Járn á Grænlandi

JárnmarkaðurinnVerð á járni hefur margfaldast undanfarin ár, eins og fyrsta myndin sýnir, en þessi hækkun er aðallega vegna mikilla framkvæmda í Kína. Breska fyrirtækið London Mining vill nú reisa stóran námubæ á Vestur Grænlandi, Í Isukasia um 150 km fyrir norðaustan Nuuk, þar sem 760 námumenn munu búa. Einnig verður byggð höfn og ymsar aðrar framkvæmdir tengdar námurekstrinum. Afraksturinn af námugreftrinum er talinn verða um 32,3 milljarðar danskra króna, eða jafnt og styrkur Danmerkur til Grænlands í tíu ár. Sennilega verða aðeins um 20% starfsmanna grænlendingar en flestir þeirra verða kínverskir námumenn, sem munu búa í nýju þorpi við námuna. Hér rétt við ísröndina er grænlenska bergið mjög járnríkt, en það inniheldur yfir 70% af járni. Það myndar lag sem er 180 til 450 m þykkt og er það á yfirborði, svo auðvelt er að hefja námugröft. Alls er talið að hér séu um 1,5 milljarðar tonna af magnetíti. Isua járnsvæðiðFramleiðsla er áætluð um 15 milljón tonn á ári, en málmgrýtið verður flutt til strandar um 100 km leið í stálpípu. Diesel rafstöð verður reist á staðnum, en ekki fallvatnsvirkjun þar sem slíkt tæki of langan tíma til undirbúnings. Hér í Isua hefur járnið sennilega myndast sem setlög í sjó, en undir járnlaginu eru mjög forn lög af gosbergi og skyldum setlögum. Jarðlögin á Ísua eru meða elsta bergs á jörðu, eða um 3,8 milljarðar ára að aldri. Enn hefur grænlenska ríkið ekki veit leyfi til að hefja byggingu námubæjarins þar sem ekki hefur enn verið gengið frá rannsóknum varðandi umhvefisáhrif frá námurekstrinum. Það er gífurlegt magn af leir og drullu, sem mun berast til hafs í sambandi við námureksturinn og hafa neikvæð áhrif á lífríki hafsins.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

""eða jafnt og styrkur Danmerkur til Grænlands í tíu ár""

Danir styrkja ekki Grænland eða Grænlendinga og hafa aldrei gert. Ekki frekar en Færeyinga. Danir flytja atvinnulausa danska kaupsýslumenn til þessara landa (kalla þá sýslumenn kennara og lögfræðinga) og bókfæra svo bæturnar til þeirra sem lán til viðkomandi lands í fjárlögum danska ríkisins.

Trikkið er svo að lána alltaf meira en skuldarinn ræður við að greiða og þá eignast maður landið.

Með öðrum orðum þá eru danir einfaldlega að ræna Grænlendinga en ekki styrkja þá.

En annars fróðleg grein.

Guðmundur Jónsson, 12.9.2012 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband