Íslenski heiti reiturinn fór undir Grænland: Erindi Eldfjallasafns

Heiti reiturinnNæsta laugardag, hinn 20. október, held ég erindi í Eldfjallasafni í Stykkishólmi kl. 14.  Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Í þetta sinn fjalla ég um sögu heita reitsins sem er undir Íslandi. Hann mun hafa komið fyrst fram undir Baffinseyju fyrir um 62 milljón árum. Reyndar vilja sumir rekja sögu hans alla leið til Síberíu fyrir 250 milljón árum. Síðan fluttist hann undir vestur Grænland og síðan kom hann fram undan austur Grænlandi og loks í Norður Atlantshafinu, þar sem Ísland myndaðist. Þetta er spennandi saga, sem hefur áhrif á myndun og þróun lands vors.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband