruleg útbreiðsla rauðrefs er í Norður-Ameríku, Evrópu, Asíu og Norður-Afríku en auk þess fluttu menn hann til Ástralíu þar sem hann er nú algengur. Silfurrefir, það er að segja rauðrefir, geta átt afkvæmi með melrökkum en þau eru ófrjó og þess vegna eru þetta aðskildar tegundir. Silfurrefir hafa sloppið út af refabúum hérlendis en aldrei í þeim mæli að þeir hafi náð að tímgast í náttúrunni, ef undanskilið er eitt tilvik þar sem vitað er að silfurrefstæfa æxlaðist með villtum, íslenskum melrakka."

Hitt er annað að það er pínulítið erfitt að trúa að refir hafi komið í það miklum mæli á ís frá 16.- 19. öld með þeim afleiðingum að þeir næðu fótfestu allstaðar á landinu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.9.2012 kl. 20:43

13 identicon

Sæl aftur
Anna það er ekki bara "óhætt að segja að mig vanti" heldur er hægt að fullyrða það að ég hafi ekki grunnþekkingu í íslenskri réttritun !!
Nótabene lét ég prentvillupúka fara yfir klausuna áður en ég setti hana inn. Þetta er þó ekki af illum ásetningi heldur er þetta víst eitthvað rugl í hausnum á mér og mörgum öðrumsem kallað er lesblinda.
En taktu eftir . . . ég (sá lesblindi) las greininna og skildi hana. :o)
Reyndar er ég ekki að gefa í skin að Haraldur hafi ekki skilið greininna heldur að hann hafi ekki lesið hana, eins er víst með Ómar Ragnarsson.

Nonni pottormur (IP-tala skráð) 23.9.2012 kl. 00:36

14 Smámynd: Guðmundur Benediktsson

Það er alveg hægt að skilja upphaf þessarar fréttar á þann veg að refir hafi ekki verið hér fyrir tímabilið 16.-19. öld.

Ágætt dæmi um hnignun blaðamennsku á Mogganum.

Guðmundur Benediktsson, 24.9.2012 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband