Steinninn Jake á Mars

Jake á MarsJeppinn Curiosity heldur áfram ađ ferđast um yfirborđ plánetunnar Mars og gera merkar athuganir. Nýlega  sáu ţeir stóra steininn, sem er sýndur á myndinni fyrir ofan og nefndu hann Jake. Ţađ er mannlegt, jafnvel fyrir vísindamenn,  ađ fá strax áhuga fyrir stćrstu steinunum á hverjum stađ. Hann Jake er um 25 cm á breidd.  Ţá beindu ţeir Röentgen geislum sínum ađ steininum til ađ kanna efnasamsetningu hans. Efnagreiningatćkiđ gefur upplýsingar um magn af öllum helstu frumefnum í steininum. Efnarof MarsEfnarofiđ er sýnt á nćstu myndinni.  Ţar kemur í ljós ađ sennilega er steinninn stór hraunmoli.  Kvikan sem hann myndađist úr er fremur rík af frumefnunum natríum, áli og kalíum, en snauđ af járni, magníum og nikkel.  Ađ öllum líkindum er ţetta bergtegund úr kvikuröđinni sem viđ nefnum alkali basalt seríuna.  Hana má međal annars finna í Snćfellsjökli og  í Vestmannaeyjum.  Hér er mynd af kvikuröđinni í Snćfellsjökli.  Snćfellsjökull kvikuröđMig grunar ađ steinninn Jake sé af tegundinni trakíbasalt, hawaiit eđa mugearite, ţar sem ég hef sett rauđa hringinn á myndina. Vel á minnst: trakíbasalt er kvikutegundin sem gaus úr toppgíg Eyjafjallajökuls áriđ 2010. 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband